Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2018 11:20 Bandarískir ferðamenn eru fyrirferðamiklir á Íslandi. Vísir/Eyþór Um fjórðungur allra ferðamanna sem koma til Íslands eru bandarískir. Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka sem kynnt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að hægt hafi á fjölgun á komu bandarískra ferðamanna hingað til lands sé fjölgunin engu að síður hröð, en þeim þeim fjölgaði um 39 prósent á síðasta ári. Segir í skýrslunni að hægt hafi á fjölgun ferðamanna frá flestum löndum, þá sérstaklega Bretlandi þar sem breskum ferðamönnum fjölgaði aðeins um tvö prósent á síðasta ári.Sjá einnig:Mesti vöxturinn er í Airbnb „Þessi þróun er í takt við þróun í utanlandsferðum Breta almennt um þessar mundir. Skertur kaupmáttur Breta á erlendri grundu vegna gengisfalls pundsins virðist því hafa haft talsverð áhrif á utanlandsferðir Breta,“ segir í skýrslunni. Þá er einnig varað við því að hlutfall ferðamanna frá Bandaríkjunum hér á landi sé orðið svo hátt að ferðaþjónustan sé viðkvæm fyrir áföllum vegna breytinga á ferðatilhögum bandarískra ferðamanna.„Í ljósi þess hve stórt hlutverk ferðaþjónustan skipar í íslensku hagkerfi má í framhaldinu segja að ferðatilhögun bandarískra ferðamanna geti haft umtalsverð áhrif á skammtímaþróun í hérlendu hagkerfi,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimiÍ skýrslunni er bent á að árið 2010 hafi þjóðerni erlendra ferðamanna sem hingað komu verið dreifðara en það er nú. Engin ein þjóð hafi verið með yfir þrettán prósent hlutdeild. Nú séu þær tvær, Bandaríkin með 26 prósent og Bretland með fimmtán prósent. Byggja þurfi á fjölbreyttari grunni til þess að koma í veg fyrir áfall.„Í þessu samhengi er æskilegt að ferðaþjónustan byggi á fjölbreyttum grunni þannig að áfall í efnahag ákveðinnar þjóðar hafi ekki of veigamikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu og íslenska hagkerfið í heild.“Tengd skjöl:Skýrsla Íslandsbanka um ferðaþjónustuna Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Um fjórðungur allra ferðamanna sem koma til Íslands eru bandarískir. Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka sem kynnt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að hægt hafi á fjölgun á komu bandarískra ferðamanna hingað til lands sé fjölgunin engu að síður hröð, en þeim þeim fjölgaði um 39 prósent á síðasta ári. Segir í skýrslunni að hægt hafi á fjölgun ferðamanna frá flestum löndum, þá sérstaklega Bretlandi þar sem breskum ferðamönnum fjölgaði aðeins um tvö prósent á síðasta ári.Sjá einnig:Mesti vöxturinn er í Airbnb „Þessi þróun er í takt við þróun í utanlandsferðum Breta almennt um þessar mundir. Skertur kaupmáttur Breta á erlendri grundu vegna gengisfalls pundsins virðist því hafa haft talsverð áhrif á utanlandsferðir Breta,“ segir í skýrslunni. Þá er einnig varað við því að hlutfall ferðamanna frá Bandaríkjunum hér á landi sé orðið svo hátt að ferðaþjónustan sé viðkvæm fyrir áföllum vegna breytinga á ferðatilhögum bandarískra ferðamanna.„Í ljósi þess hve stórt hlutverk ferðaþjónustan skipar í íslensku hagkerfi má í framhaldinu segja að ferðatilhögun bandarískra ferðamanna geti haft umtalsverð áhrif á skammtímaþróun í hérlendu hagkerfi,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimiÍ skýrslunni er bent á að árið 2010 hafi þjóðerni erlendra ferðamanna sem hingað komu verið dreifðara en það er nú. Engin ein þjóð hafi verið með yfir þrettán prósent hlutdeild. Nú séu þær tvær, Bandaríkin með 26 prósent og Bretland með fimmtán prósent. Byggja þurfi á fjölbreyttari grunni til þess að koma í veg fyrir áfall.„Í þessu samhengi er æskilegt að ferðaþjónustan byggi á fjölbreyttum grunni þannig að áfall í efnahag ákveðinnar þjóðar hafi ekki of veigamikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu og íslenska hagkerfið í heild.“Tengd skjöl:Skýrsla Íslandsbanka um ferðaþjónustuna
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17