Segir ekkert lið nema Real Madrid geti stoppað Liverpool í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 09:00 Liðsmenn Liverpool fagna í gær. Vísir/Getty Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppi við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. Real Madrid er reyndar ekki komið í undanúrslitin en eftir 3-0 útisigur á Juventus í fyrri leiknum þá eru allar líkur á því að spænska liðið fari áfram í kvöld. Sömu sögu er að segja að Bayern München sem vann 2-1 útisigur á Sevilla í fyrri leiknum. Bæjarar ættu því líka að tryggja sig áfram í kvöld en þar er þó mun meiri spenna. Chris Waddle segir í pistli sínum á BBC að Liverpool óttist ekkert lið í keppninni eftir þennan magnaða 5-1 sigur á verðandi Englandsmeisturum Manchester City.Liverpool will not be scared of any of the sides left in the Champions League but would prefer to avoid Real Madrid in the semi-finals, says BBC Radio 5 live's Chris Waddle. https://t.co/LrqultxXfD#Rugby#NFL#Cricketpic.twitter.com/4vyaATL8Co — E-Sport (@e_sportnet) April 11, 2018 „Ég held samt að þeir vildu helst forðast það að mæta Real Madrid. Að mínu mati, eftir þennan 5-1 sigur á Manchester City, þá held ég að Liverpool liðið sé nú næstsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni,“ skrifaði Chris Waddle. „Real Madrid hefur gert þetta áður og vita hvað þarf til að vinna Meistaradeildina. Það mun gefa líka þeim eitthvað aukalega að sjá Barcelona detta úr keppni og vita það nú að líkurnar hafi aukist á því að þeim takist að vinna þriðja árið í röð,“ skrifaði Waddle. „Liverpool getur unnið Real Madrid í einum leik en það verður mun erfiðara fyrir Liverpool að klára þá í tveimur leikjum. Ég vona að Liverpool dragist á móti öðru af hinum liðunum,“ sagði Waddle. „Miðað við það sem ég hef séð af liðunum þá tel ég að það væri góður dráttur fyrir Liverpool að lenda á móti annaðhvort Roma eða Bayern München. Roma hefur komið mjög á óvart með því að slá út Barcelona en ef við hofum raunsætt á þetta þá eru þeir ekki frábært lið heldur aðeins gott lið sem er í frábæru formi,“ skrifaði Waddle.Who could #LFC face next? #UCL semi-final draw: All the details https://t.co/urHj7tdGTApic.twitter.com/RYK1auejDS — Liverpool FC (@LFC) April 10, 2018 „Bayern á enn eftir að vinna seinni leikinn á móti Sevilla og þetta er ekki í höfn hjá þeim. Sevilla fór illa með mörg færi í fyrri leiknum og Bæjarar refsuðu þeim. Bayern er samt ekki sama liðið og þeir voru fyrir tveimur til þremur árum,“ sagði Waddle. Það má lesa allan pistil hans og frekari greiningu á spilamennsku Liverpool liðsins með því að smella hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppi við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. Real Madrid er reyndar ekki komið í undanúrslitin en eftir 3-0 útisigur á Juventus í fyrri leiknum þá eru allar líkur á því að spænska liðið fari áfram í kvöld. Sömu sögu er að segja að Bayern München sem vann 2-1 útisigur á Sevilla í fyrri leiknum. Bæjarar ættu því líka að tryggja sig áfram í kvöld en þar er þó mun meiri spenna. Chris Waddle segir í pistli sínum á BBC að Liverpool óttist ekkert lið í keppninni eftir þennan magnaða 5-1 sigur á verðandi Englandsmeisturum Manchester City.Liverpool will not be scared of any of the sides left in the Champions League but would prefer to avoid Real Madrid in the semi-finals, says BBC Radio 5 live's Chris Waddle. https://t.co/LrqultxXfD#Rugby#NFL#Cricketpic.twitter.com/4vyaATL8Co — E-Sport (@e_sportnet) April 11, 2018 „Ég held samt að þeir vildu helst forðast það að mæta Real Madrid. Að mínu mati, eftir þennan 5-1 sigur á Manchester City, þá held ég að Liverpool liðið sé nú næstsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni,“ skrifaði Chris Waddle. „Real Madrid hefur gert þetta áður og vita hvað þarf til að vinna Meistaradeildina. Það mun gefa líka þeim eitthvað aukalega að sjá Barcelona detta úr keppni og vita það nú að líkurnar hafi aukist á því að þeim takist að vinna þriðja árið í röð,“ skrifaði Waddle. „Liverpool getur unnið Real Madrid í einum leik en það verður mun erfiðara fyrir Liverpool að klára þá í tveimur leikjum. Ég vona að Liverpool dragist á móti öðru af hinum liðunum,“ sagði Waddle. „Miðað við það sem ég hef séð af liðunum þá tel ég að það væri góður dráttur fyrir Liverpool að lenda á móti annaðhvort Roma eða Bayern München. Roma hefur komið mjög á óvart með því að slá út Barcelona en ef við hofum raunsætt á þetta þá eru þeir ekki frábært lið heldur aðeins gott lið sem er í frábæru formi,“ skrifaði Waddle.Who could #LFC face next? #UCL semi-final draw: All the details https://t.co/urHj7tdGTApic.twitter.com/RYK1auejDS — Liverpool FC (@LFC) April 10, 2018 „Bayern á enn eftir að vinna seinni leikinn á móti Sevilla og þetta er ekki í höfn hjá þeim. Sevilla fór illa með mörg færi í fyrri leiknum og Bæjarar refsuðu þeim. Bayern er samt ekki sama liðið og þeir voru fyrir tveimur til þremur árum,“ sagði Waddle. Það má lesa allan pistil hans og frekari greiningu á spilamennsku Liverpool liðsins með því að smella hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn