Þriðji hver spítali í Úkraínu er í rústum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Úkraínskir hermenn á gangi í Kænugarði. Vísir/Getty Stríðið í Donbass, svæði sem rúmar Donetsk- og Luhansk-héruð í Úkraínu, varð fjögurra ára í síðustu viku. Vopnahlé sem samið var um í lok mars entist ekki daginn. Talið er að rúmlega 10.300 hafi látist í Donbass, þar af nær 3.000 almennir borgarar. Tala særðra er um 25.000. 1,4 milljónir Úkraínumanna eru á vergangi í landinu og nærri milljón hefur flúið land. Úkraínumenn takast á við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum og sagðir njóta stuðnings þeirra. Rússneskir hermenn hafa jafnframt ráðist beint á Donbass og hefur meginþorri alþjóðasamfélagsins fordæmt afskipti Rússa. Washington Post birti í vikunni umfjöllun fjögurra prófessora sem einblíndu á árásir á spítala og heilsugæslur og báru saman tilkynningar frá Sameinuðu þjóðunum, rannsóknir óháðra samtaka og fréttir bæði úkraínskra og rússneskra miðla. Á daginn kom að þriðjungur allra spítala og heilsugæsla, 82 talsins, í Donbass hefur orðið fyrir árás, flestir í eða umhverfis borgina Donetsk. Sú tala er að sögn fjórmenninganna mun hærri en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur haldið fram. Samkvæmt rannsókninni varð mestur skaðinn þegar átökin voru sem hörðust, um áramótin 2014 og 2015. Stærstur hluti árásanna hefur verið með stórskotabyssum sem eru sjaldnast nógu nákvæmar úr þeirri fjarlægð sem skotið er til að hægt sé að hæfa spítalann vísvitandi. Rannsókn fjórmenninganna leiddi hins vegar í ljós að heilbrigðisstofnanirnar hafa ekki verið helstu skotmörk. Um hliðarskaða sé einna helst að ræða.Rússar vilja sjálfstæði Nokkur pattstaða hefur verið í Donbass og halda Úkraínumenn meirihluta héraðsins enn. Rússneska fréttasíðan Riafan.ru, hliðholl stjórnvöldum í Moskvu, greindi frá því í lok mars að mögulega hefðu Rússar nú engra annarra kosta völ en að viðurkenna sjálfstæði þess hluta Donbass sem rússneskir uppreisnarmenn hafa tekið. Það væri möguleiki í ljósi ákvörðunar Úkraínumanna að vísa 13 rússneskum erindrekum úr landi eftir efnavopnaárásina á Sergei Skrípal í Salisbury. Birti miðillinn viðtal við stjórnmálafræðinginn Vladímír Kornílov sem sagði viðurkenningu á sjálfstæði tveggja ríkja sem uppreisnarmenn vilja í Donbass vel hugsanlega „Rússar hafa nú aukið vogarafl gegn Úkraínumönnum og Vesturlöndum. Einn möguleikinn er að viðurkenna lýðveldin í Donetsk og Luhansk.“ Þá sagði Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, eftir fund með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í gær að Tyrkir vildu taka þátt í starfi friðargæslusveita SÞ í Donbass. Kosið verður til þings og forsetaembættis í Úkraínu í síðasta lagi á næsta ári. Samkvæmt könnunum mælast Petró Porósjenkó forseti og Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, vinsælust. Flokkar þeirra mælast jafnframt vinsælastir í aðdraganda þingkosninga en báðir eru þeir á Vesturlandalínunni. Sameinaða stjórnarandstöðublokkin og Lífsflokkurinn mælast næststærstu flokkarnir en þeir eru á Rússalínunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Stríðið í Donbass, svæði sem rúmar Donetsk- og Luhansk-héruð í Úkraínu, varð fjögurra ára í síðustu viku. Vopnahlé sem samið var um í lok mars entist ekki daginn. Talið er að rúmlega 10.300 hafi látist í Donbass, þar af nær 3.000 almennir borgarar. Tala særðra er um 25.000. 1,4 milljónir Úkraínumanna eru á vergangi í landinu og nærri milljón hefur flúið land. Úkraínumenn takast á við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum og sagðir njóta stuðnings þeirra. Rússneskir hermenn hafa jafnframt ráðist beint á Donbass og hefur meginþorri alþjóðasamfélagsins fordæmt afskipti Rússa. Washington Post birti í vikunni umfjöllun fjögurra prófessora sem einblíndu á árásir á spítala og heilsugæslur og báru saman tilkynningar frá Sameinuðu þjóðunum, rannsóknir óháðra samtaka og fréttir bæði úkraínskra og rússneskra miðla. Á daginn kom að þriðjungur allra spítala og heilsugæsla, 82 talsins, í Donbass hefur orðið fyrir árás, flestir í eða umhverfis borgina Donetsk. Sú tala er að sögn fjórmenninganna mun hærri en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur haldið fram. Samkvæmt rannsókninni varð mestur skaðinn þegar átökin voru sem hörðust, um áramótin 2014 og 2015. Stærstur hluti árásanna hefur verið með stórskotabyssum sem eru sjaldnast nógu nákvæmar úr þeirri fjarlægð sem skotið er til að hægt sé að hæfa spítalann vísvitandi. Rannsókn fjórmenninganna leiddi hins vegar í ljós að heilbrigðisstofnanirnar hafa ekki verið helstu skotmörk. Um hliðarskaða sé einna helst að ræða.Rússar vilja sjálfstæði Nokkur pattstaða hefur verið í Donbass og halda Úkraínumenn meirihluta héraðsins enn. Rússneska fréttasíðan Riafan.ru, hliðholl stjórnvöldum í Moskvu, greindi frá því í lok mars að mögulega hefðu Rússar nú engra annarra kosta völ en að viðurkenna sjálfstæði þess hluta Donbass sem rússneskir uppreisnarmenn hafa tekið. Það væri möguleiki í ljósi ákvörðunar Úkraínumanna að vísa 13 rússneskum erindrekum úr landi eftir efnavopnaárásina á Sergei Skrípal í Salisbury. Birti miðillinn viðtal við stjórnmálafræðinginn Vladímír Kornílov sem sagði viðurkenningu á sjálfstæði tveggja ríkja sem uppreisnarmenn vilja í Donbass vel hugsanlega „Rússar hafa nú aukið vogarafl gegn Úkraínumönnum og Vesturlöndum. Einn möguleikinn er að viðurkenna lýðveldin í Donetsk og Luhansk.“ Þá sagði Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, eftir fund með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í gær að Tyrkir vildu taka þátt í starfi friðargæslusveita SÞ í Donbass. Kosið verður til þings og forsetaembættis í Úkraínu í síðasta lagi á næsta ári. Samkvæmt könnunum mælast Petró Porósjenkó forseti og Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, vinsælust. Flokkar þeirra mælast jafnframt vinsælastir í aðdraganda þingkosninga en báðir eru þeir á Vesturlandalínunni. Sameinaða stjórnarandstöðublokkin og Lífsflokkurinn mælast næststærstu flokkarnir en þeir eru á Rússalínunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira