Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2018 21:15 Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformaður í Kjarnanum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. Rætt var við Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformann í Kjarnanum, í fréttum Stöðvar 2. Í sama húsi á Sauðárkróki eru bílaverkstæði, vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og tölvuverkstæði. Samtals starfa þar um eitthundrað manns að gera við ólíkustu tæki eins og bíla, þvottavélar, vélbúnað skipa og tölvur. Gunnar telur þetta einstakt á landinu að hafa svo fjölhæfða starfsemi undir sama þaki. Þar er jafnframt stór varahlutaverslun þar sem fá má það helsta fyrir ökutækið. Bílaverkstæðið telja menn það stærsta utan Reykjavíkursvæðisins. Þeir segjast gera við allt sem ekur: „Fólksbílinn, dráttarvélina, vörubílinn, snjósleðann og fjórhjólið. Það er í raun sama hvort það þarf að smyrja bílinn eða taka upp mótorinn eða ef þú hefur keyrt á eitthvað. Réttingar eða skipta um framrúðu. Nefndu það. Við getum bara gert við allt sem er á hjólum, - og rúmlega það,“ segir Gunnar.Frá bílaverkstæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðskiptavinir eru nær eingöngu heimamenn í Skagafirði, segir Gunnar; bændur koma með traktorinn, þar er gert við mjólkurbílinn, auk þess sem verkstæðið vinnur mikið fyrir verktaka og flutningafyrirtæki. Bílaverkstæðið er jafnan með tvo til fjóra lærlinga og þeir segjast leggja mikið upp úr endurmenntun. „Já, við erum með mjög hátt menntastig á starfsmönnum og það er stöðug endurmenntun í gangi. Menn eru að fara hér ítrekað á endurmenntunarnámskeið. Nú er náttúrlega mikið verið að keyra á þessa rafbíla. Við erum að sækja þau námskeið núna í vetur, mikið,“ segir verkstæðisformaðurinn. Einnig var fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í gærkvöldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9. apríl 2018 21:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. Rætt var við Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformann í Kjarnanum, í fréttum Stöðvar 2. Í sama húsi á Sauðárkróki eru bílaverkstæði, vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og tölvuverkstæði. Samtals starfa þar um eitthundrað manns að gera við ólíkustu tæki eins og bíla, þvottavélar, vélbúnað skipa og tölvur. Gunnar telur þetta einstakt á landinu að hafa svo fjölhæfða starfsemi undir sama þaki. Þar er jafnframt stór varahlutaverslun þar sem fá má það helsta fyrir ökutækið. Bílaverkstæðið telja menn það stærsta utan Reykjavíkursvæðisins. Þeir segjast gera við allt sem ekur: „Fólksbílinn, dráttarvélina, vörubílinn, snjósleðann og fjórhjólið. Það er í raun sama hvort það þarf að smyrja bílinn eða taka upp mótorinn eða ef þú hefur keyrt á eitthvað. Réttingar eða skipta um framrúðu. Nefndu það. Við getum bara gert við allt sem er á hjólum, - og rúmlega það,“ segir Gunnar.Frá bílaverkstæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðskiptavinir eru nær eingöngu heimamenn í Skagafirði, segir Gunnar; bændur koma með traktorinn, þar er gert við mjólkurbílinn, auk þess sem verkstæðið vinnur mikið fyrir verktaka og flutningafyrirtæki. Bílaverkstæðið er jafnan með tvo til fjóra lærlinga og þeir segjast leggja mikið upp úr endurmenntun. „Já, við erum með mjög hátt menntastig á starfsmönnum og það er stöðug endurmenntun í gangi. Menn eru að fara hér ítrekað á endurmenntunarnámskeið. Nú er náttúrlega mikið verið að keyra á þessa rafbíla. Við erum að sækja þau námskeið núna í vetur, mikið,“ segir verkstæðisformaðurinn. Einnig var fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í gærkvöldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9. apríl 2018 21:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30
Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9. apríl 2018 21:30
Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00
Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent