Khabib bað Pútín um hjálp í beinni en vildi svo ekki þýða orð sín Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 11:30 Khabib Nurmagomedov vantar hjálp. vísir/getty Dagestaninn Khabib Nurmagomedov varð aðfaranótt sunnudags léttvigtarmeistari í UFC þegar að hann bar sigurorð af Al Iaquinta í Brooklyn í New York.Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um bardagann í ljósi afskipta Conors McGregors af bardagakvöldinu en Khabib sendi Íranum væna pillu í viðtölum eftir bardagann eins og Vísir fjallaði um í gær. Eins og alltaf eftir bardaga á UFC-bardagakvöldum var sigurvegarinn tekinn í viðtal af Joe Rogan inn í búrinu og þar var engin breyting á síðastliðna laugardagsnótt. Rogan mætti og spjallaði við Khabib. Algengt er að bardagakappar frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eða Bretlandi nýti tækifærið og þakki fyrir sig á móðurtungunni og það gerði Nurmagomedov einmitt undir lokin á viðtalinu þegar að hann greip í míkrófóninn. En, Khabib fór aðra leið en flestir.Moldríkur vinur Þannig er nefnilega mál með vexti að góðvinur hans, milljarðamæringurinn og fjárglæframaðurinn Ziyavudin Magomedov, var handtekinn 31. mars í Rússland fyrir fjárdrátt upp á tvo milljarða rúblna eða 35 milljónir dollara. Þá er hann ásakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Magomedov er metinn á 1,4 milljarða dollara og er mikill áhugamaður um blandaðar bardagalistir. Hann hefur dælt pening í MMA-senuna í Rússlandi og á hlut í liði Kahabibs Magomedovs. Hann borgaði fyrir hann bakaðgerð í fyrra og hefur hjálpað honum alla leið á toppinn. „Eldri bróðir okkar og meðeigandi liðsins, Ziyavudin Magomedov, er í erfiðri stöðu,“ sagði Khabib þegar að hann byrjaði að tala á rússnesku svo fæstir skildu í salnum.Plís, Pútín. „Hann hefur hjálpað mér og öðrum íþróttamönnum í Rússlandi mikið en nú er hann í vandræðum. Ég vil að hann viti að við, og aðrir íþróttamenn, biðjum fyrir honum.“ „Ég vonast til að þetta mál verði leyst. Ég vona að leiðtoginn okkar, Vladimír Pútín, hjálpi honum. Ég vil óska Pútín til hamingju með sigurinn í síðustu kosningum,“ sagði Khabib Nurmagomedov. Þegar Joe Rogan krafði hann svo um þýðingu var lítið að frétta. Khabib sagði aðeins að hann væri að tala um vin sinn og þakka honum fyrir allt. Hann lét það vera að tala um Pútín í beinni útsendingu í Bandaríkjunum og það á ensku. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan en Khabib fer af stað á rússnesku eftir þrjár mínútur og 55 sekúndur. MMA Tengdar fréttir Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00 Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00 Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Dagestaninn Khabib Nurmagomedov varð aðfaranótt sunnudags léttvigtarmeistari í UFC þegar að hann bar sigurorð af Al Iaquinta í Brooklyn í New York.Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um bardagann í ljósi afskipta Conors McGregors af bardagakvöldinu en Khabib sendi Íranum væna pillu í viðtölum eftir bardagann eins og Vísir fjallaði um í gær. Eins og alltaf eftir bardaga á UFC-bardagakvöldum var sigurvegarinn tekinn í viðtal af Joe Rogan inn í búrinu og þar var engin breyting á síðastliðna laugardagsnótt. Rogan mætti og spjallaði við Khabib. Algengt er að bardagakappar frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eða Bretlandi nýti tækifærið og þakki fyrir sig á móðurtungunni og það gerði Nurmagomedov einmitt undir lokin á viðtalinu þegar að hann greip í míkrófóninn. En, Khabib fór aðra leið en flestir.Moldríkur vinur Þannig er nefnilega mál með vexti að góðvinur hans, milljarðamæringurinn og fjárglæframaðurinn Ziyavudin Magomedov, var handtekinn 31. mars í Rússland fyrir fjárdrátt upp á tvo milljarða rúblna eða 35 milljónir dollara. Þá er hann ásakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Magomedov er metinn á 1,4 milljarða dollara og er mikill áhugamaður um blandaðar bardagalistir. Hann hefur dælt pening í MMA-senuna í Rússlandi og á hlut í liði Kahabibs Magomedovs. Hann borgaði fyrir hann bakaðgerð í fyrra og hefur hjálpað honum alla leið á toppinn. „Eldri bróðir okkar og meðeigandi liðsins, Ziyavudin Magomedov, er í erfiðri stöðu,“ sagði Khabib þegar að hann byrjaði að tala á rússnesku svo fæstir skildu í salnum.Plís, Pútín. „Hann hefur hjálpað mér og öðrum íþróttamönnum í Rússlandi mikið en nú er hann í vandræðum. Ég vil að hann viti að við, og aðrir íþróttamenn, biðjum fyrir honum.“ „Ég vonast til að þetta mál verði leyst. Ég vona að leiðtoginn okkar, Vladimír Pútín, hjálpi honum. Ég vil óska Pútín til hamingju með sigurinn í síðustu kosningum,“ sagði Khabib Nurmagomedov. Þegar Joe Rogan krafði hann svo um þýðingu var lítið að frétta. Khabib sagði aðeins að hann væri að tala um vin sinn og þakka honum fyrir allt. Hann lét það vera að tala um Pútín í beinni útsendingu í Bandaríkjunum og það á ensku. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan en Khabib fer af stað á rússnesku eftir þrjár mínútur og 55 sekúndur.
MMA Tengdar fréttir Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00 Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00 Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00
Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00
Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51