Einbeitingin á okkur sjálfum Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 08:30 Íslensku stelpurnar vilja komast á annað stórmót. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram vegferð sinni í átt að því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið mætir Færeyjum í undankeppni mótsins á Þórsvelli í Gundadal í Þórshöfn í Færeyjum. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir að rúm sé til þess að bæta spilamennsku liðsins frá sigrinum gegn Slóveníu í síðustu umferð undankeppninnar. „Ég geri miklar kröfur til liðsins og ég og leikmenn liðsins vorum sammála um það, eftir að hafa horft á leikinn gegn Slóveníu saman, að við getum gert mun betur. Við erum að einblína á sjálf okkur í undirbúningi fyrir þennan leik, það er að hver og einn leikmaður skili eins góðri frammistöðu og mögulegt er. Ef það gerist þá fáum við jákvæð úrslit og getum gengið sátt frá borði,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið.Breytingar á byrjunarliðinu „Það eru allir leikmenn liðsins klárir í slaginn. Við munum gera nokkrar breytingar á byrjunarliði liðsins frá leiknum gegn Slóveníu, en það er hvorki vegna frammistöðu leikmanna né taktískar breytingar. Þetta eru breytingar sem eru gerðar þar sem við förum með aðrar áherslur inn í þennan leik en í leikinn gegn Slóveníu. Það verður lögð áhersla á það að nýta breidd vallarins og finna stöðuna maður á mann eins oft og auðið er í þessum leik,“ sagði Freyr um liðsskipan í leiknum í dag. Ísland mætti Færeyjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni á Laugardalsvellinum um miðjan september á síðasta ári. Einstefna var að marki færeyska liðsins í þeim leik og loktatölurnar urðu 8-0 Íslandi í vil. Elín Metta Jensen, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hver í þeim leik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir sitt markið hvor. Búast má við því að svipuð leikmynd verði uppi á teningnum í leik liðanna í dag. „Markatala gæti skipt máli, en við erum ekki að velta því fyrir okkur á þessum tímapunkti. Við höfum markatöluna bak við eyrað. Við reynum að skora eins mikið og við getum, en við berum virðingu fyrir andstæðingum og því verkefni sem við erum að fara út í,“ sagði Freyr aðspurður um það hvernig hann hygðist nálgast leikinn í dag.Barátta við Þjóðverja fram undan Ísland er í öðru sæti riðilsins með 10 stig fyrir leikinn gegn Færeyjum, en íslenska liðið er taplaust eftir að hafa leikið fjóra leiki í undankeppninni. Þýskaland, sem trónir á toppi riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki, mætir Slóveníu í dag. Eina tap þýska liðsins í undankeppninni er 3-2 tap liðsins fyrir Íslandi í október á síðasta ári. Takist Íslandi að hafa betur gegn Færeyjum í dag og Slóveníu þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum í júní í sumar verður íslenska liðið á toppi riðilsins þegar Ísland og Þýskaland mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum í september næsta haust. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram vegferð sinni í átt að því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið mætir Færeyjum í undankeppni mótsins á Þórsvelli í Gundadal í Þórshöfn í Færeyjum. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir að rúm sé til þess að bæta spilamennsku liðsins frá sigrinum gegn Slóveníu í síðustu umferð undankeppninnar. „Ég geri miklar kröfur til liðsins og ég og leikmenn liðsins vorum sammála um það, eftir að hafa horft á leikinn gegn Slóveníu saman, að við getum gert mun betur. Við erum að einblína á sjálf okkur í undirbúningi fyrir þennan leik, það er að hver og einn leikmaður skili eins góðri frammistöðu og mögulegt er. Ef það gerist þá fáum við jákvæð úrslit og getum gengið sátt frá borði,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið.Breytingar á byrjunarliðinu „Það eru allir leikmenn liðsins klárir í slaginn. Við munum gera nokkrar breytingar á byrjunarliði liðsins frá leiknum gegn Slóveníu, en það er hvorki vegna frammistöðu leikmanna né taktískar breytingar. Þetta eru breytingar sem eru gerðar þar sem við förum með aðrar áherslur inn í þennan leik en í leikinn gegn Slóveníu. Það verður lögð áhersla á það að nýta breidd vallarins og finna stöðuna maður á mann eins oft og auðið er í þessum leik,“ sagði Freyr um liðsskipan í leiknum í dag. Ísland mætti Færeyjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni á Laugardalsvellinum um miðjan september á síðasta ári. Einstefna var að marki færeyska liðsins í þeim leik og loktatölurnar urðu 8-0 Íslandi í vil. Elín Metta Jensen, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hver í þeim leik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir sitt markið hvor. Búast má við því að svipuð leikmynd verði uppi á teningnum í leik liðanna í dag. „Markatala gæti skipt máli, en við erum ekki að velta því fyrir okkur á þessum tímapunkti. Við höfum markatöluna bak við eyrað. Við reynum að skora eins mikið og við getum, en við berum virðingu fyrir andstæðingum og því verkefni sem við erum að fara út í,“ sagði Freyr aðspurður um það hvernig hann hygðist nálgast leikinn í dag.Barátta við Þjóðverja fram undan Ísland er í öðru sæti riðilsins með 10 stig fyrir leikinn gegn Færeyjum, en íslenska liðið er taplaust eftir að hafa leikið fjóra leiki í undankeppninni. Þýskaland, sem trónir á toppi riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki, mætir Slóveníu í dag. Eina tap þýska liðsins í undankeppninni er 3-2 tap liðsins fyrir Íslandi í október á síðasta ári. Takist Íslandi að hafa betur gegn Færeyjum í dag og Slóveníu þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum í júní í sumar verður íslenska liðið á toppi riðilsins þegar Ísland og Þýskaland mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum í september næsta haust.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira