Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 37-33 | Stórsýning Gísla og FH jafnaði Anton Ingi Leifsson skrifar 28. apríl 2018 20:00 Gísli Þorgeir átti rosalegan leik. vísir/anton brink FH er búið að jafna metin gegn Selfoss í undanúrslitarimmunni um sæti í úrslitarimmunni í Olís-deild karla. FH jafnaði metin með 37-33. Gísli Þorgeir Kristjánsson var rosalegur. Ögn meiri kraftur var í liði FH framan af en ólseigt lið Selfyssinga var aldrei langt undan. FH náði þriggja marka forskoti mest í fyrri hálfleik og þar fremstur í flokki var Gísli Þorgeir. Gísli Þorgeir var rosalegur í fyrri hálfleik og Selfyssingar réðu ekkert við hann. Bara ekki neitt. Hann skoraði átta mörk í fyrri hálfleik og dældi út öðru eins af stoðsendingum. Ágúst Elí Björgvinsson var einnig að verja vel í markinu en munurinn var einungis tvö mörk, 17-15, og galopinn síðari hálfleikur framundan þrátt fyrir að Selfyssingar hafi ekki fengið neina markvörslu í fyrri hálfleik. Gífurlegur hraði var í síðari hálfleik og mörkunum rigndi. Gísli hélt uppteknum hætti en Selfyssingar fundu leiðir framhjá Ágústi í markinu, mestan hluta síðari hálfleiks. FH náði mest fimm marka forystu í síðari hálfleik og missti þetta ekki niður í nema tvö mörk. Þeir unnu svo að lokum verðskuldaðan fjögurra marka sigur, 37-33, eftir nokkra pressu frá Selfyssingum undir lokin.Afhverju vann FH? Stórkostlegur sóknarleikur og góð markvarsla í fyrri hálfleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson var stórkostlegur og sóknarleikur FH gekk mjög vel gegn öllum þeim varnarafbrigðum Selfyssinga sem eru fjölmörg. Seiglusigur hjá FH sem sýndu styr sinn.Hverjir stóðu upp úr? Gísli Þorgeir Kristjánsson. Skoraði þrettán mörk og var með níu aðrar stoðsendingar. Kom að 60% marka FH. Stórkostlegur þessi ungi drengur. Ágúst Elí varði vel í markinu og það sér í lagi í fyrri hálfleik þar sem hann lokaði búrinu. Einar Sverrisson og Teitur Örn Einarsson voru í sérflokki hjá Selfyssingum en þeir báru upp sóknarleikinn allan leikinn.Hvað gekk illa? Fimm varðir boltar hjá Selfoss gegn rúmlega fimmtán boltum FH. Þar liggur hundurinn grafinn. Skelfileg markvarsla hjá gestunum og í raun lygilegt hversu lengi þeir héldu sér inn í leiknum með enga markvörslu. Varnarleikur beggja liða getur vso tekið framförum fyrir næsta leik.Hvað gerist næst? Þriðji leikur liðanna fer fram á Selfossi á þriðjudaginn.Halldór: Hugsa að ég sofi betur en síðast „Það gefst ekki mikill tími á milli leikja en strákarnir tóku það sem við fórum yfir á myndbandsfundum og á parketinu. Strákarnir voru klárir og við vissum að við þyrftum að fá eitthvað nýtt inn í dag og ég er ánægður með það,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í leikslok. „Ágúst Elí var frábær. Hann datt aðeins niður í seinni en kom svo aftur inn og tók mikilvægu bolta. Þetta skiptir gífurlega miklu máli í svona einvígi að vera með markvörslu. Við þurfum á honum að halda og hann þarf að sýna að hann geti þetta svo vel.” „Við vorum búnir að fara vel yfir varnarleiknum. Á Selfossi spiluðum við ágætis vörn lengstum en duttum niður. Það sem gerðist ekki í dag er að við missum ekki agressvíleikinn. Við vorum alltaf ákafir og auðvitað koma á okkur mörk enda Selfoss með frábært sóknarlið.” „Við þurftum að halda og að standa fyrstu árásina og gerðum það. Nú er 1-1 og þessi leikur er búinn. Nú þurfum við að taka sem mest gott úr þessu og reyna að laga það sem við getum lagað.” „Ég hugsa að ég sofi betur en síðast. Þetta eru íþróttirnar. Það eru stórkostleg forréttindi að vera á þessum stað og maður þarf að nýta það til hins ítrasta,” sagði Halldór Jóhann.Patrekur: Gísli sýndi afhverju hann er að fara til Kiel „FH-ingar voru mjög sterkir. Við réðum ekki við Gísla í sjö á sex og hann sýndi afhverju hann er að fara til Kiel. Hann var frábær í dag,” sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í leikslok. „Við áttum í erfiðleikum með það þegar við þurftum að bakka niður. Við erum með tvo bolta varða í fyrri hálfleik og þeir eru með tólf, þrettán. Við vorum samt bara 17-15 undir í hálfleik.” „Það voru of margir hjá mér sem náðu ekki sínum besta leik. Auðvitað missum við Árna út, hann reyndi en það vantaði fleiri með. Við hefðum þurft að fá betri leik frá fleiri mönnum, það er klárt.” „Þetta eru ungir strákar. Elvar er frábær leikmaður og ég hef svo mikla trú á honum að hann þarf að sýna í þessum leikjum úr hverju hann er gerður. Ég veit það og hann vill það. Við finnum út úr því. Hann og fleiri geta meira.” „Til þess að vinna hér í Kaplakrika þarf heildinn að vera sterk. Við erum að fá 37 mörk á okkur en við tökum ekki það að FH-ingum að þeir voru sterkir. Við hrósum þeim fyrir það.” Olís-deild karla
FH er búið að jafna metin gegn Selfoss í undanúrslitarimmunni um sæti í úrslitarimmunni í Olís-deild karla. FH jafnaði metin með 37-33. Gísli Þorgeir Kristjánsson var rosalegur. Ögn meiri kraftur var í liði FH framan af en ólseigt lið Selfyssinga var aldrei langt undan. FH náði þriggja marka forskoti mest í fyrri hálfleik og þar fremstur í flokki var Gísli Þorgeir. Gísli Þorgeir var rosalegur í fyrri hálfleik og Selfyssingar réðu ekkert við hann. Bara ekki neitt. Hann skoraði átta mörk í fyrri hálfleik og dældi út öðru eins af stoðsendingum. Ágúst Elí Björgvinsson var einnig að verja vel í markinu en munurinn var einungis tvö mörk, 17-15, og galopinn síðari hálfleikur framundan þrátt fyrir að Selfyssingar hafi ekki fengið neina markvörslu í fyrri hálfleik. Gífurlegur hraði var í síðari hálfleik og mörkunum rigndi. Gísli hélt uppteknum hætti en Selfyssingar fundu leiðir framhjá Ágústi í markinu, mestan hluta síðari hálfleiks. FH náði mest fimm marka forystu í síðari hálfleik og missti þetta ekki niður í nema tvö mörk. Þeir unnu svo að lokum verðskuldaðan fjögurra marka sigur, 37-33, eftir nokkra pressu frá Selfyssingum undir lokin.Afhverju vann FH? Stórkostlegur sóknarleikur og góð markvarsla í fyrri hálfleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson var stórkostlegur og sóknarleikur FH gekk mjög vel gegn öllum þeim varnarafbrigðum Selfyssinga sem eru fjölmörg. Seiglusigur hjá FH sem sýndu styr sinn.Hverjir stóðu upp úr? Gísli Þorgeir Kristjánsson. Skoraði þrettán mörk og var með níu aðrar stoðsendingar. Kom að 60% marka FH. Stórkostlegur þessi ungi drengur. Ágúst Elí varði vel í markinu og það sér í lagi í fyrri hálfleik þar sem hann lokaði búrinu. Einar Sverrisson og Teitur Örn Einarsson voru í sérflokki hjá Selfyssingum en þeir báru upp sóknarleikinn allan leikinn.Hvað gekk illa? Fimm varðir boltar hjá Selfoss gegn rúmlega fimmtán boltum FH. Þar liggur hundurinn grafinn. Skelfileg markvarsla hjá gestunum og í raun lygilegt hversu lengi þeir héldu sér inn í leiknum með enga markvörslu. Varnarleikur beggja liða getur vso tekið framförum fyrir næsta leik.Hvað gerist næst? Þriðji leikur liðanna fer fram á Selfossi á þriðjudaginn.Halldór: Hugsa að ég sofi betur en síðast „Það gefst ekki mikill tími á milli leikja en strákarnir tóku það sem við fórum yfir á myndbandsfundum og á parketinu. Strákarnir voru klárir og við vissum að við þyrftum að fá eitthvað nýtt inn í dag og ég er ánægður með það,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í leikslok. „Ágúst Elí var frábær. Hann datt aðeins niður í seinni en kom svo aftur inn og tók mikilvægu bolta. Þetta skiptir gífurlega miklu máli í svona einvígi að vera með markvörslu. Við þurfum á honum að halda og hann þarf að sýna að hann geti þetta svo vel.” „Við vorum búnir að fara vel yfir varnarleiknum. Á Selfossi spiluðum við ágætis vörn lengstum en duttum niður. Það sem gerðist ekki í dag er að við missum ekki agressvíleikinn. Við vorum alltaf ákafir og auðvitað koma á okkur mörk enda Selfoss með frábært sóknarlið.” „Við þurftum að halda og að standa fyrstu árásina og gerðum það. Nú er 1-1 og þessi leikur er búinn. Nú þurfum við að taka sem mest gott úr þessu og reyna að laga það sem við getum lagað.” „Ég hugsa að ég sofi betur en síðast. Þetta eru íþróttirnar. Það eru stórkostleg forréttindi að vera á þessum stað og maður þarf að nýta það til hins ítrasta,” sagði Halldór Jóhann.Patrekur: Gísli sýndi afhverju hann er að fara til Kiel „FH-ingar voru mjög sterkir. Við réðum ekki við Gísla í sjö á sex og hann sýndi afhverju hann er að fara til Kiel. Hann var frábær í dag,” sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í leikslok. „Við áttum í erfiðleikum með það þegar við þurftum að bakka niður. Við erum með tvo bolta varða í fyrri hálfleik og þeir eru með tólf, þrettán. Við vorum samt bara 17-15 undir í hálfleik.” „Það voru of margir hjá mér sem náðu ekki sínum besta leik. Auðvitað missum við Árna út, hann reyndi en það vantaði fleiri með. Við hefðum þurft að fá betri leik frá fleiri mönnum, það er klárt.” „Þetta eru ungir strákar. Elvar er frábær leikmaður og ég hef svo mikla trú á honum að hann þarf að sýna í þessum leikjum úr hverju hann er gerður. Ég veit það og hann vill það. Við finnum út úr því. Hann og fleiri geta meira.” „Til þess að vinna hér í Kaplakrika þarf heildinn að vera sterk. Við erum að fá 37 mörk á okkur en við tökum ekki það að FH-ingum að þeir voru sterkir. Við hrósum þeim fyrir það.”
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti