Segir aukin útgjöld í samgöngumál löngu tímabær Sylvía Hall skrifar 28. apríl 2018 16:43 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngumálaráðherra, segir þörfina fyrir meira fé í samgöngumál hafa legið fyrir lengi en málaflokkurinn hafi orðið undir í forgangsröðun síðastliðin ár. Nýlega var ákveðið að bæta fjórum milljörðum í viðhald vega, en upphaflega voru átta milljarðar áætlaðir í verkefnið. Þetta kom fram í Víglínunni í dag. Hann segir að frá 2010 hafi allt of lítið verið sett í málaflokkinn og það sé að koma í bakið á okkur núna. Frestun á viðhaldi og aukning umferðar hafi ollið því að ástand vega hafi farið versnandi og erfiður vetur í ár hafi aðeins gert vont ástand verra. Margir vegir hafi skemmst mun fyrr en áætlað var og ekki hægt að fresta framkvæmdum þar sem umferðaröryggi sé í húfi. Sigurður Ingi segir verkefnið mikilvægt fyrir allt landið og að aukin útgjöld ríkisstjórnarinnar í málaflokkinn snerti öll sveitarfélög landsins. Sums staðar þurfi að ráðast í nýframkvæmdir á vegum og nefnir að fjárlaganefnd hafi samþykkt viðbótarútgjöld í Grindavíkurveg síðastliðið haust, en það komi til með að hjálpa ef ákveðið verður að ráðast í breikkun vegarins. Í Borgarfirði eystri verði hægt að hafa vegaframkvæmdir samhliða lagningu ljósleiðara og rafmagnsstrengs í veglínuna. Næsti áfangi í vegamálum verði næstu þrjú ár þar sem áætlað er að setja 16,5 milljarða aukalega í samgöngumál og að á næstu fimm árum megi búast við allt að 250 milljörðum í málaflokkinn.Seinkun skólatíma myndi mögulega leysa umferðarvandann Sigurður Ingi segir ríkisstjórnina vera tilbúna til samtals við sveitarfélögin um framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, en ólík sjónarmið séu uppi í komandi sveitastjórnarkosningum og því ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en niðurstaða kosninga sé ljós. Aðspurður um þá hugmynd að setja Miklubraut í stokk segist hann vera opinn fyrir því að ræða hugmyndina, en ódýrari leiðir séu fyrir hendi. Hann segir umferðarvandann mun minni þegar námsmenn séu í prófum og því ástæða til að athuga hvort hægt væri að skóladagurinn byrjaði seinna áður en farið væri í kostnaðarsamar framkvæmdir. „Við sjáum það bara núna þegar framhaldsskólarnir og háskólarnir eru í prófum, þá er enginn tappi. Og er ekki verið að tala um að unga fólkið okkar þurfi að sofa meira og sumir hafa talað um að færa klukkuna, væri ekki bara ráð að framhaldsskólarnir byrjuðu bara klukkutíma síðar?" Hann tekur undir hugmyndir Framsóknarflokksins í Reykjavík að gera almenningssamgöngur fríar í von um að fólk nýti sér þær í auknum mæli og nefnir þar Akureyri sem dæmi, en þar hefur verið frítt í Strætó frá árinu 2007. Mikilvægt sé að horfa til skynsamra lausna til að takast á við umferðarvandann en mögulega þurfi líka að fara í framkvæmdir á dýrum mannvirkjum. Borgarfjörður eystri Víglínan Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngumálaráðherra, segir þörfina fyrir meira fé í samgöngumál hafa legið fyrir lengi en málaflokkurinn hafi orðið undir í forgangsröðun síðastliðin ár. Nýlega var ákveðið að bæta fjórum milljörðum í viðhald vega, en upphaflega voru átta milljarðar áætlaðir í verkefnið. Þetta kom fram í Víglínunni í dag. Hann segir að frá 2010 hafi allt of lítið verið sett í málaflokkinn og það sé að koma í bakið á okkur núna. Frestun á viðhaldi og aukning umferðar hafi ollið því að ástand vega hafi farið versnandi og erfiður vetur í ár hafi aðeins gert vont ástand verra. Margir vegir hafi skemmst mun fyrr en áætlað var og ekki hægt að fresta framkvæmdum þar sem umferðaröryggi sé í húfi. Sigurður Ingi segir verkefnið mikilvægt fyrir allt landið og að aukin útgjöld ríkisstjórnarinnar í málaflokkinn snerti öll sveitarfélög landsins. Sums staðar þurfi að ráðast í nýframkvæmdir á vegum og nefnir að fjárlaganefnd hafi samþykkt viðbótarútgjöld í Grindavíkurveg síðastliðið haust, en það komi til með að hjálpa ef ákveðið verður að ráðast í breikkun vegarins. Í Borgarfirði eystri verði hægt að hafa vegaframkvæmdir samhliða lagningu ljósleiðara og rafmagnsstrengs í veglínuna. Næsti áfangi í vegamálum verði næstu þrjú ár þar sem áætlað er að setja 16,5 milljarða aukalega í samgöngumál og að á næstu fimm árum megi búast við allt að 250 milljörðum í málaflokkinn.Seinkun skólatíma myndi mögulega leysa umferðarvandann Sigurður Ingi segir ríkisstjórnina vera tilbúna til samtals við sveitarfélögin um framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, en ólík sjónarmið séu uppi í komandi sveitastjórnarkosningum og því ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en niðurstaða kosninga sé ljós. Aðspurður um þá hugmynd að setja Miklubraut í stokk segist hann vera opinn fyrir því að ræða hugmyndina, en ódýrari leiðir séu fyrir hendi. Hann segir umferðarvandann mun minni þegar námsmenn séu í prófum og því ástæða til að athuga hvort hægt væri að skóladagurinn byrjaði seinna áður en farið væri í kostnaðarsamar framkvæmdir. „Við sjáum það bara núna þegar framhaldsskólarnir og háskólarnir eru í prófum, þá er enginn tappi. Og er ekki verið að tala um að unga fólkið okkar þurfi að sofa meira og sumir hafa talað um að færa klukkuna, væri ekki bara ráð að framhaldsskólarnir byrjuðu bara klukkutíma síðar?" Hann tekur undir hugmyndir Framsóknarflokksins í Reykjavík að gera almenningssamgöngur fríar í von um að fólk nýti sér þær í auknum mæli og nefnir þar Akureyri sem dæmi, en þar hefur verið frítt í Strætó frá árinu 2007. Mikilvægt sé að horfa til skynsamra lausna til að takast á við umferðarvandann en mögulega þurfi líka að fara í framkvæmdir á dýrum mannvirkjum.
Borgarfjörður eystri Víglínan Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira