Merkel heimsótti Trump Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 23:45 Leiðtogarnir tveir, Angela Merkel og Donald Trump, á blaðamannafundi. Visir / AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Washington í opinbera heimsókn þar sem hún fundaði með Trump Bandaríkjaforseta. Vel virtist fara á með leiðtogunum tveimur en Trump kyssti Merkel á báðar kinnar þegar hún kom til Hvíta hússins í dag. „Í raun hefur samband okkar verið frábært frá upphafi, það er bara sumt fólk sem skilur það ekki,“ sagði Donald Trump við blaðamenn. „Við tvö skiljum það hins vegar, og það er það sem skipir máli.“ „Ég vil dýpka samband okkar enn frekar og hlakka til þeirra góðu viðræðna sem við munum eiga í dag,“ sagði Angela Merkel. Í myndatöku á skrifstofu forsetans pössuðu leiðtogarnir að takast tvisvar í hendur til að koma í veg fyrir álíka uppákomu og varð í fyrra þegar Merkel heimsótti Trump og ekki mátti betur sjá en að Trump hefði hunsað boð hennar um þau tækjust í hendur. Emmanuel Macron kom einnig í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna nú í vikunni. Samkvæmt heimildum stilltu Merkel og Macron saman strengi fyrir Bandaríkjaferðir sínar og ræddu saman um í hvaða málum þau vildu beita Trump þrýstingi. Ýmsar yfirlýsingar Trump hafa valdið titringi meðal bandamanna, svo sem yfirlýsingar hans um að segja upp kjarnorkusamningi við Íran og hótanir hans um að setja upp tollamúra. Bæði gengur í berhögg við stefnu Merkel og Macron sem vilja friðsamlegar lausnir í alþjóðadeilum og frjáls alþjóðaviðskipti. Merkel vildi lítið gefa upp um árangur viðræðna þeirra á blaðamannafundi sem var að haldinn að viðræðunum loknum. „Forsetinn verður að ákveða þetta. Það er nokkuð ljóst,“ sagði Merkel. Ekki lítur því út fyrir að Merkel hafi náð að sannfæra Trump um að láta af áætlunum sínum um að rifta kjarnorkusamningnum við Íran og að leggja aukna tolla á ál og stál frá Evrópusambandinu. Að óbreyttu munu tollarnir hækka þann 1. maí. Á ýmsu hefur gengið í samskiptum Trump og Merkel á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að Trump tók við embætti. Eitt sinn liðu fimm mánuðir án þess að leiðtogarnir tveir töluðust við. Slíkt er mikil breyting frá embættistíð Obama, fyrrum forseta Bandaríkjanna, en í tíð hans var Þýskaland nánasti bandamaður Bandaríkjanna í Evrópu. Athygli hefur vakið hve lítill íburður hefur verið yfir móttökunum sem Merkel hefur fengið í samanburði við móttökurnar sem Macron Frakklandsforseti fékk fyrr í vikunni. Macron fékk margra klukkustunda viðræður með Trump, tvo kvöldverði með Trump og forsetafrúnni og ferð á óperusýningu. Merkel virðist hinsvegar aðeins ætla að fá hádegismat og síðdegisfund. Þær fálegu móttökur sem Merkel fékk eiga að skýrast að hluta af því góða sambandi sem Merkel og Obama áttu. Trump á að sjá hana sem of tengda Obama, á meðan að Macron sé nær því að vera óskrifað blað. Trumps staðsetti sjálfan sig í skýrri andstöðu við Obama allt frá því að Obama byrjaði að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins.CNN greinir frá. Donald Trump Tengdar fréttir Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Á meðan hann ræddi um sérstakt samband sitt við forseta Frakklands sagðist Trump ætla að þurrka af honum svolitla flösu. 24. apríl 2018 15:49 Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Auk þess að hvetja Bandaríkin til að ganga aftur inn í Parísarsamninginn hafnaði franski forsetinn þjóðernis- og einangrunarhyggju. 25. apríl 2018 16:50 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Washington í opinbera heimsókn þar sem hún fundaði með Trump Bandaríkjaforseta. Vel virtist fara á með leiðtogunum tveimur en Trump kyssti Merkel á báðar kinnar þegar hún kom til Hvíta hússins í dag. „Í raun hefur samband okkar verið frábært frá upphafi, það er bara sumt fólk sem skilur það ekki,“ sagði Donald Trump við blaðamenn. „Við tvö skiljum það hins vegar, og það er það sem skipir máli.“ „Ég vil dýpka samband okkar enn frekar og hlakka til þeirra góðu viðræðna sem við munum eiga í dag,“ sagði Angela Merkel. Í myndatöku á skrifstofu forsetans pössuðu leiðtogarnir að takast tvisvar í hendur til að koma í veg fyrir álíka uppákomu og varð í fyrra þegar Merkel heimsótti Trump og ekki mátti betur sjá en að Trump hefði hunsað boð hennar um þau tækjust í hendur. Emmanuel Macron kom einnig í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna nú í vikunni. Samkvæmt heimildum stilltu Merkel og Macron saman strengi fyrir Bandaríkjaferðir sínar og ræddu saman um í hvaða málum þau vildu beita Trump þrýstingi. Ýmsar yfirlýsingar Trump hafa valdið titringi meðal bandamanna, svo sem yfirlýsingar hans um að segja upp kjarnorkusamningi við Íran og hótanir hans um að setja upp tollamúra. Bæði gengur í berhögg við stefnu Merkel og Macron sem vilja friðsamlegar lausnir í alþjóðadeilum og frjáls alþjóðaviðskipti. Merkel vildi lítið gefa upp um árangur viðræðna þeirra á blaðamannafundi sem var að haldinn að viðræðunum loknum. „Forsetinn verður að ákveða þetta. Það er nokkuð ljóst,“ sagði Merkel. Ekki lítur því út fyrir að Merkel hafi náð að sannfæra Trump um að láta af áætlunum sínum um að rifta kjarnorkusamningnum við Íran og að leggja aukna tolla á ál og stál frá Evrópusambandinu. Að óbreyttu munu tollarnir hækka þann 1. maí. Á ýmsu hefur gengið í samskiptum Trump og Merkel á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að Trump tók við embætti. Eitt sinn liðu fimm mánuðir án þess að leiðtogarnir tveir töluðust við. Slíkt er mikil breyting frá embættistíð Obama, fyrrum forseta Bandaríkjanna, en í tíð hans var Þýskaland nánasti bandamaður Bandaríkjanna í Evrópu. Athygli hefur vakið hve lítill íburður hefur verið yfir móttökunum sem Merkel hefur fengið í samanburði við móttökurnar sem Macron Frakklandsforseti fékk fyrr í vikunni. Macron fékk margra klukkustunda viðræður með Trump, tvo kvöldverði með Trump og forsetafrúnni og ferð á óperusýningu. Merkel virðist hinsvegar aðeins ætla að fá hádegismat og síðdegisfund. Þær fálegu móttökur sem Merkel fékk eiga að skýrast að hluta af því góða sambandi sem Merkel og Obama áttu. Trump á að sjá hana sem of tengda Obama, á meðan að Macron sé nær því að vera óskrifað blað. Trumps staðsetti sjálfan sig í skýrri andstöðu við Obama allt frá því að Obama byrjaði að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins.CNN greinir frá.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Á meðan hann ræddi um sérstakt samband sitt við forseta Frakklands sagðist Trump ætla að þurrka af honum svolitla flösu. 24. apríl 2018 15:49 Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Auk þess að hvetja Bandaríkin til að ganga aftur inn í Parísarsamninginn hafnaði franski forsetinn þjóðernis- og einangrunarhyggju. 25. apríl 2018 16:50 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Á meðan hann ræddi um sérstakt samband sitt við forseta Frakklands sagðist Trump ætla að þurrka af honum svolitla flösu. 24. apríl 2018 15:49
Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Auk þess að hvetja Bandaríkin til að ganga aftur inn í Parísarsamninginn hafnaði franski forsetinn þjóðernis- og einangrunarhyggju. 25. apríl 2018 16:50
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02