Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna.
„Ég hélt við værum að taka stigið, en þetta var frekar súrt,“ sagði Pálmi eftir leikinn.
„Ég held þetta hafi ekki verið leiðinlegt fyrir áhorfendur, fengu nokkur mörk og við komum ekki síðri inn í leikinn. Við vorum hérna í fyrra og réðum leiknum en töpuðum samt. Þetta er bara klaufaskapur hjá okkur þetta fyrsta mark, við vorum búnir að loka á þá en gerum ein mistök og þeir setja eitt mark.“
Miðað við umræðuna síðustu daga mátti halda að Valur myndi taka yfirburðasigur í öllum leikjum, svo mikið var talað um yfirburði þeirra í þessari deild. KR-ingar gáfu þeim samt leik í dag.
„Við erum KR, sko. Við vorum ekki að fara að koma hingað og skíttapa. Auðvitað gáfum við þeim leik.“
„Þetta var bara sorglegt að gefa öllum þessum áhorfendum ekki neitt til þess að taka með. Frábær mæting og ég vona svo innilega að þetta haldi áfram í sumar, við komum tvíefldir til leiks í næsta leik,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ
Handbolti



„Ég er 100% pirraður“
Enski boltinn

Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti?
Íslenski boltinn



„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn
