„Mestu skiptir að þjónustan hefur nú verið tryggð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2018 22:14 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Fréttablaðið/Eyþór Samningar tókust í kvöld milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstæðra ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Endurskoðaður rammasamningur um þjónustuna hefur verið undirritaður af samningsaðilum og staðfestur af heilbrigðisráðherra, samkvæmt upplýsingum frá vellferðarráðuneytinu. Eins og kom fram á Vísi í kvöld tekur samningurinn gildi strax. Ljósmæður sem veitt hafa þjónustu á grundvelli rammasamnings munu hefja störf nú þegar. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og lauk um klukkan átta í kvöld. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikinn létti að búið sé að semja um þessa mikilvægu þjónustu og ná lendingu sem hún telji að allir geti vel við unað. „Mestu skiptir að þjónustan hefur nú verið tryggð. Af hálfu ríkisins var viðurkennt að leggja þyrfti meira fé inn í samninginn og samningsaðilar urðu ásáttir um ákveðnar breytingar til að styrkja umgjörð þjónustunnar.“ Þrátt fyrir að samningar hafi náðst í kvöld er ekki búist við því að álagið á sængurkvennadeild Landspítalans léttist fyrr en í fyrramálið. Samningurinn var undirritaður í ráðuneytinu núna í kvöld en ekki allir sem dvelja á deildinni tilbúnir að æða strax af stað heim. Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu munu flestar hefja aftur störf nú í kvöld eða á morgun. Samningurinn sem skrifað var undir í kvöld gildir til 31. janúar 2019 og heimilt er að framlengja hann tvisvar um eitt ár í senn að undangenginni úttekt á framkvæmd hans. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35 Ljósmæður búnar að semja við Sjúkratryggingar Íslands Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu hafa skrifað undir samning við Sjúkratryggingar Íslands. 27. apríl 2018 20:10 Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Samningar tókust í kvöld milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstæðra ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Endurskoðaður rammasamningur um þjónustuna hefur verið undirritaður af samningsaðilum og staðfestur af heilbrigðisráðherra, samkvæmt upplýsingum frá vellferðarráðuneytinu. Eins og kom fram á Vísi í kvöld tekur samningurinn gildi strax. Ljósmæður sem veitt hafa þjónustu á grundvelli rammasamnings munu hefja störf nú þegar. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og lauk um klukkan átta í kvöld. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikinn létti að búið sé að semja um þessa mikilvægu þjónustu og ná lendingu sem hún telji að allir geti vel við unað. „Mestu skiptir að þjónustan hefur nú verið tryggð. Af hálfu ríkisins var viðurkennt að leggja þyrfti meira fé inn í samninginn og samningsaðilar urðu ásáttir um ákveðnar breytingar til að styrkja umgjörð þjónustunnar.“ Þrátt fyrir að samningar hafi náðst í kvöld er ekki búist við því að álagið á sængurkvennadeild Landspítalans léttist fyrr en í fyrramálið. Samningurinn var undirritaður í ráðuneytinu núna í kvöld en ekki allir sem dvelja á deildinni tilbúnir að æða strax af stað heim. Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu munu flestar hefja aftur störf nú í kvöld eða á morgun. Samningurinn sem skrifað var undir í kvöld gildir til 31. janúar 2019 og heimilt er að framlengja hann tvisvar um eitt ár í senn að undangenginni úttekt á framkvæmd hans.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35 Ljósmæður búnar að semja við Sjúkratryggingar Íslands Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu hafa skrifað undir samning við Sjúkratryggingar Íslands. 27. apríl 2018 20:10 Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35
Ljósmæður búnar að semja við Sjúkratryggingar Íslands Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu hafa skrifað undir samning við Sjúkratryggingar Íslands. 27. apríl 2018 20:10
Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05