KR-ingar minna á yfirburði sína í íslenskum fótbolta fyrir stórleikinn í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2018 16:00 Óskar Örn Hauksson og félagar fara af stað gegn Val í kvöld. Vísir/stefán Pepsi-deildin 2018 fer af stað í kvöld með tveimur leikjum en stórleikur fyrstu umferðar er stórveldaslagur Vals og KR sem fram fer á Hlíðarenda í kvöld klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30. Valsmönnum er spáð sigri á Íslandsmótinu af nánast öllum og kemur KR því sem litla liðið og rúmlega það til leiks í kvöld. Miðað við spár kæmi engum á óvart ef KR næði ekki Evrópusæti þrátt fyrir endurkomu Rúnars Kristinssonar. Twitter-reikningur KR-inga hefur hitað upp fyrir Pepsi-deildina með skemmtilegri niðurtalningu þar sem tölur eru settar í sögulegt samhengi. Eins og þegar að fjórir dagar voru í mót kom það fram að þrír leikmenn hafa skorað fjögur Evrópumörk fyrir KR.4 dagar þar til @Pepsideildin byrjarÞrír leikmenn hafa skorað akkúrat 4 mörk fyrir KR í Evrópukeppni: Einar Þór Daníelsson, Ríkharður Daðason og Mihajlo Bibercic pic.twitter.com/mwaezqkdfS— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2018 Gærdagurinn og dagurinn í dag var meira notaður til að minna KR-inga á að þrátt fyrir að umtalið sé þannig að KR eigi ekki séns í kvöld og verði ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sumar er þetta stærsta og sigursælasta félag landsins. Í gær, þegar að einn dagur var í mótið, var einfaldlega sagt að KR ætti heima í fyrsta sæti og númer eitt væri þar sem KR myndi enda í sumar. Í dag, þegar 0 dagar eru í mót, voru önnur lið minnt á það að það er einmitt fjöldi liða sem hefur unnið fleiri titla en KR í sögunni. KR á að baki 26 Íslandsmeistaratitla og fjórtán bikarmeistaratitla. Eins og segir í lagi KR-inga sem sungið er í stúkunni: „Unnið titilinn oftast, bikarinn oftast, oftar en allir aðrir!“0 dagar þar til @Pepsideildin byrjar0 - Fjöldi íslenskra knattspyrnuliða sem eru sigursælli, farsælli, vinsælli og eldri en @KRreykjavik. Mætum á völlinn í sumar og skrifum saman nýjasta kaflann í glæstri sögu KR #allirsemeinn pic.twitter.com/MmjRYWdwEe— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 27, 2018 1 dagur í að @Pepsideildin byrji1 - er númerið á sætinu sem @KRreykjavik á heima í, og mun enda í sumarið 2018 #allirsemeinn #unniðbikarinnoftastdeildinaoftast pic.twitter.com/zUevZyuvH0— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 26, 2018 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Pepsi-deildin 2018 fer af stað í kvöld með tveimur leikjum en stórleikur fyrstu umferðar er stórveldaslagur Vals og KR sem fram fer á Hlíðarenda í kvöld klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30. Valsmönnum er spáð sigri á Íslandsmótinu af nánast öllum og kemur KR því sem litla liðið og rúmlega það til leiks í kvöld. Miðað við spár kæmi engum á óvart ef KR næði ekki Evrópusæti þrátt fyrir endurkomu Rúnars Kristinssonar. Twitter-reikningur KR-inga hefur hitað upp fyrir Pepsi-deildina með skemmtilegri niðurtalningu þar sem tölur eru settar í sögulegt samhengi. Eins og þegar að fjórir dagar voru í mót kom það fram að þrír leikmenn hafa skorað fjögur Evrópumörk fyrir KR.4 dagar þar til @Pepsideildin byrjarÞrír leikmenn hafa skorað akkúrat 4 mörk fyrir KR í Evrópukeppni: Einar Þór Daníelsson, Ríkharður Daðason og Mihajlo Bibercic pic.twitter.com/mwaezqkdfS— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2018 Gærdagurinn og dagurinn í dag var meira notaður til að minna KR-inga á að þrátt fyrir að umtalið sé þannig að KR eigi ekki séns í kvöld og verði ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sumar er þetta stærsta og sigursælasta félag landsins. Í gær, þegar að einn dagur var í mótið, var einfaldlega sagt að KR ætti heima í fyrsta sæti og númer eitt væri þar sem KR myndi enda í sumar. Í dag, þegar 0 dagar eru í mót, voru önnur lið minnt á það að það er einmitt fjöldi liða sem hefur unnið fleiri titla en KR í sögunni. KR á að baki 26 Íslandsmeistaratitla og fjórtán bikarmeistaratitla. Eins og segir í lagi KR-inga sem sungið er í stúkunni: „Unnið titilinn oftast, bikarinn oftast, oftar en allir aðrir!“0 dagar þar til @Pepsideildin byrjar0 - Fjöldi íslenskra knattspyrnuliða sem eru sigursælli, farsælli, vinsælli og eldri en @KRreykjavik. Mætum á völlinn í sumar og skrifum saman nýjasta kaflann í glæstri sögu KR #allirsemeinn pic.twitter.com/MmjRYWdwEe— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 27, 2018 1 dagur í að @Pepsideildin byrji1 - er númerið á sætinu sem @KRreykjavik á heima í, og mun enda í sumarið 2018 #allirsemeinn #unniðbikarinnoftastdeildinaoftast pic.twitter.com/zUevZyuvH0— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 26, 2018
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00