Hildur Guðnadóttir tónskáld og sellóleikari hlaut verðlaun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Peking nú á dögunum. Hollywood reporter greinir frá þessu. Hildur hlaut verðlaunin fyrir tónlist sína sem hún samdi fyrir myndina Journey‘s End en Paul Bettany fékk einnig verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Hildur samdi einnig tónlistina fyrir myndina Sicario sem kom út árið 2015 og The Revenant sem kom út sama ár.
Hildur endurútsetti lag eftir Jóhann Jóhannsson á nýjustu plötunni hans; Englabörn & Variations en platan kom út skömmu eftir dauða Jóhanns.
Hildur spilar með hljómsveitinni Múm en hefur einnig unnið að eigin efni og hlotið tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunana fyrir tónlist sína.
Trailerinn fyrir myndina Journey's End má sjá hér að neðan.
