Halldór: Hvað hefði verið hægt að gefa mörg svona rauð spjöld í vetur? Gabríel Sighvatsson skrifar 25. apríl 2018 22:22 Halldór Jóhann á hliðarlínunni fyrr í vetur. vísir/eyþór „Þetta var frábær leikur fyrir áhorfendur, fullt hús. Gríðarlega skemmtilegt en auðvitað súrt að ná ekki að landa þessu, vorum með leikinn í höndunum og gátum klárað leikinn í síðustu sókninni.“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir að FH tapaði í framlengdum leik fyrir Selfoss í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik og það hafði áhrif á FH. „Það er dýrt að miss Gísla út úr leiknum og að enda í svona löngum leik. Við erum rétt að fá menn út úr meiðslum, Ísak gat bara spilað vörn, Jóhann Birgir búinn að vera meiddur og Ágúst Birgir enn smá meiddur." „Vonandi getum við notað þá eitthvað í þessu einvígi og hópurinn þynnist þannig og þetta verður erfiðara þegar komið er svona langt inn í leikinn. Mér finnst við samt gefa alltof mikið eftir.“ Halldóri fannst dómgæslan í heild ekki vera nógu góð heldur. „Allt í einu kom þessi lína núna, ég skil það ekki. Hvað væri hægt að gefa mörg svona rauð spjöld í vetur, ég átta mig ekki alveg á því. Hvað þá með þegar Jóhann Birgir er hamraður í seinni hálfleik í framlengingunni? Við fáum eitt víti og þeir fá 7-8 víti.“ „Þeir spila mjög framarlega og það er margt í þessu sem ég þarf að skoða. Mér fannst litlir hlutir vera vafasamir í kvöld. Það er verið að fara í hliðina og menn eru að taka skot og menn fá ekki neitt." „Það dregur svolítið úr manni tennurnar þegar dregur á leikinn og mér fannst halla svolítið á vítadómana, ég verð að viðurkenna það.“ „Jóhann Birgir kemur og hann er góður handboltamaður, kemur inn og þekkir system-ið okkar og gerir þetta mjög vel. Maður kemur í manns stað en þegar fer að líða á leikinn, þá hefði verið voða gott að hafa Gísla en mér fannst við gefa alltof mikið eftir varnarlega.“ Það var hart barist eins og við var að búast og ætla FH-ingar að gera betur í næsta leik. „Á þetta ekki að vera svona? Þú ert kominn í undanúrslit í Íslandsmóti, þetta á að vera það skemmtilegasta sem þú gerir þannig að auðvitað á þetta að vera svona. Þetta eru tvö frábær lið, við mætum Selfossi aftur á laugardag. „Við þurfum að spila frábæran leik heima til að vinna þá og það er það verkefni sem skiptir mestu máli og við sjáum ekkert lengra en það,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
„Þetta var frábær leikur fyrir áhorfendur, fullt hús. Gríðarlega skemmtilegt en auðvitað súrt að ná ekki að landa þessu, vorum með leikinn í höndunum og gátum klárað leikinn í síðustu sókninni.“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir að FH tapaði í framlengdum leik fyrir Selfoss í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik og það hafði áhrif á FH. „Það er dýrt að miss Gísla út úr leiknum og að enda í svona löngum leik. Við erum rétt að fá menn út úr meiðslum, Ísak gat bara spilað vörn, Jóhann Birgir búinn að vera meiddur og Ágúst Birgir enn smá meiddur." „Vonandi getum við notað þá eitthvað í þessu einvígi og hópurinn þynnist þannig og þetta verður erfiðara þegar komið er svona langt inn í leikinn. Mér finnst við samt gefa alltof mikið eftir.“ Halldóri fannst dómgæslan í heild ekki vera nógu góð heldur. „Allt í einu kom þessi lína núna, ég skil það ekki. Hvað væri hægt að gefa mörg svona rauð spjöld í vetur, ég átta mig ekki alveg á því. Hvað þá með þegar Jóhann Birgir er hamraður í seinni hálfleik í framlengingunni? Við fáum eitt víti og þeir fá 7-8 víti.“ „Þeir spila mjög framarlega og það er margt í þessu sem ég þarf að skoða. Mér fannst litlir hlutir vera vafasamir í kvöld. Það er verið að fara í hliðina og menn eru að taka skot og menn fá ekki neitt." „Það dregur svolítið úr manni tennurnar þegar dregur á leikinn og mér fannst halla svolítið á vítadómana, ég verð að viðurkenna það.“ „Jóhann Birgir kemur og hann er góður handboltamaður, kemur inn og þekkir system-ið okkar og gerir þetta mjög vel. Maður kemur í manns stað en þegar fer að líða á leikinn, þá hefði verið voða gott að hafa Gísla en mér fannst við gefa alltof mikið eftir varnarlega.“ Það var hart barist eins og við var að búast og ætla FH-ingar að gera betur í næsta leik. „Á þetta ekki að vera svona? Þú ert kominn í undanúrslit í Íslandsmóti, þetta á að vera það skemmtilegasta sem þú gerir þannig að auðvitað á þetta að vera svona. Þetta eru tvö frábær lið, við mætum Selfossi aftur á laugardag. „Við þurfum að spila frábæran leik heima til að vinna þá og það er það verkefni sem skiptir mestu máli og við sjáum ekkert lengra en það,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira