Taka fyrir að Björt framtíð sé að líða undir lok Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 25. apríl 2018 21:13 Björt framtíð býður hvergi fram ein undir eigin merkjum í komandi sveitastjórnarkosningum en bæjarfulltrúar sameinast öðrum flokkum víða um land. Formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn þó enn starfandi og að möguleiki á endurkomu sé fyrir hendi. Eins og kunnugt er mun Björt framtíð ekki bjóða fram lista í Reykjavík. Björt framtíð mun eingöngu bjóða fram í Kópavogi í næstu sveitarstjórnarkosningum og það sameiginlegan lista með Viðreisn. Sama hugmynd var uppi á teningnum í Hafnarfirði en að lokum ákvað Björt framtíð að draga sig úr slíku samstarfi. Ýmsir bæjarfulltrúar úr Bjartri framtíð munu þó gefa kost á sér undir merkjum annarra flokka. Til að mynda Garðabæjarlistanum, Frjálsu afli í Reykjanesbæ, lista óháðra í Hveragerði og L-listanum á Akureyri. Flokkurinn mun ekki bjóða fram á Akranesi þar sem einn bæjarfulltrúi hefur verið í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, en gefur ekki kost á sér á ný. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akranesisegir ekki hafa verið grundvöll fyrir framboði enda margir úr hópnum fluttir úr bænum.Er flokkurinn hættur að starfa hér á Akranesi?„Það er ekki búið að gefa út dánarvottorð ennþá og flokkurinn verður til áfram. Vaknar vonandi úr dvala.“Hefurðu áhyggjur af stöðu BF á landsvísu?„Já, svolítið. Verð að játa það. Það er samt kjarni sem er ennþá með eldmóðinn og hugsjónirnar sem lagt var með upp í upphafi og ég hef fulla trú á því að þau haldi áfram en það er spurning hvort Björt framtíð sem stjórnmálaafl komi til með að starfa eða hvort þetta fólk komi sínum verkum á framfæri á öðrum vettvangi.“ Í samtali við fréttastofu tók Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, alveg fyrir að flokkurinn væri að líða undir lok. Hún viðurkenndi að flokkurinn hafi sannarlega verið sterkari, en að enn sé starfandi stjórn og framboð í framtíðinni séu ekki útilokuð. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Björt framtíð býður hvergi fram ein undir eigin merkjum í komandi sveitastjórnarkosningum en bæjarfulltrúar sameinast öðrum flokkum víða um land. Formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn þó enn starfandi og að möguleiki á endurkomu sé fyrir hendi. Eins og kunnugt er mun Björt framtíð ekki bjóða fram lista í Reykjavík. Björt framtíð mun eingöngu bjóða fram í Kópavogi í næstu sveitarstjórnarkosningum og það sameiginlegan lista með Viðreisn. Sama hugmynd var uppi á teningnum í Hafnarfirði en að lokum ákvað Björt framtíð að draga sig úr slíku samstarfi. Ýmsir bæjarfulltrúar úr Bjartri framtíð munu þó gefa kost á sér undir merkjum annarra flokka. Til að mynda Garðabæjarlistanum, Frjálsu afli í Reykjanesbæ, lista óháðra í Hveragerði og L-listanum á Akureyri. Flokkurinn mun ekki bjóða fram á Akranesi þar sem einn bæjarfulltrúi hefur verið í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, en gefur ekki kost á sér á ný. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akranesisegir ekki hafa verið grundvöll fyrir framboði enda margir úr hópnum fluttir úr bænum.Er flokkurinn hættur að starfa hér á Akranesi?„Það er ekki búið að gefa út dánarvottorð ennþá og flokkurinn verður til áfram. Vaknar vonandi úr dvala.“Hefurðu áhyggjur af stöðu BF á landsvísu?„Já, svolítið. Verð að játa það. Það er samt kjarni sem er ennþá með eldmóðinn og hugsjónirnar sem lagt var með upp í upphafi og ég hef fulla trú á því að þau haldi áfram en það er spurning hvort Björt framtíð sem stjórnmálaafl komi til með að starfa eða hvort þetta fólk komi sínum verkum á framfæri á öðrum vettvangi.“ Í samtali við fréttastofu tók Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, alveg fyrir að flokkurinn væri að líða undir lok. Hún viðurkenndi að flokkurinn hafi sannarlega verið sterkari, en að enn sé starfandi stjórn og framboð í framtíðinni séu ekki útilokuð.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira