Vilja lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og hafa leikskóla opna yfir sumartímann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2018 15:05 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni og kynnti stefnumál hans í dag ásamt Pawel Bartoszek í dag. viðreisn Viðreisn kynnti í dag stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Slagorð Viðreisnar í kosningunum er „Einfaldara líf“ og kom fram á kynningarfundi flokksins í dag að hann muni leggja sérstaka áherslu á þrjá lykilmálaflokka, það er skólamál, atvinnumál og velferðarmál. Þá leggur Viðreisn mikla áherslu að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg, þar sé þjónusta við borgarbúa í fyrirrúmi og að borgin sé vel rekin. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek sem skipa 1. og 2. sætið á lista Viðreisnar í Reykjavík kynntu stefnumálin á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins fyrr í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli þeirra var að Viðreisn hyggst hækka framlög til dagforeldra um 50 milljónir króna, byggja upp ungbarnadeildir og hafa sex leikskóla opna yfir sumartímann svo foreldrar í borginni hafi val og þurfi ekki að taka sumarfrí þegar leikskólar loka. Þá vill flokkurinn hækka laun kennara um allt að 100 þúsund krónur og gera skóla Reykjavíkurborgar að eftirsóttum vinnustöðum. Viðreisn vill svo að stjórnsýsla Reykjavíkur verði rafræn að fullu og að ferlið við að senda inn umsóknir, fyrirspurnir og annað verði einfaldað. Í því felist meðal annars að fækka skrefum í stjórnsýslunni. Pawel tók dæmi um að í Reykjavík taki það sautján stjórnsýsluskref að byggja upp vöruskemmu en í Kaupmannahöfn taki það sjö. Viðreisn vill færa Reykjavík nær því. Þá er það á stefnuskrá flokksins að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Þegar kemur að fjármögnun þeirra verkefna sem Viðreisn hyggst ráðast í í Reykjavík fái flokkurinn til þess umboð er meðal annars stefnt að því að selja malbikunarstöðva Höfða og greiða upp skuldir, fækka og sameina ráð hjá borginni auk þess sem gert er ráð fyrir að Reykjavíkur fái tekjur af gistináttagjaldi. Samhliða blaðamannafundinum þar sem stefnan var kynnt var opnuð heimasíða þar sem farið er nánar í stefnumál flokksins í borginni. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00 Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Viðreisn kynnti í dag stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Slagorð Viðreisnar í kosningunum er „Einfaldara líf“ og kom fram á kynningarfundi flokksins í dag að hann muni leggja sérstaka áherslu á þrjá lykilmálaflokka, það er skólamál, atvinnumál og velferðarmál. Þá leggur Viðreisn mikla áherslu að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg, þar sé þjónusta við borgarbúa í fyrirrúmi og að borgin sé vel rekin. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek sem skipa 1. og 2. sætið á lista Viðreisnar í Reykjavík kynntu stefnumálin á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins fyrr í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli þeirra var að Viðreisn hyggst hækka framlög til dagforeldra um 50 milljónir króna, byggja upp ungbarnadeildir og hafa sex leikskóla opna yfir sumartímann svo foreldrar í borginni hafi val og þurfi ekki að taka sumarfrí þegar leikskólar loka. Þá vill flokkurinn hækka laun kennara um allt að 100 þúsund krónur og gera skóla Reykjavíkurborgar að eftirsóttum vinnustöðum. Viðreisn vill svo að stjórnsýsla Reykjavíkur verði rafræn að fullu og að ferlið við að senda inn umsóknir, fyrirspurnir og annað verði einfaldað. Í því felist meðal annars að fækka skrefum í stjórnsýslunni. Pawel tók dæmi um að í Reykjavík taki það sautján stjórnsýsluskref að byggja upp vöruskemmu en í Kaupmannahöfn taki það sjö. Viðreisn vill færa Reykjavík nær því. Þá er það á stefnuskrá flokksins að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Þegar kemur að fjármögnun þeirra verkefna sem Viðreisn hyggst ráðast í í Reykjavík fái flokkurinn til þess umboð er meðal annars stefnt að því að selja malbikunarstöðva Höfða og greiða upp skuldir, fækka og sameina ráð hjá borginni auk þess sem gert er ráð fyrir að Reykjavíkur fái tekjur af gistináttagjaldi. Samhliða blaðamannafundinum þar sem stefnan var kynnt var opnuð heimasíða þar sem farið er nánar í stefnumál flokksins í borginni.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00 Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00
Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00
Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45