Stefnt að því að byggja 550 ný hjúkrunarrými á næstu fimm árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2018 13:30 Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. Mesta þörfin er á höfuðborgarsvæðinu en á sama fundi kynnti borgarstjóri sjö möguleg uppbyggingarsvæði fyrir slík rými. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var haldinn var í Höfða í morgun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir um stórátak að ræða í uppbygginu hjúkrunarrýma en alls verð 550 ný rými byggð og endurbætur gerðar á 240 rýmum. „En áætlunin sem við vorum með fyrir framan okkur gerir ráð fyrir 250 nýjum rýmum en nú erum við að bæta 300 við þannig að við erum komin með 550 rými á þessum tíma fjármálaáætlunarinnar og þar til viðbótar eru rými þar sem farið verður í endurbætur á eldri rýmum þannig að allt í allt erum við að tala um framvæmdir við 70 rými á þessum tíma.“ Hún segir markmiðið í fjármálaáætluninni að fólk þurfi ekki að bíða meira en 90 daga eftir hjúkrunarrými en biðtíminn er nú um 109 dagar. Aðspurð hvað þetta muni kosta segir Svandís að heildarpakkinn muni kosta 26 til 27 milljarða króna. Svandís segir að sveitarfélögin muni taka á sig um 15% af kostnaðinum eða rúmlega fjóra milljarða króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á fundinum sjö möguleg uppbyggingarsvæði fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík. „Sumt er gott að hafa í stórum rekstareiningum, annað kannski í minni. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að finna lóðir og uppbyggingarmöguleika fyrir allar gerðir og viljum nú botna það hratt og vel með ráðuneytinu hver forgangsröðunin er þeim megin og setja sem mest af stað sem hraðast,“ segir Dagur. Fundurinn var upphaf að þriggja daga nýsköpunarvinnustofu þar sem rætt verður um áskoranir í öldrunarþjónustu. Landspítalinn í samvinnu við heilbrigðisráðherra og borgarstjóra standa að fundinum en til samráðs eru fulltrúar Landssambands eldri borgara, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Alzheimersamtökin. Niðurstöður hans verða kynntar á föstudaginn. Heilbrigðismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. Mesta þörfin er á höfuðborgarsvæðinu en á sama fundi kynnti borgarstjóri sjö möguleg uppbyggingarsvæði fyrir slík rými. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var haldinn var í Höfða í morgun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir um stórátak að ræða í uppbygginu hjúkrunarrýma en alls verð 550 ný rými byggð og endurbætur gerðar á 240 rýmum. „En áætlunin sem við vorum með fyrir framan okkur gerir ráð fyrir 250 nýjum rýmum en nú erum við að bæta 300 við þannig að við erum komin með 550 rými á þessum tíma fjármálaáætlunarinnar og þar til viðbótar eru rými þar sem farið verður í endurbætur á eldri rýmum þannig að allt í allt erum við að tala um framvæmdir við 70 rými á þessum tíma.“ Hún segir markmiðið í fjármálaáætluninni að fólk þurfi ekki að bíða meira en 90 daga eftir hjúkrunarrými en biðtíminn er nú um 109 dagar. Aðspurð hvað þetta muni kosta segir Svandís að heildarpakkinn muni kosta 26 til 27 milljarða króna. Svandís segir að sveitarfélögin muni taka á sig um 15% af kostnaðinum eða rúmlega fjóra milljarða króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á fundinum sjö möguleg uppbyggingarsvæði fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík. „Sumt er gott að hafa í stórum rekstareiningum, annað kannski í minni. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að finna lóðir og uppbyggingarmöguleika fyrir allar gerðir og viljum nú botna það hratt og vel með ráðuneytinu hver forgangsröðunin er þeim megin og setja sem mest af stað sem hraðast,“ segir Dagur. Fundurinn var upphaf að þriggja daga nýsköpunarvinnustofu þar sem rætt verður um áskoranir í öldrunarþjónustu. Landspítalinn í samvinnu við heilbrigðisráðherra og borgarstjóra standa að fundinum en til samráðs eru fulltrúar Landssambands eldri borgara, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Alzheimersamtökin. Niðurstöður hans verða kynntar á föstudaginn.
Heilbrigðismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira