Gangan trekki fleiri að en Aldrei fór ég suður Sveinn Arnarsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum mæta í Fossavatnsgönguna í ár. Tveir koma frá Rússlandi en einn frá Sviss. Gusti.is „Þessi ganga er eiginlega orðin að bæjarhátíð sem byrjar seinni part fimmtudags með fjölskyldu- og barnagöngu. Síðan er stóri dagurinn á laugardeginum. Það eru 650 þátttakendur sem geta tekið þátt hverju sinni, nú er rétt rúmlega uppselt og búið að vera svo í rúman mánuð,“ segir Daníel Jakobsson, einn forsprakka Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði, sem hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi. Fossavatnsgangan sem keppnisgrein í skíðagöngu var fyrst gengin árið 1935. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú er svo komið að um fimm hundruð útlendingar gera sér ferð hingað til lands gagngert vegna mótsins. Allt í allt verða keppendur um þúsund talsins en keppt er í nokkrum vegalengdum. Lengsta gangan er 50 kílómetrar og er hún hluti af alþjóðlegri mótaröð svo að mótaröðin er nokkuð vel þekkt meðal erlendra skíðagöngumanna. Allir skíðagöngumenn, vanir sem óvanir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi þessa helgi þar sem keppt er í mismunandi vegalengdum líkt og áður kom fram. Daníel segir þessa helgi vera orðna eina af þeim stærstu fyrir vestan ár hvert. „Þetta er náttúrulega stærsti viðburðurinn okkar og langstærsta helgin hjá okkur. Hér er öll gisting uppurin og þetta er afar mikilvæg helgi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Jafnvel er þetta orðið stærra en páskarnir hér á Ísafirði,“ útskýrir Daníel en líkt og alþjóð er kunnugt um fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram um páskana í bænum, sem ætíð trekkir vel að á Ísafirði. Þá mæta þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum í Fossavatnsgönguna þetta árið. Tveir rússneskir skíðagöngugarpar mæta til leiks en einnig svissneskur keppandi sem var annar í skíðaskotfimi á Ólympíuleikum árið 2014. „Í skíðagönguheiminum erum við með nokkur stór nöfn og það er frábært. Færið er reyndar ekki upp á marga fiska í augnablikinu. Það er í það heitasta en sem betur fer er nægur snjór. Nú er spáð næturkulda fram undan svo aðstæðurnar verða frábærar um helgina ef spáin heldur,“ segir Daníel að lokum. Aldrei fór ég suður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þessi ganga er eiginlega orðin að bæjarhátíð sem byrjar seinni part fimmtudags með fjölskyldu- og barnagöngu. Síðan er stóri dagurinn á laugardeginum. Það eru 650 þátttakendur sem geta tekið þátt hverju sinni, nú er rétt rúmlega uppselt og búið að vera svo í rúman mánuð,“ segir Daníel Jakobsson, einn forsprakka Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði, sem hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi. Fossavatnsgangan sem keppnisgrein í skíðagöngu var fyrst gengin árið 1935. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú er svo komið að um fimm hundruð útlendingar gera sér ferð hingað til lands gagngert vegna mótsins. Allt í allt verða keppendur um þúsund talsins en keppt er í nokkrum vegalengdum. Lengsta gangan er 50 kílómetrar og er hún hluti af alþjóðlegri mótaröð svo að mótaröðin er nokkuð vel þekkt meðal erlendra skíðagöngumanna. Allir skíðagöngumenn, vanir sem óvanir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi þessa helgi þar sem keppt er í mismunandi vegalengdum líkt og áður kom fram. Daníel segir þessa helgi vera orðna eina af þeim stærstu fyrir vestan ár hvert. „Þetta er náttúrulega stærsti viðburðurinn okkar og langstærsta helgin hjá okkur. Hér er öll gisting uppurin og þetta er afar mikilvæg helgi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Jafnvel er þetta orðið stærra en páskarnir hér á Ísafirði,“ útskýrir Daníel en líkt og alþjóð er kunnugt um fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram um páskana í bænum, sem ætíð trekkir vel að á Ísafirði. Þá mæta þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum í Fossavatnsgönguna þetta árið. Tveir rússneskir skíðagöngugarpar mæta til leiks en einnig svissneskur keppandi sem var annar í skíðaskotfimi á Ólympíuleikum árið 2014. „Í skíðagönguheiminum erum við með nokkur stór nöfn og það er frábært. Færið er reyndar ekki upp á marga fiska í augnablikinu. Það er í það heitasta en sem betur fer er nægur snjór. Nú er spáð næturkulda fram undan svo aðstæðurnar verða frábærar um helgina ef spáin heldur,“ segir Daníel að lokum.
Aldrei fór ég suður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira