Allir hjá félaginu þurfa núna að spýta í lófana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2018 08:00 Rúnar fylgist með á hliðarlínunni er hann stýrði Balingen í Þýskalandi. vísir/getty Undanfarin sex ár hefur Rúnar Sigtryggsson verið búsettur í Þýskalandi og starfað þar við þjálfun. Hann stýrði Aue í fjögur ár og var svo ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Balingen-Weilstetten. Rúnar stýrði liðinu í tæpt eitt og hálft ár en var látinn fara þaðan í október. Hann er nú á heimleið og tekur við karlaliði Stjörnunnar. Rúnar gerði þriggja ára samning við Garðabæjarliðið í gær en hann tekur við liðinu af Einari Jónssyni sem kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrra og í úrslitakeppnina á fyrsta ári í efstu deild. „Ég átti í viðræðum við úrvalsdeildarlið en eftir að það datt upp fyrir var stefnan að fara heim. Ég er búinn að vera lengi í fríi, hálft ár,“ segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið. „Þegar það var ekkert meira spennandi en maður var búinn að gera hérna var það okkar skref að fara heim. Það var svo mjög ánægjulegt þegar Stjarnan hafði samband.“ Stjörnumenn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féllu úr leik fyrir Selfyssingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Menn vilja gera betur og sumum finnst að þeir hefðu átt að gera betur í vetur. En taflan lýgur ekkert, maður er ekkert betri en hún sýnir. Það þurfa allir að spýta í lófana.“ Hjá Stjörnunni hittir hann fyrir tvo leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn hjá Aue; Bjarka Má Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson. „Bjarki er einn besti varnarmaður sem ég hef unnið með og það gekk mjög vel síðast. Svo eru þarna mjög efnilegir leikmenn sem maður hefur fylgst með eins og Aron Dagur [Pálsson] og Egill [Magnússon],“ segir Rúnar. Metnaðurinn er mikill í Garðabænum og Rúnar vonast til að geta komið Stjörnunni nær bestu liðum landsins. „Forráðamennirnir stefna hærra og ég held að leikmennirnir vilji það líka. Það er mikilvægt að allir gangi í takt. Við þurfum að leggja aðeins meira á okkur,“ segir Rúnar. Akureyringurinn hefur fylgst með deildinni hér heima og er, eins og flestir, á því að hún sé sífellt að styrkjast. „Ég hef séð nokkra leiki í vetur og ég held að það sé rétt að það eru meiri gæði í henni en oft áður og þetta er allt á réttri leið,“ segir Rúnar sem kemur til landsins á næstu dögum og hittir verðandi lærisveina sína. Í sumar er svo komið að því að flytja heim til Íslands á ný. ingvithor@frettabladid.is Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Sjá meira
Undanfarin sex ár hefur Rúnar Sigtryggsson verið búsettur í Þýskalandi og starfað þar við þjálfun. Hann stýrði Aue í fjögur ár og var svo ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Balingen-Weilstetten. Rúnar stýrði liðinu í tæpt eitt og hálft ár en var látinn fara þaðan í október. Hann er nú á heimleið og tekur við karlaliði Stjörnunnar. Rúnar gerði þriggja ára samning við Garðabæjarliðið í gær en hann tekur við liðinu af Einari Jónssyni sem kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrra og í úrslitakeppnina á fyrsta ári í efstu deild. „Ég átti í viðræðum við úrvalsdeildarlið en eftir að það datt upp fyrir var stefnan að fara heim. Ég er búinn að vera lengi í fríi, hálft ár,“ segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið. „Þegar það var ekkert meira spennandi en maður var búinn að gera hérna var það okkar skref að fara heim. Það var svo mjög ánægjulegt þegar Stjarnan hafði samband.“ Stjörnumenn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féllu úr leik fyrir Selfyssingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Menn vilja gera betur og sumum finnst að þeir hefðu átt að gera betur í vetur. En taflan lýgur ekkert, maður er ekkert betri en hún sýnir. Það þurfa allir að spýta í lófana.“ Hjá Stjörnunni hittir hann fyrir tvo leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn hjá Aue; Bjarka Má Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson. „Bjarki er einn besti varnarmaður sem ég hef unnið með og það gekk mjög vel síðast. Svo eru þarna mjög efnilegir leikmenn sem maður hefur fylgst með eins og Aron Dagur [Pálsson] og Egill [Magnússon],“ segir Rúnar. Metnaðurinn er mikill í Garðabænum og Rúnar vonast til að geta komið Stjörnunni nær bestu liðum landsins. „Forráðamennirnir stefna hærra og ég held að leikmennirnir vilji það líka. Það er mikilvægt að allir gangi í takt. Við þurfum að leggja aðeins meira á okkur,“ segir Rúnar. Akureyringurinn hefur fylgst með deildinni hér heima og er, eins og flestir, á því að hún sé sífellt að styrkjast. „Ég hef séð nokkra leiki í vetur og ég held að það sé rétt að það eru meiri gæði í henni en oft áður og þetta er allt á réttri leið,“ segir Rúnar sem kemur til landsins á næstu dögum og hittir verðandi lærisveina sína. Í sumar er svo komið að því að flytja heim til Íslands á ný. ingvithor@frettabladid.is
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Sjá meira