Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 25. apríl 2018 07:00 HB Grandi er kvótamesta útgerð landsins með um 10,9 prósenta hlutdeild. Markaðsvirði félagsins er um 61 milljarður en það hefur hækkað um ríflega sex milljarða síðustu daga. Vísir/eyþór Með kaupum útgerðarfélagsins Brims á ríflega þriðjungshlut í HB Granda skapast veruleg tækifæri til hvors tveggja sóknar og samlegðar, að mati greinenda og fjárfesta sem Markaðurinn ræddi við. Mestu tækifærin eru talin felast í sameiginlegu sölustarfi útgerðarfélaganna á erlendum mörkuðum. „Það er til mikils að vinna fyrir félögin og okkur sem þjóð ef þeim tekst – með því að taka höndum saman – að fá hærra verð fyrir sjávarafurðir sínar,“ segir viðmælandi Markaðarins sem er öllum hnútum kunnugur í íslenskum sjávarútvegi. „Guðmundur Kristjánsson [forstjóri Brims] hefur sýnt að hann þorir að láta verkin tala. Hann hefur náð gríðargóðum árangri í umbreytingaverkefnum í sjávarútvegi og þekkir bransann afar vel,“ segir Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Markó Partners, í samtali við Markaðinn. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðirnir í hópi stærstu hluthafa HB Granda ákveði að taka yfirtökutilboði Brims og selja sinn hlut í félaginu. Viðmælendur Markaðarins í röðum sjóðanna segja ekki vilja standa til þess að eina sjávarútvegsfyrirtækið á hlutabréfamarkaði hverfi af markaðinum. Eins benda þeir á að eina leiðin fyrir sjóðina til þess að koma – með einum eða öðrum hætti – að grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar sé að eiga hlut í HB Granda. Hlutir í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum séu ekki falir. Samkvæmt heimildum Markaðarins mun Guðmundur ræða við fulltrúa helstu lífeyrissjóðanna í hluthafahópnum í vikunni. Þrátt fyrir að Brim hafi nú þrjár vikur til þess að gera öðrum hluthöfum HB Granda yfirtökutilboð – á genginu 35 krónur á hlut að lágmarki – gæti það skýrst síðar í vikunni til hvaða bragðs hluthafarnir hyggjast taka. Þannig ber að tilkynna í síðasta lagi næsta föstudag um framboð til stjórnar HB Granda en aðalfundur félagsins fer fram föstudaginn 4. maí. Hafni stærstu lífeyrissjóðirnir tilboði Brims þykir sennilegt að þeir geri tilkall til þriggja af fimm stjórnarsætum félagsins. Fulltrúar Brims í stjórninni yrðu þá tveir. Lífeyrissjóðirnir eiga tvo fulltrúa í núverandi stjórn en kjölfestuhluthafar félagsins, sem nú hafa selt hlut sinn, Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf., þrjá talsins. Kristján Loftsson, sem setið hefur í stjórn HB Granda frá árinu 1988, mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður á aðalfundinum.Kristján Loftsson, aðaleigandi HvalsLífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafi HB Granda með 13,7 prósenta hlut, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sá þriðji stærsti með 12,2 prósent og Gildi sá fjórði stærsti með 8,6 prósenta eignarhlut. Samanlagt eiga lífeyrissjóðir um 44 prósenta hlut í félaginu. Tilkynnt var um kaup Brims á öllum eignarhlut Vogunar og Venusar í HB Granda – samanlagt 34 prósent hlutafjár – síðasta miðvikudagskvöld. Vogun er í eigu Hvals hf. en stærsti hluthafi þess félags er Venus með 43 prósenta hlut. Það félag er síðan aftur að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu.Héldu spilunum þétt að sér Kaupendur og seljendur héldu spilunum þétt að sér í aðdraganda viðskiptanna og vissu jafnvel margir nánir samstarfsmenn þeirra ekki af áformunum fyrr en tilkynning barst Kauphöllinni síðla kvölds. Til marks um leyndina fékk Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, aðeins að vita af kaupunum sama kvöld og tilkynnt var um þau, að því er heimildir Markaðarins herma. Kaupverðið, sem hljóðar upp á 21,7 milljarða króna, hyggst Brim fjármagna með sölu eigna og liðsinni banka. Þannig þykir ljóst að viðskiptabanki Brims, Landsbankinn, muni koma að fjármögnuninni og þá eru erlendir bankar sagðir áhugasamir um að taka þátt í henni að sögn kunnugra. Guðmundur benti auk þess á í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að Brim hefði átt eignir upp á 50 milljarða króna á síðasta ári og stæði því vel að vígi. Félagið, sem naut meðal annars ráðgjafar Gunnars Sturlusonar, eins af eigendum lögmannsstofunnar Logos, við viðskiptin, á tæplega þriðjungshlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og eignaðist auk þess útgerðarfélagið Ögurvík sumarið 2016. Eftir sem áður þykja tæpir 22 milljarðar króna stór biti. Bitinn gæti orðið enn stærri ef hluthafar HB Granda ákveða að taka yfirtökutilboðinu en ef allir hluthafarnir samþykkja tilboðið og Brim þyrfti að taka félagið yfir yrði kaupverðið alls um 65 milljarðar króna. Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að sú verði raunin, líkt og áður sagði. Viðmælendur Markaðarins telja sennilegra að Brim þurfi aðeins að kaupa hluti upp á nokkur prósent til viðbótar. Verðbréfasjóðir og smærri einkafjárfestar í hluthafahópi HB Granda gætu viljað selja sinn hlut, enda þykir mörgum tilboðið hagstætt, sér í lagi þegar mið er tekið af útboðsgengi fyrirtækisins þegar það var skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar í apríl árið 2014, 27,7 krónur á hlut. Sjálfur sagði Guðmundur við Morgunblaðið að það yrði vandræðalaust þótt einhverjir hluthafar kysu að taka yfirtökutilboðinu. Þá yrðu einfaldlega fleiri eigendur fengnir að borðinu. Hann sagðist hins vegar vona að sem flestir hluthafar héldu sínum hlut. Einn af styrkleikum félagsins væri sá að það væri skráð á markað í dreifðu eignarhaldi. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur Guðmundur þegar leitað til nokkurra fjárfesta og viðskiptafélaga sinna til þess að fjárfesta með honum í félaginu ef margir hluthafar vilja taka yfirtökutilboðinu.Deilur vegna hvalveiða Af hálfu eigendahópsins sem stendur að baki Kristjáni Loftssyni og hefur hingað til haft tögl og hagldir í HB Granda átti salan sér nokkurn aðdraganda. Þannig herma heimildir Markaðarins að innan hluthafahóps Hvals, en hluthafar félagsins eru yfir 100 talsins, hafi verið ósætti um hvalveiðar félagsins sem hafi sætt vaxandi gagnrýni á alþjóðavísu og kostað hluthafa mikla fjármuni. Líta margir á söluna sem lið í því að félagið verði leyst upp. Hópur hluthafa er á þeirri skoðun að aðkoma Hvals að HB Granda hafi beinlínis skaðað fyrirtækið og því væri það til þess fallið að bæta ímynd þess að Hvalur hyrfi úr hluthafahópnum. Er í því sambandi bent á að margir fisksalar, til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum, veigri sér við að kaupa fisk frá HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við Hval. Alþjóðleg dýra- og náttúruverndarsamtök hafa jafnframt margsinnis skorað á fisksala og neytendur að sniðganga fyrirtækið með öllu. Guðmundur hefur sagst vonast til þess að með kaupunum skapist grundvöllur fyrir náið samstarf Brims og HB Granda. Hann vísaði meðal annars til þess að ólíkt Brimi ræki HB Grandi landvinnslur sem Brim gæti hugsanlega nýtt. Þá felast veruleg tækifæri í sameiginlegu markaðs- og sölustarfi fyrirtækjanna tveggja á alþjóðlegum mörkuðum. „Í stað þess að hver sé í sínu horni, eins og raunin hefur verið í tilfelli íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, gætu fyrirtækin bundist böndum og nýtt krafta hvort annars,“ segir sérfræðingur á fjármálamarkaði. „Hægt er að horfa til þess hvernig Norðmenn haga samstarfi við sölu á fiski og Nýsjálendingar við sölu á kjöti. Vonandi er Guðmundur að feta sig í þessa átt.“ Kjartan segir að spennandi verði að fylgjast með því hvaða tækifæri nýr hluthafi sjái í kaupunum. „Það er eðlilegt að það verði á einhverjum tímapunkti bæði kynslóðaskipti og breytingar á sjávarútvegsfyrirtækjum þar sem reynt er að bregðast við breyttum aðstæðum,“ nefnir hann. Einn viðmælandi sem þekkir vel til stöðu mála segir að fjárfesting Brims gæti verið upptaktur að því að félagið verði skráð á hlutabréfamarkað. Ákvörðun lífeyrissjóða um að hafna yfirtökutilboði Brims myndi gefa sterka vísbendingu um að sjóðirnir hafi mikinn áhuga á því að fá fleiri sjávarútvegsfyrirtæki á markað. Þegar best lét um síðustu aldamót voru 24 sjávarútvegsfyrirtæki, þar á meðal átta af tíu kvótamestu fyrirtækjum landsins, skráð á markað. Nú er HB Grandi eina skráða sjávarútvegsfyrirtækið. Bjartari horfur í rekstri Hlutabréfagreinendur sem Markaðurinn ræddi við eru ekki á einu máli um hvort yfirtökutilboð Brims – 35 krónur á hlut – sé sanngjarnt. Til samanburðar stóð gengi bréfa HB Granda í 30,2 krónum á hlut þegar tilkynnt var um kaupin en eftir lokun markaða í gær var það 34 krónur. Þeir eru þó sammála um að eftir nokkur erfið ár séu rekstrarhorfur HB Granda bjartar. „Okkur þykir félagið vera komið fyrir mesta vindinn. Það verða sennilega krefjandi rekstrarskilyrði á næsta ári en erfiðasti hjallinn er að baki,“ segir Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent. Yfirtökutilboðið er um 28 prósentum hærra en verðmatsgengi Capacent á HB Granda en tæplega sex prósentum hærra en verðmatsgengi IFS. Þess ber þó að geta að verðmat IFS er frá því í desember á síðasta ári. Töldu greinendur ráðgjafarfyrirtækisins þá að markgengi bréfanna til næstu tólf mánaða yrði 0,3 evrur eða 36,9 krónur miðað við núverandi gengi krónunnar.Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.Brim„Það er afar algengt þegar keyptur er stór eignarhlutur í fyrirtæki að greitt sé fyrir hann yfirverð. Í þessu tilfelli sýnist mér að Brim sé að greiða mjög hraustlegt yfirverð,“ segir Snorri og bætir við: „Það er vitaskuld samningsatriði hverju sinni hvað þarf að greiða mikið til þess að eignast ráðandi hlut í fyrirtæki, en samkvæmt okkar mati er nokkuð vel í lagt. Síðan geta menn haft mismunandi skoðanir á framtíðarsýn félagsins. Það er auðveldlega hægt að vera bjartsýnni á rekstrarhorfurnar en við.“ Í nýlegu verðmati Capacent er gert ráð fyrir nokkrum bata í rekstri HB Granda á næstu árum. „Félagið hefur staðið í hagræðingu í botnfiskvinnslu og er auk þess að taka í notkun nýja ísfisktogara sem eru hagkvæmari og skilvirkari í rekstri en þeir eldri. Áhrif þessa munu sennilega koma fram af fullum þunga á þessu ári. Auk þess er ólíklegt að annað sjómannaverkfall skelli á í ár, líkt og í fyrra, og eins er ágætis ástand á flestum fiskistofnum. Við teljum því að árið 2018 verði töluvert betra ár fyrir félagið en 2016 og 2017,“ segir Snorri. Annar hlutabréfagreinandi bendir á að upplausnarvirði HB Granda, sé töluvert hærra en markaðsvirði félagsins.Félagið sé þannig greinilega of lágt verðlagt, miðað við þann mælikvarða, og í því felist tækifæri fyrir Brim til þess að „vinna betur með það“. Viðmælendur Markaðarins taka jafnframt fram að dregið hafi úr pólitískri óvissu með myndun nýrrar ríkisstjórnar og það hafi góð áhrif á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja líkt og HB Granda. Engar verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu séu í farvatninu. Athygli vakti á uppgjörsfundi fyrr á árinu þegar stjórnendur félagsins sögðu að pólitísk óvissa hefði minnkað. Kjartan nefnir að vaxtarmöguleikar HB Granda og fleiri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem séu í námunda við lögbundið 12 prósenta þak á kvótaeign séu mjög takmarkaðir. Hafa þurfi í huga að umrædd fyrirtæki eigi í alþjóðlegri samkeppni. „Íslenskar útgerðir eru litlar í stóra samhenginu. Þær verða að fá að vaxa áfram og hagræða í rekstri. Þær hafa á síðustu árum fjárfest umtalsvert í öflugri tækjum og skipum sem kallar á aukið magn í gegnum framleiðsluferilinn. Til lengri tíma þarf að finna leiðir fyrir þessi fyrirtæki til þess að stækka og ná fram stærðarhagkvæmni. Ef við getum sammælst um mikilvægi þess að arðsemi auðlindarinnar verði hámörkuð, svo sem með aukinni hagkvæmni, þá hljótum við að þurfa að ræða þær stærðartakmarkanir – fílinn í herberginu – sem hafa verið festar í lög. Það er óhjákvæmilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. 20. apríl 2018 06:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Með kaupum útgerðarfélagsins Brims á ríflega þriðjungshlut í HB Granda skapast veruleg tækifæri til hvors tveggja sóknar og samlegðar, að mati greinenda og fjárfesta sem Markaðurinn ræddi við. Mestu tækifærin eru talin felast í sameiginlegu sölustarfi útgerðarfélaganna á erlendum mörkuðum. „Það er til mikils að vinna fyrir félögin og okkur sem þjóð ef þeim tekst – með því að taka höndum saman – að fá hærra verð fyrir sjávarafurðir sínar,“ segir viðmælandi Markaðarins sem er öllum hnútum kunnugur í íslenskum sjávarútvegi. „Guðmundur Kristjánsson [forstjóri Brims] hefur sýnt að hann þorir að láta verkin tala. Hann hefur náð gríðargóðum árangri í umbreytingaverkefnum í sjávarútvegi og þekkir bransann afar vel,“ segir Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Markó Partners, í samtali við Markaðinn. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðirnir í hópi stærstu hluthafa HB Granda ákveði að taka yfirtökutilboði Brims og selja sinn hlut í félaginu. Viðmælendur Markaðarins í röðum sjóðanna segja ekki vilja standa til þess að eina sjávarútvegsfyrirtækið á hlutabréfamarkaði hverfi af markaðinum. Eins benda þeir á að eina leiðin fyrir sjóðina til þess að koma – með einum eða öðrum hætti – að grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar sé að eiga hlut í HB Granda. Hlutir í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum séu ekki falir. Samkvæmt heimildum Markaðarins mun Guðmundur ræða við fulltrúa helstu lífeyrissjóðanna í hluthafahópnum í vikunni. Þrátt fyrir að Brim hafi nú þrjár vikur til þess að gera öðrum hluthöfum HB Granda yfirtökutilboð – á genginu 35 krónur á hlut að lágmarki – gæti það skýrst síðar í vikunni til hvaða bragðs hluthafarnir hyggjast taka. Þannig ber að tilkynna í síðasta lagi næsta föstudag um framboð til stjórnar HB Granda en aðalfundur félagsins fer fram föstudaginn 4. maí. Hafni stærstu lífeyrissjóðirnir tilboði Brims þykir sennilegt að þeir geri tilkall til þriggja af fimm stjórnarsætum félagsins. Fulltrúar Brims í stjórninni yrðu þá tveir. Lífeyrissjóðirnir eiga tvo fulltrúa í núverandi stjórn en kjölfestuhluthafar félagsins, sem nú hafa selt hlut sinn, Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf., þrjá talsins. Kristján Loftsson, sem setið hefur í stjórn HB Granda frá árinu 1988, mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður á aðalfundinum.Kristján Loftsson, aðaleigandi HvalsLífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafi HB Granda með 13,7 prósenta hlut, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sá þriðji stærsti með 12,2 prósent og Gildi sá fjórði stærsti með 8,6 prósenta eignarhlut. Samanlagt eiga lífeyrissjóðir um 44 prósenta hlut í félaginu. Tilkynnt var um kaup Brims á öllum eignarhlut Vogunar og Venusar í HB Granda – samanlagt 34 prósent hlutafjár – síðasta miðvikudagskvöld. Vogun er í eigu Hvals hf. en stærsti hluthafi þess félags er Venus með 43 prósenta hlut. Það félag er síðan aftur að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu.Héldu spilunum þétt að sér Kaupendur og seljendur héldu spilunum þétt að sér í aðdraganda viðskiptanna og vissu jafnvel margir nánir samstarfsmenn þeirra ekki af áformunum fyrr en tilkynning barst Kauphöllinni síðla kvölds. Til marks um leyndina fékk Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, aðeins að vita af kaupunum sama kvöld og tilkynnt var um þau, að því er heimildir Markaðarins herma. Kaupverðið, sem hljóðar upp á 21,7 milljarða króna, hyggst Brim fjármagna með sölu eigna og liðsinni banka. Þannig þykir ljóst að viðskiptabanki Brims, Landsbankinn, muni koma að fjármögnuninni og þá eru erlendir bankar sagðir áhugasamir um að taka þátt í henni að sögn kunnugra. Guðmundur benti auk þess á í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að Brim hefði átt eignir upp á 50 milljarða króna á síðasta ári og stæði því vel að vígi. Félagið, sem naut meðal annars ráðgjafar Gunnars Sturlusonar, eins af eigendum lögmannsstofunnar Logos, við viðskiptin, á tæplega þriðjungshlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og eignaðist auk þess útgerðarfélagið Ögurvík sumarið 2016. Eftir sem áður þykja tæpir 22 milljarðar króna stór biti. Bitinn gæti orðið enn stærri ef hluthafar HB Granda ákveða að taka yfirtökutilboðinu en ef allir hluthafarnir samþykkja tilboðið og Brim þyrfti að taka félagið yfir yrði kaupverðið alls um 65 milljarðar króna. Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að sú verði raunin, líkt og áður sagði. Viðmælendur Markaðarins telja sennilegra að Brim þurfi aðeins að kaupa hluti upp á nokkur prósent til viðbótar. Verðbréfasjóðir og smærri einkafjárfestar í hluthafahópi HB Granda gætu viljað selja sinn hlut, enda þykir mörgum tilboðið hagstætt, sér í lagi þegar mið er tekið af útboðsgengi fyrirtækisins þegar það var skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar í apríl árið 2014, 27,7 krónur á hlut. Sjálfur sagði Guðmundur við Morgunblaðið að það yrði vandræðalaust þótt einhverjir hluthafar kysu að taka yfirtökutilboðinu. Þá yrðu einfaldlega fleiri eigendur fengnir að borðinu. Hann sagðist hins vegar vona að sem flestir hluthafar héldu sínum hlut. Einn af styrkleikum félagsins væri sá að það væri skráð á markað í dreifðu eignarhaldi. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur Guðmundur þegar leitað til nokkurra fjárfesta og viðskiptafélaga sinna til þess að fjárfesta með honum í félaginu ef margir hluthafar vilja taka yfirtökutilboðinu.Deilur vegna hvalveiða Af hálfu eigendahópsins sem stendur að baki Kristjáni Loftssyni og hefur hingað til haft tögl og hagldir í HB Granda átti salan sér nokkurn aðdraganda. Þannig herma heimildir Markaðarins að innan hluthafahóps Hvals, en hluthafar félagsins eru yfir 100 talsins, hafi verið ósætti um hvalveiðar félagsins sem hafi sætt vaxandi gagnrýni á alþjóðavísu og kostað hluthafa mikla fjármuni. Líta margir á söluna sem lið í því að félagið verði leyst upp. Hópur hluthafa er á þeirri skoðun að aðkoma Hvals að HB Granda hafi beinlínis skaðað fyrirtækið og því væri það til þess fallið að bæta ímynd þess að Hvalur hyrfi úr hluthafahópnum. Er í því sambandi bent á að margir fisksalar, til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum, veigri sér við að kaupa fisk frá HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við Hval. Alþjóðleg dýra- og náttúruverndarsamtök hafa jafnframt margsinnis skorað á fisksala og neytendur að sniðganga fyrirtækið með öllu. Guðmundur hefur sagst vonast til þess að með kaupunum skapist grundvöllur fyrir náið samstarf Brims og HB Granda. Hann vísaði meðal annars til þess að ólíkt Brimi ræki HB Grandi landvinnslur sem Brim gæti hugsanlega nýtt. Þá felast veruleg tækifæri í sameiginlegu markaðs- og sölustarfi fyrirtækjanna tveggja á alþjóðlegum mörkuðum. „Í stað þess að hver sé í sínu horni, eins og raunin hefur verið í tilfelli íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, gætu fyrirtækin bundist böndum og nýtt krafta hvort annars,“ segir sérfræðingur á fjármálamarkaði. „Hægt er að horfa til þess hvernig Norðmenn haga samstarfi við sölu á fiski og Nýsjálendingar við sölu á kjöti. Vonandi er Guðmundur að feta sig í þessa átt.“ Kjartan segir að spennandi verði að fylgjast með því hvaða tækifæri nýr hluthafi sjái í kaupunum. „Það er eðlilegt að það verði á einhverjum tímapunkti bæði kynslóðaskipti og breytingar á sjávarútvegsfyrirtækjum þar sem reynt er að bregðast við breyttum aðstæðum,“ nefnir hann. Einn viðmælandi sem þekkir vel til stöðu mála segir að fjárfesting Brims gæti verið upptaktur að því að félagið verði skráð á hlutabréfamarkað. Ákvörðun lífeyrissjóða um að hafna yfirtökutilboði Brims myndi gefa sterka vísbendingu um að sjóðirnir hafi mikinn áhuga á því að fá fleiri sjávarútvegsfyrirtæki á markað. Þegar best lét um síðustu aldamót voru 24 sjávarútvegsfyrirtæki, þar á meðal átta af tíu kvótamestu fyrirtækjum landsins, skráð á markað. Nú er HB Grandi eina skráða sjávarútvegsfyrirtækið. Bjartari horfur í rekstri Hlutabréfagreinendur sem Markaðurinn ræddi við eru ekki á einu máli um hvort yfirtökutilboð Brims – 35 krónur á hlut – sé sanngjarnt. Til samanburðar stóð gengi bréfa HB Granda í 30,2 krónum á hlut þegar tilkynnt var um kaupin en eftir lokun markaða í gær var það 34 krónur. Þeir eru þó sammála um að eftir nokkur erfið ár séu rekstrarhorfur HB Granda bjartar. „Okkur þykir félagið vera komið fyrir mesta vindinn. Það verða sennilega krefjandi rekstrarskilyrði á næsta ári en erfiðasti hjallinn er að baki,“ segir Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent. Yfirtökutilboðið er um 28 prósentum hærra en verðmatsgengi Capacent á HB Granda en tæplega sex prósentum hærra en verðmatsgengi IFS. Þess ber þó að geta að verðmat IFS er frá því í desember á síðasta ári. Töldu greinendur ráðgjafarfyrirtækisins þá að markgengi bréfanna til næstu tólf mánaða yrði 0,3 evrur eða 36,9 krónur miðað við núverandi gengi krónunnar.Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.Brim„Það er afar algengt þegar keyptur er stór eignarhlutur í fyrirtæki að greitt sé fyrir hann yfirverð. Í þessu tilfelli sýnist mér að Brim sé að greiða mjög hraustlegt yfirverð,“ segir Snorri og bætir við: „Það er vitaskuld samningsatriði hverju sinni hvað þarf að greiða mikið til þess að eignast ráðandi hlut í fyrirtæki, en samkvæmt okkar mati er nokkuð vel í lagt. Síðan geta menn haft mismunandi skoðanir á framtíðarsýn félagsins. Það er auðveldlega hægt að vera bjartsýnni á rekstrarhorfurnar en við.“ Í nýlegu verðmati Capacent er gert ráð fyrir nokkrum bata í rekstri HB Granda á næstu árum. „Félagið hefur staðið í hagræðingu í botnfiskvinnslu og er auk þess að taka í notkun nýja ísfisktogara sem eru hagkvæmari og skilvirkari í rekstri en þeir eldri. Áhrif þessa munu sennilega koma fram af fullum þunga á þessu ári. Auk þess er ólíklegt að annað sjómannaverkfall skelli á í ár, líkt og í fyrra, og eins er ágætis ástand á flestum fiskistofnum. Við teljum því að árið 2018 verði töluvert betra ár fyrir félagið en 2016 og 2017,“ segir Snorri. Annar hlutabréfagreinandi bendir á að upplausnarvirði HB Granda, sé töluvert hærra en markaðsvirði félagsins.Félagið sé þannig greinilega of lágt verðlagt, miðað við þann mælikvarða, og í því felist tækifæri fyrir Brim til þess að „vinna betur með það“. Viðmælendur Markaðarins taka jafnframt fram að dregið hafi úr pólitískri óvissu með myndun nýrrar ríkisstjórnar og það hafi góð áhrif á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja líkt og HB Granda. Engar verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu séu í farvatninu. Athygli vakti á uppgjörsfundi fyrr á árinu þegar stjórnendur félagsins sögðu að pólitísk óvissa hefði minnkað. Kjartan nefnir að vaxtarmöguleikar HB Granda og fleiri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem séu í námunda við lögbundið 12 prósenta þak á kvótaeign séu mjög takmarkaðir. Hafa þurfi í huga að umrædd fyrirtæki eigi í alþjóðlegri samkeppni. „Íslenskar útgerðir eru litlar í stóra samhenginu. Þær verða að fá að vaxa áfram og hagræða í rekstri. Þær hafa á síðustu árum fjárfest umtalsvert í öflugri tækjum og skipum sem kallar á aukið magn í gegnum framleiðsluferilinn. Til lengri tíma þarf að finna leiðir fyrir þessi fyrirtæki til þess að stækka og ná fram stærðarhagkvæmni. Ef við getum sammælst um mikilvægi þess að arðsemi auðlindarinnar verði hámörkuð, svo sem með aukinni hagkvæmni, þá hljótum við að þurfa að ræða þær stærðartakmarkanir – fílinn í herberginu – sem hafa verið festar í lög. Það er óhjákvæmilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. 20. apríl 2018 06:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. 20. apríl 2018 06:00