Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Kortaþjónustan þurfti á hlutafjáraukningu að halda til að koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði sett í slitameðferð eða færi í gjaldþrot. Vísir/stefán Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. Hluthafafundur Kortaþjónustunnar samþykkti í janúar að veita stjórn fyrirtækisins heimild til þess að gefa út nýtt hlutafé fyrir ríflega 481 milljón króna að nafnverði til þess að efna áskriftarréttindi til handa félögunum Gikk, sem er í eigu Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs, og Ortak, sem er í eigu hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur. Stjórnin getur nýtt umrædda heimild innan fimm ára í einu lagi eða hlutum, eins og segir í samþykktum Kortaþjónustunnar. Sem kunnugt er keypti fjárfestingabankinn Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í nóvember í fyrra. Var þá um það samið að fyrrverandi eigendur fyrirtækisins gætu mögulega, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, nýtt sér kauprétt seinna meir og eignast hlut í fyrirtækinu. Ef hlutafé færsluhirðingarfyrirtækisins verður aukið um 480 milljónir króna að nafnverði, líkt og kveðið er á um í heimild stjórnarinnar, gætu fyrrverandi eigendur þannig eignast 25 prósenta hlut í fyrirtækinu.Jóhannes Ingi Kolbeinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarÞeir Jóhannes Ingi og Gunnar eru titlaðir sem sérstakir ráðgjafar Kortaþjónustunnar á vef fyrirtækisins. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar kom fram í kaupsamningi milli Kviku og Kortaþjónustunnar að með „hliðsjón af núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins“ hefði verið ákveðið að seljendur fengju eina krónu fyrir hlut sinn í félaginu. Samtímis kaupunum lögðu Kvika og fjárfestahópurinn Kortaþjónustunni einnig til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé, en fyrirtækið stóð, eins og kunnugt er, frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch í byrjun október á síðasta ári. Kortaþjónustan var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kaupsamningnum segir meðal annars að kaup og hlutafjáraukning fjárfestahópsins hafi verið nauðsynleg til að „koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði sett í slitameðferð eða lögþvingað gjaldþrot“. Eftir greiðslustöðvun Monarch hafi Kortaþjónustan fengið á sig endurgreiðslukröfur (e. chargebacks) sem námu „verulegum fjárhæðum“ og ollu fyrirtækinu „alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum“. Svo Kortaþjónustan gæti haldið áfram rekstri var því þörf á hlutafjáraukningu og eins samkomulagi við alþjóðlegu kortafyrirtækin Mastercard og Visa um áframhaldandi aðild að uppgjörskerfum þeirra. Fjárfestingafélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er næststærsti einstaki eigandi Kortaþjónustunnar, á eftir Kviku banka, með tíu prósenta hlut. Hlutur Kviku í fyrirtækinu nemur um 41 prósenti en á meðal annarra hluthafa er félagið Res Limited, sem er í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, með tæplega sex prósenta hlut og þá eiga bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, í gegnum eignarhaldsfélagið Frigus, liðlega fimm prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. 4. nóvember 2017 07:00 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. Hluthafafundur Kortaþjónustunnar samþykkti í janúar að veita stjórn fyrirtækisins heimild til þess að gefa út nýtt hlutafé fyrir ríflega 481 milljón króna að nafnverði til þess að efna áskriftarréttindi til handa félögunum Gikk, sem er í eigu Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs, og Ortak, sem er í eigu hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur. Stjórnin getur nýtt umrædda heimild innan fimm ára í einu lagi eða hlutum, eins og segir í samþykktum Kortaþjónustunnar. Sem kunnugt er keypti fjárfestingabankinn Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í nóvember í fyrra. Var þá um það samið að fyrrverandi eigendur fyrirtækisins gætu mögulega, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, nýtt sér kauprétt seinna meir og eignast hlut í fyrirtækinu. Ef hlutafé færsluhirðingarfyrirtækisins verður aukið um 480 milljónir króna að nafnverði, líkt og kveðið er á um í heimild stjórnarinnar, gætu fyrrverandi eigendur þannig eignast 25 prósenta hlut í fyrirtækinu.Jóhannes Ingi Kolbeinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarÞeir Jóhannes Ingi og Gunnar eru titlaðir sem sérstakir ráðgjafar Kortaþjónustunnar á vef fyrirtækisins. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar kom fram í kaupsamningi milli Kviku og Kortaþjónustunnar að með „hliðsjón af núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins“ hefði verið ákveðið að seljendur fengju eina krónu fyrir hlut sinn í félaginu. Samtímis kaupunum lögðu Kvika og fjárfestahópurinn Kortaþjónustunni einnig til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé, en fyrirtækið stóð, eins og kunnugt er, frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch í byrjun október á síðasta ári. Kortaþjónustan var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kaupsamningnum segir meðal annars að kaup og hlutafjáraukning fjárfestahópsins hafi verið nauðsynleg til að „koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði sett í slitameðferð eða lögþvingað gjaldþrot“. Eftir greiðslustöðvun Monarch hafi Kortaþjónustan fengið á sig endurgreiðslukröfur (e. chargebacks) sem námu „verulegum fjárhæðum“ og ollu fyrirtækinu „alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum“. Svo Kortaþjónustan gæti haldið áfram rekstri var því þörf á hlutafjáraukningu og eins samkomulagi við alþjóðlegu kortafyrirtækin Mastercard og Visa um áframhaldandi aðild að uppgjörskerfum þeirra. Fjárfestingafélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er næststærsti einstaki eigandi Kortaþjónustunnar, á eftir Kviku banka, með tíu prósenta hlut. Hlutur Kviku í fyrirtækinu nemur um 41 prósenti en á meðal annarra hluthafa er félagið Res Limited, sem er í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, með tæplega sex prósenta hlut og þá eiga bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, í gegnum eignarhaldsfélagið Frigus, liðlega fimm prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. 4. nóvember 2017 07:00 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. 4. nóvember 2017 07:00
Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30