Innlent

Fær ekki frekari bætur vegna kynferðisbrota

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Hæstiréttur sýknaði ríkið þann 20.apríl
Hæstiréttur sýknaði ríkið þann 20.apríl Vísir /Eyþór
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að kona sem varð fyrir alvarlegum kynferðisbrotum þegar hún var barn eigi ekki að fá 4,9 milljóna bótakröfu. Hún sótti um þessar bætur á grundvelli þess að ríkissjóður eigi að greiða bætur til þolendur afbrota.

Konan, sem fædd er árið 1995, var metin með 20% varanlega örorku. Maðurinn sem braut gegn henni var sakfelldur fyrir brot sín í Hæstarétti árið 2014 og var konunni þá dæmdar 3,5 milljónir í miskabætur. Konan sótti um bætur samkvæmt lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota vegna örorku sinnar.

Konan fékk greidda hámarksfjárhæð bóta við dóminn sem kveðinn var upp árið 2014 og fær því ekki greiddar frekari bætur. Íslenska ríkið var sýknað af kröfu konunnar í Héraðsdómi þann 20. apríl síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×