D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Jón Hákon Halldórsson og Sveinn Arnarsson skrifa 24. apríl 2018 05:30 Það virðist stefna í nokkuð mikla endurnýjun í Eyjum. Vísir/Vilhelm Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent. Nýtt framboð, sem heitir Fyrir Heimaey, fengi tæp 32 prósent. Þá fengi Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum. Ef niðurstaða kosninga yrði í takti við þá skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá kjörna þrjá menn en Fyrir Heimaey og Eyjalistinn myndu fá tvo menn hvort framboð. Elliði Vignisson er í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar. Hann segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Sjálfstæðisflokkurinn stefni á að fá fjóra menn kjörna og býst því ekki við að verða kjörinn bæjarfulltrúi. Hann er þó bæjarstjóraefni listans. „Í aðdraganda frágangs listans komu fram vangaveltur um lýðræðishalla, um að sami einstaklingur sé í forsæti og bæjarstjóraefni og jafnframt með langmestu reynsluna,“ segir hann.Aðferðin Könnunin var gerð þannig að hringt var í 778 manns með lögheimili í Vestmannaeyjum þar til náðist í 604 samkvæmt lagskiptu úrtaki 23. apríl. Svarhlutfallið var 77,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 53,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 9,4 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 13,5 prósent sögðust óákveðin og 23,6 prósent vildu ekki svara spurningunni. Stefnir í nokkuð mikla endurnýjun í Eyjum Mikil endurnýjun mun að öllum líkindum eiga sér stað í bæjarstjórn Vestmannaeyja á næsta kjörtímabili og líklegt þykir að fimm nýir sveitarstjórnarmenn taki sæti í bæjarstjórn að afloknum kosningum. Líklegt þykir að þrír listar bjóði fram í lok maí. Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru einu flokkarnir sem buðu fram fyrir fjórum árum en nú bætist við klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sem ber nafnið „Fyrir Heimaey“. Öll framboðin þrjú leggja áherslu á lýðræði á næsta kjörtímabili. D-listi einn með völd Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja síðan árið 2006, allt frá því að Elliði Vignisson settist í oddvitasæti Sjálfstæðismanna í bænum. Flokkurinn hefur nú skákað honum niður í fimmta sæti listans sem telst ólíklegt sæti í bæjarstjórn að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann er þó enn bæjarstjóraefni flokksins og því stýrir hann kosningabaráttunni sumpart úr aftursætinu að þessu sinni. „Það er nánast öruggt að ég verð ekki bæjarfulltrúi, Við stefnum á fjóra bæjarfulltrúa og ég er enn bæjarstjóraefni flokksins,“ segir Elliði. „Fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Í aðdraganda frágangs listans komu fram vangaveltur um lýðræðishalla um að sami einstaklingur sé í forsæti og bæjarstjóraefni og jafnframt með langmestu reynsluna.“„Því ákvað ég að stíga til hliðar og hleypa frambærilegu fólki ofar á listann.“Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gæti verið á útleið.Vísir/EyþórÁhersla á aukið lýðræði Íris Róbertsdóttir er oddviti hins nýja framboðs Fyrir Heimaey. Hún segir mikilvægt að auka lýðræði íbúanna og veita þeim aukinn aðgang að ákvarðanatökum í bænum. „Félagið er stofnað fyrir um tíu dögum á þeim grunni að fólk vilji bæta samfélagið og auka lýðræðisleg vinnubrögð. Við teljum að það sé hægt að gera betur í því að auka lýðræði íbú- anna. Umræðan hefur verið í þá átt að íbúar geti komið að ákvarðanatöku á fyrri stigum máls þegar stórar ákvarðanir eru teknar og að kjósendur hafi meira aðgengi og áhrif en aðeins á fjögurra ára fresti,“ segir Íris. „Það er það sem við vinnum eftir og viljum gera betur í þessum málum.“ Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, tekur í sama streng og segir Eyjalistann setja aukið lýðræði og skólamál í forgang. „Okkur langar að taka til hendinni í skólamálum og tryggja að vel sé búið að kennslu í Vestmannaeyjum. Einnig skiptir okkur máli að auka lýðræðið í Vestmannaeyjum þar sem íbúar fái tækifæri til að koma að og hafa áhrif á ákvarðanatöku innan bæjarkerfisins. Fjármálin gengið vel Njáll, Íris og Elliði eru sammála um að rekstur sveitarfélagsins hafi gengið vel á síðustu árum. Oddvitar Eyjalistans og Fyrir Heimaey sjá ekki mikið athugavert við reksturinn. Elliði segir síðustu tólf ár ágætis vitnisburð um vel rekið sveitarfélag. „Frá því við tókum við fyrir tólf árum hefur gengið einmuna vel. Við höfum greitt niður um 90 prósent af lánum og skilað afgangi á hverju ári á kjörtímabilinu sem nú er að líða,“ segir Elliði. „Á sama tíma höfum við aukið þjónustustigið í samfélaginu. Þetta hefur allt gerst á forsendum samstarfs, bæði innan meirihlutans og við minnihlutann. Af þessu erum við stolt.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent. Nýtt framboð, sem heitir Fyrir Heimaey, fengi tæp 32 prósent. Þá fengi Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum. Ef niðurstaða kosninga yrði í takti við þá skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá kjörna þrjá menn en Fyrir Heimaey og Eyjalistinn myndu fá tvo menn hvort framboð. Elliði Vignisson er í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar. Hann segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Sjálfstæðisflokkurinn stefni á að fá fjóra menn kjörna og býst því ekki við að verða kjörinn bæjarfulltrúi. Hann er þó bæjarstjóraefni listans. „Í aðdraganda frágangs listans komu fram vangaveltur um lýðræðishalla, um að sami einstaklingur sé í forsæti og bæjarstjóraefni og jafnframt með langmestu reynsluna,“ segir hann.Aðferðin Könnunin var gerð þannig að hringt var í 778 manns með lögheimili í Vestmannaeyjum þar til náðist í 604 samkvæmt lagskiptu úrtaki 23. apríl. Svarhlutfallið var 77,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 53,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 9,4 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 13,5 prósent sögðust óákveðin og 23,6 prósent vildu ekki svara spurningunni. Stefnir í nokkuð mikla endurnýjun í Eyjum Mikil endurnýjun mun að öllum líkindum eiga sér stað í bæjarstjórn Vestmannaeyja á næsta kjörtímabili og líklegt þykir að fimm nýir sveitarstjórnarmenn taki sæti í bæjarstjórn að afloknum kosningum. Líklegt þykir að þrír listar bjóði fram í lok maí. Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru einu flokkarnir sem buðu fram fyrir fjórum árum en nú bætist við klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sem ber nafnið „Fyrir Heimaey“. Öll framboðin þrjú leggja áherslu á lýðræði á næsta kjörtímabili. D-listi einn með völd Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja síðan árið 2006, allt frá því að Elliði Vignisson settist í oddvitasæti Sjálfstæðismanna í bænum. Flokkurinn hefur nú skákað honum niður í fimmta sæti listans sem telst ólíklegt sæti í bæjarstjórn að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann er þó enn bæjarstjóraefni flokksins og því stýrir hann kosningabaráttunni sumpart úr aftursætinu að þessu sinni. „Það er nánast öruggt að ég verð ekki bæjarfulltrúi, Við stefnum á fjóra bæjarfulltrúa og ég er enn bæjarstjóraefni flokksins,“ segir Elliði. „Fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Í aðdraganda frágangs listans komu fram vangaveltur um lýðræðishalla um að sami einstaklingur sé í forsæti og bæjarstjóraefni og jafnframt með langmestu reynsluna.“„Því ákvað ég að stíga til hliðar og hleypa frambærilegu fólki ofar á listann.“Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gæti verið á útleið.Vísir/EyþórÁhersla á aukið lýðræði Íris Róbertsdóttir er oddviti hins nýja framboðs Fyrir Heimaey. Hún segir mikilvægt að auka lýðræði íbúanna og veita þeim aukinn aðgang að ákvarðanatökum í bænum. „Félagið er stofnað fyrir um tíu dögum á þeim grunni að fólk vilji bæta samfélagið og auka lýðræðisleg vinnubrögð. Við teljum að það sé hægt að gera betur í því að auka lýðræði íbú- anna. Umræðan hefur verið í þá átt að íbúar geti komið að ákvarðanatöku á fyrri stigum máls þegar stórar ákvarðanir eru teknar og að kjósendur hafi meira aðgengi og áhrif en aðeins á fjögurra ára fresti,“ segir Íris. „Það er það sem við vinnum eftir og viljum gera betur í þessum málum.“ Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, tekur í sama streng og segir Eyjalistann setja aukið lýðræði og skólamál í forgang. „Okkur langar að taka til hendinni í skólamálum og tryggja að vel sé búið að kennslu í Vestmannaeyjum. Einnig skiptir okkur máli að auka lýðræðið í Vestmannaeyjum þar sem íbúar fái tækifæri til að koma að og hafa áhrif á ákvarðanatöku innan bæjarkerfisins. Fjármálin gengið vel Njáll, Íris og Elliði eru sammála um að rekstur sveitarfélagsins hafi gengið vel á síðustu árum. Oddvitar Eyjalistans og Fyrir Heimaey sjá ekki mikið athugavert við reksturinn. Elliði segir síðustu tólf ár ágætis vitnisburð um vel rekið sveitarfélag. „Frá því við tókum við fyrir tólf árum hefur gengið einmuna vel. Við höfum greitt niður um 90 prósent af lánum og skilað afgangi á hverju ári á kjörtímabilinu sem nú er að líða,“ segir Elliði. „Á sama tíma höfum við aukið þjónustustigið í samfélaginu. Þetta hefur allt gerst á forsendum samstarfs, bæði innan meirihlutans og við minnihlutann. Af þessu erum við stolt.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira