Ríkisútvarpið og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hafa samið um skilmálabreytingu á skuldabréfum sem gefin voru út í október árið 2000. Nú hafa fastir ársvextir lánsins verið lækkaðir í 3,5 prósent úr fimm prósentum. Lánstíminn var einnig lengdur, en lokagjalddagi er nú 1. október 2057 í stað 1. apríl 2025.
Næsti gjalddagi er 1. október 2018 og munu greiðslur fara fram á 6 mánaða fresti til lokagjalddaga. Óverðtryggðar eftirstöðvar höfuðstóls voru hækkaðar um rúmar 60 milljónir til þess að halda jafngreiðslum lánsins óbreyttum.
Hver greiðsla, afborgun og vextir án verðtryggingar, er því 28.173.400 krónur. Lánið hefur alltaf verið verðtryggt, svo miðað við vísitölu 1. apríl er greiðsla með verðtryggingu 68.938.179 krónur.
RÚV semur um lægri vexti
Grétar Þór Sigurðsson skrifar

Mest lesið

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent

Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent

Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon
Viðskipti innlent