Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. apríl 2018 07:00 Sindri Þór Stefánsson var handtekinn í Amsterdam seint á sunnudag eftir tæpa viku á flótta. LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Sindri Þór Stefánsson, sem var handtekinn í Amsterdam á sunnudag, verður leiddur fyrir dómara þar í borg í dag sem tekur ákvörðun um hvort Sindri verði sviptur frelsi sínu þar til afstaða þarlendra yfirvalda til framsalskröfu íslenskra yfirvalda liggur fyrir. Sakaferill Sindra nær aftur til ársins 2003 og hlaut hann á fyrstu árum glæpaferils síns fjölda dóma fyrir vörslu fíkniefna, umferðarlagabrot og þjófnað. Meðal þess sem Sindri hefur verið dæmdur fyrir að taka ófrjálsri hendi eru fimm fartölvur sem hann stal í Glerárskóla á Akureyri árið 2006 ásamt myndavél, skjávarpa, flakkara og stílabókum með verkefnum nemenda og kennara. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir þjófnað á ýmiss konar öðrum raftækjum, skartgripum og reiðufé, bæði úr íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Sindri hefur einnig hlotið dóma fyrir hylmingu og fyrir að hafa haft þýfi í sinni vörslu. Má þar til dæmis nefna tvö hraðblikkandi blá toppljós, gult vinnuljós með snúningi, hvítt hraðblikkandi ljós undir flugvélar og ýmislegt annað þýfi úr innbrotum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Árið 2007 hlaut hann dóm fyrir tilraun til fjársvika er hann bókaði gistingu á Hótel Holti, pantaði þar veitingar og gaf upp númer greiðslukorts í eigu Akureyrarbæjar. Er hann hugðist nota sömu kortaupplýsingar til að panta gistingu á Fosshótel Lind nokkru síðar var Akureyrarkaupstaður búinn að láta loka kortinu.Sjá einnig: Sindri fer fyrir dómara í Hollandi á morgun Árið 2010 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Sindri hafi, að sögn hans sjálfs fyrir dómi, stofnað fjölskyldu og eigi barn með sambýliskonu sinni. Hann hafi fengið skólavist eftir áramót og verið í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda.Tók nú við gott tímabil í lífi Sindra, eins og hann hefur sjálfur lýst í grein í Pressunni í október 2013 þar sem hann þakkar SÁÁ hjálpina og líkir bata sínum við kraftaverk en hann hafi verið edrú í tvö ár og tíu mánuði. Þó játaði hann skýlaust fyrir dómi nokkru síðar að hafa verið iðinn við fíkniefnaflutninga frá Reykjavík til Akureyrar vikurnar og mánuðina áður en fyrrnefnd grein var skrifuð. Síðan þá hefur hann tvívegis hlotið dóma fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu. Hinn 31. mars 2017 var Sindri dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann staðið fyrir umtalsverðri fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði á Seltjarnarnesi haustið 2014. Þá var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi 27. nóvember síðastliðinn fyrir umtalsverða kannabisræktun í húsi á Grenivík í maí 2016. Var við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess að Sindri kvaðst fyrir dómi ekki neyta fíkniefna, hann væri fjölskyldumaður og starfaði sem tölvunarfræðingur í eigin rekstri. Birtist í Fréttablaðinu Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, sem var handtekinn í Amsterdam á sunnudag, verður leiddur fyrir dómara þar í borg í dag sem tekur ákvörðun um hvort Sindri verði sviptur frelsi sínu þar til afstaða þarlendra yfirvalda til framsalskröfu íslenskra yfirvalda liggur fyrir. Sakaferill Sindra nær aftur til ársins 2003 og hlaut hann á fyrstu árum glæpaferils síns fjölda dóma fyrir vörslu fíkniefna, umferðarlagabrot og þjófnað. Meðal þess sem Sindri hefur verið dæmdur fyrir að taka ófrjálsri hendi eru fimm fartölvur sem hann stal í Glerárskóla á Akureyri árið 2006 ásamt myndavél, skjávarpa, flakkara og stílabókum með verkefnum nemenda og kennara. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir þjófnað á ýmiss konar öðrum raftækjum, skartgripum og reiðufé, bæði úr íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Sindri hefur einnig hlotið dóma fyrir hylmingu og fyrir að hafa haft þýfi í sinni vörslu. Má þar til dæmis nefna tvö hraðblikkandi blá toppljós, gult vinnuljós með snúningi, hvítt hraðblikkandi ljós undir flugvélar og ýmislegt annað þýfi úr innbrotum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Árið 2007 hlaut hann dóm fyrir tilraun til fjársvika er hann bókaði gistingu á Hótel Holti, pantaði þar veitingar og gaf upp númer greiðslukorts í eigu Akureyrarbæjar. Er hann hugðist nota sömu kortaupplýsingar til að panta gistingu á Fosshótel Lind nokkru síðar var Akureyrarkaupstaður búinn að láta loka kortinu.Sjá einnig: Sindri fer fyrir dómara í Hollandi á morgun Árið 2010 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Sindri hafi, að sögn hans sjálfs fyrir dómi, stofnað fjölskyldu og eigi barn með sambýliskonu sinni. Hann hafi fengið skólavist eftir áramót og verið í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda.Tók nú við gott tímabil í lífi Sindra, eins og hann hefur sjálfur lýst í grein í Pressunni í október 2013 þar sem hann þakkar SÁÁ hjálpina og líkir bata sínum við kraftaverk en hann hafi verið edrú í tvö ár og tíu mánuði. Þó játaði hann skýlaust fyrir dómi nokkru síðar að hafa verið iðinn við fíkniefnaflutninga frá Reykjavík til Akureyrar vikurnar og mánuðina áður en fyrrnefnd grein var skrifuð. Síðan þá hefur hann tvívegis hlotið dóma fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu. Hinn 31. mars 2017 var Sindri dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann staðið fyrir umtalsverðri fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði á Seltjarnarnesi haustið 2014. Þá var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi 27. nóvember síðastliðinn fyrir umtalsverða kannabisræktun í húsi á Grenivík í maí 2016. Var við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess að Sindri kvaðst fyrir dómi ekki neyta fíkniefna, hann væri fjölskyldumaður og starfaði sem tölvunarfræðingur í eigin rekstri.
Birtist í Fréttablaðinu Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49