Frelsisflokkurinn gegn alþjóðavæðingu, fjölmenningarstefnu og mosku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2018 17:59 Frelsisflokkurinn kynnti stefnumál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Gunnlaugur Ingvarsson formaður flokksins leggur áherslu á innflytjendamál, niðurskurð í yfirstjórn borgarinnar og rafbílavæðingu. Flokkurinn hafni borgarlínu og mosku í Reykjavík. Hann segist berjast gegn taumlausri alþjóðavæðingu og misheppnaðri fjölmenningarstefnu og lýsir því yfir að það þurfi kjark til að berjast fyrir málefnum flokksins. „Við viljum fara mjög, mjög varlega í innflytjendamálum og hælisleitendarmálin finnst okkur komin alveg úr böndunum. Þess vegna viljum við að Reykjavíkurborg rifti samningi við Útlendingastofnun um að útvega hælisleitendum húsnæði í borginni. Það gerist meðan við erum í vandræðum með að skaffa okkar eigin íbúum húsnæði,“ segir Gunnlaugur. Hann hafnar því að stefna flokksins beri vott um fordóma. „Við erum ekki með neina fordóma gagnvart fólki. Við viljum að allir sem hér eru geti fengið að lifa hér og allir njóti jafnréttis. Við viljum hins vegar ekki stuðla að því að hér verði opnað fyrir hælisleitendur. Hér sækja um sex sinnum fleiri hælisleitendur um en í Danmörku,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir flokkinn hafna borgarlínu og mosku í Reykjavík, skera eigi niður í yfirstjórn borgarinnar og þrífa borgina mun betur. Fyrst og fremst eigi að leggja áherslu á grunnþjónustu við íbúa. „Það þarf að þrífa götur og veggi borgarinnar af svifryki og veggjakroti. Þessari grunnþjónustu hefur ekkert verið sinnt. Hér eru endalaus gæluverkefni við flóttafólk og hælisleitendur, hér er snobb gagnvart öfga femínistum, hér er eitthvað mannréttindaráð með ellefu manns, hér er sóað fjármunum borgarbúa í alls konar gæluverkefni. Meðan það á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu við borgarbúa,“ segir Gunnlaugur. Aðspurður um hvort það sé jarðvegur meðal kjósenda fyrir sjónarmið flokksins segir Gunnlaugur að svo sé alveg tvímælalaust. „Öldur frelsisins eru að brotna á Evrópu, þær eiga bara eftir að koma hingað og við ætlum að hjálpa til við það,“ segir Gunnlaugur. Kosningar 2018 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Frelsisflokkurinn kynnti stefnumál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Gunnlaugur Ingvarsson formaður flokksins leggur áherslu á innflytjendamál, niðurskurð í yfirstjórn borgarinnar og rafbílavæðingu. Flokkurinn hafni borgarlínu og mosku í Reykjavík. Hann segist berjast gegn taumlausri alþjóðavæðingu og misheppnaðri fjölmenningarstefnu og lýsir því yfir að það þurfi kjark til að berjast fyrir málefnum flokksins. „Við viljum fara mjög, mjög varlega í innflytjendamálum og hælisleitendarmálin finnst okkur komin alveg úr böndunum. Þess vegna viljum við að Reykjavíkurborg rifti samningi við Útlendingastofnun um að útvega hælisleitendum húsnæði í borginni. Það gerist meðan við erum í vandræðum með að skaffa okkar eigin íbúum húsnæði,“ segir Gunnlaugur. Hann hafnar því að stefna flokksins beri vott um fordóma. „Við erum ekki með neina fordóma gagnvart fólki. Við viljum að allir sem hér eru geti fengið að lifa hér og allir njóti jafnréttis. Við viljum hins vegar ekki stuðla að því að hér verði opnað fyrir hælisleitendur. Hér sækja um sex sinnum fleiri hælisleitendur um en í Danmörku,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir flokkinn hafna borgarlínu og mosku í Reykjavík, skera eigi niður í yfirstjórn borgarinnar og þrífa borgina mun betur. Fyrst og fremst eigi að leggja áherslu á grunnþjónustu við íbúa. „Það þarf að þrífa götur og veggi borgarinnar af svifryki og veggjakroti. Þessari grunnþjónustu hefur ekkert verið sinnt. Hér eru endalaus gæluverkefni við flóttafólk og hælisleitendur, hér er snobb gagnvart öfga femínistum, hér er eitthvað mannréttindaráð með ellefu manns, hér er sóað fjármunum borgarbúa í alls konar gæluverkefni. Meðan það á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu við borgarbúa,“ segir Gunnlaugur. Aðspurður um hvort það sé jarðvegur meðal kjósenda fyrir sjónarmið flokksins segir Gunnlaugur að svo sé alveg tvímælalaust. „Öldur frelsisins eru að brotna á Evrópu, þær eiga bara eftir að koma hingað og við ætlum að hjálpa til við það,“ segir Gunnlaugur.
Kosningar 2018 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira