Ráðgjafi Trump stýrði hugveitu með áróður gegn múslimum Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2018 14:44 Bolton tók við sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump fyrr í þessum mánuði. Vísir/AFP John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti, var stjórnarformaður hægrisinnaðrar hugveitu sem dreifir misvísandi og fölskum neikvæðum fréttum um múslima þangað til í síðasta mánuði. Hugveitan hefur meðal annars varað við meintri yfirvofandi yfirtöku „jíhadista“ í Evrópu. Trump valdi Bolton sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir að hann lét H.R. McMaster fara í síðasta mánuði. Bolton var meðal annars sendifulltrúi ríkisstjórnar George W. Bush við Sameinuðu þjóðirnar í síðara Íraksstríðinu og er á meðal einörðustu harðlínumanna í utanríkismálum á hægri væng bandarískra stjórnmála. Þangað til í síðasta mánuði stýrði Bolton jafnframt Gatestone-stofnuninni, hugveitu í New York, sem hefur birt fjölda neikvæðra greina um múslima, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Á meðal fullyrðinga höfunda sem skrifa fyrir hugveituna er að hvítt fólk muni brátt hverfa í Evrópu vegna flæðis fólks frá múslimalöndum þangað.Töluðu um Svíþjóð sem „nauðganahöfuðborg vestursins“ Á vefsíðu hugveitunnar segir að hún „uppfræði almenning um það sem meginstraumsfjölmiðlar fjalla ekki um“, þar á meðal um mannréttindi, tjáningarfrelsi og orkumál. Á meðal greina sem hún hefur birt fjallar ein um að sómalskir innflytjendur í Svíþjóð hafi gert landið að „nauðganahöfuðborg vesturlanda“. Hugveitan hefur einnig ítrekað fjallað um meint svæði í evrópskum borgum þar sem yfirvöld eigi ekki að hætta sér inn vegna ofríkis múslima. Steve Emerson sem komst í fréttirnar árið 2015 þegar hann sagði við Fox News að sjaríalög væru í gildi í ensku borginni Birmingham hefur meðal annars skrifað fyrir Gatestone. Rússnesk nettröll og bottar eru sagðir hafa dreift greinum Gatestone ítrekað. Greinarhöfundar hennar hafa einnig komið margsinnis fram í rússneskum fjölmiðlum eins og Spútnik og RT. Þar eru þeir sagðir hafa gagnrýnt leiðtoga Evrópulanda eins og Emmanuel Macron, forseta Frakklands.Geert Wilders, hollenski hægriöfgamaðurinn, er einn þeirra sem hefur skrifað fyrir Gatestone-stofnunina sem Bolton stýrði.Vísir/AFPVar á móti boðuðu múslimabanni Trump Bolton er þó sjálfur sagður hafa haldið sig við skrif um Íran og önnur utanríkismál. Hann hefur meðal annars talað fyrir því að Bandaríkin ráðist á Íran að fyrra bragði. Hann gagnrýndi einnig múslimabannið sem Trump boðaði í kosningabaráttunni í desember árið 2015. Nina Rosenwald, forseti Gatestone-stofnunarinnar, segir við NBC að Bolton hafi ekki átt neina aðild að greinum sem hugveitan birti og að stofnunin viti ekki til þess að rússnesk tröll hafi breitt út efni hennar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti, var stjórnarformaður hægrisinnaðrar hugveitu sem dreifir misvísandi og fölskum neikvæðum fréttum um múslima þangað til í síðasta mánuði. Hugveitan hefur meðal annars varað við meintri yfirvofandi yfirtöku „jíhadista“ í Evrópu. Trump valdi Bolton sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir að hann lét H.R. McMaster fara í síðasta mánuði. Bolton var meðal annars sendifulltrúi ríkisstjórnar George W. Bush við Sameinuðu þjóðirnar í síðara Íraksstríðinu og er á meðal einörðustu harðlínumanna í utanríkismálum á hægri væng bandarískra stjórnmála. Þangað til í síðasta mánuði stýrði Bolton jafnframt Gatestone-stofnuninni, hugveitu í New York, sem hefur birt fjölda neikvæðra greina um múslima, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Á meðal fullyrðinga höfunda sem skrifa fyrir hugveituna er að hvítt fólk muni brátt hverfa í Evrópu vegna flæðis fólks frá múslimalöndum þangað.Töluðu um Svíþjóð sem „nauðganahöfuðborg vestursins“ Á vefsíðu hugveitunnar segir að hún „uppfræði almenning um það sem meginstraumsfjölmiðlar fjalla ekki um“, þar á meðal um mannréttindi, tjáningarfrelsi og orkumál. Á meðal greina sem hún hefur birt fjallar ein um að sómalskir innflytjendur í Svíþjóð hafi gert landið að „nauðganahöfuðborg vesturlanda“. Hugveitan hefur einnig ítrekað fjallað um meint svæði í evrópskum borgum þar sem yfirvöld eigi ekki að hætta sér inn vegna ofríkis múslima. Steve Emerson sem komst í fréttirnar árið 2015 þegar hann sagði við Fox News að sjaríalög væru í gildi í ensku borginni Birmingham hefur meðal annars skrifað fyrir Gatestone. Rússnesk nettröll og bottar eru sagðir hafa dreift greinum Gatestone ítrekað. Greinarhöfundar hennar hafa einnig komið margsinnis fram í rússneskum fjölmiðlum eins og Spútnik og RT. Þar eru þeir sagðir hafa gagnrýnt leiðtoga Evrópulanda eins og Emmanuel Macron, forseta Frakklands.Geert Wilders, hollenski hægriöfgamaðurinn, er einn þeirra sem hefur skrifað fyrir Gatestone-stofnunina sem Bolton stýrði.Vísir/AFPVar á móti boðuðu múslimabanni Trump Bolton er þó sjálfur sagður hafa haldið sig við skrif um Íran og önnur utanríkismál. Hann hefur meðal annars talað fyrir því að Bandaríkin ráðist á Íran að fyrra bragði. Hann gagnrýndi einnig múslimabannið sem Trump boðaði í kosningabaráttunni í desember árið 2015. Nina Rosenwald, forseti Gatestone-stofnunarinnar, segir við NBC að Bolton hafi ekki átt neina aðild að greinum sem hugveitan birti og að stofnunin viti ekki til þess að rússnesk tröll hafi breitt út efni hennar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10
Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30