Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 08:44 Að sögn Ellenar mun það bitna mest á meðgöngu-og sængurlegudeild að heimaþjónustuljósmæður leggi niður störf. vísir/vilhelm Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. Í gær var tilkynnt um að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður myndu leggja niður störf í dag en Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalnum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir í samtali við Vísi að nú hafi allar þær ljósmæður sem skráðar eru sem verktakar í heimaþjónustu ákveðið að leggja niður störf. Þetta gera þær vegna þess að samningar við Sjúkratrygginar Íslands um störf þeirra hafa ekki verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og svo sérstaklega á meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans þar sem skortur á heimaþjónustuljósmæðrum mun leiða til þess að konur þurfa að dvelja á deildinni í fleiri daga. Það skal þó tekið fram að þeir foreldrar sem hafa fengið úthlutað heimaljósmóður nú þegar munu áfram njóta þeirrar þjónustu.Ellen Bára Valgerðardóttir er ein þeirra heimaþjónustuljósmæðra sem leggja niður störf í dag.Alvarleg staða „En þetta mun allt bitna á meðgöngu-og sængurlegudeild frá og með deginum í dag og skapa gríðarlegt álag á þeirri deild að reyna að útskrifa konur eins fljótt og hægt er því við höfum ekki pláss eða mannskap til þess að bjóða upp á það að konur liggi inni í þessa fjóra til fimm daga sem sængurlegan er skilgreind. Þannig að þetta er alvarleg staða,“ segir Ellen. Hún segir að þær ljósmæður sem sinni heimaþjónustu þurfi til þess sérstakt leyfi sem gefið er út af landlækni. „Við þurfum að vera með ákveðnar tryggingar fyrir þessari starfsemi og leyfi frá Sjúkratryggingum Íslands þannig að það eru engar aðrar ljósmæður sem þá hafa þessi leyfi sem geta þá gengið í þessi störf okkar,“ segir Ellen.Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Fundað verður um málið í ráðuneytinu í dag.Vísir/eyþórViðbrögð ráðherra komu á óvart Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Vísi í gær að það kæmi sér á óvart hversu bratt heimaþjónustuljósmæður færu í þessar aðgerðir en áætlað er að fundað verði um málið í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þá sagði hún jafnframt ástæðu þess að ekki væri búið að undirrita samninginn þá að komið hefði upp álitamál sem varða Landspítalann. Verði ráðuneytið að fá viðbrögð frá sjúkrahúsunum til þess að geta lokið málinu. Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður undrist viðbrögð ráðherra við aðgerðum þeirra. „Af því að við erum búnar að vera samningslausar síðan í febrúar og hún hefur alveg vitað það. Þannig að við erum búnar að vinna samningslausar frá því í febrúar á þessu. Þannig að þetta er ekkert nýtt og ætti ekki að koma henni á óvart og þar sem við erum sjálfstætt starfandi verktakar þá höfum við fullan rétt á því að hætta að vinna þegar okkur sýnist.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. Í gær var tilkynnt um að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður myndu leggja niður störf í dag en Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalnum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir í samtali við Vísi að nú hafi allar þær ljósmæður sem skráðar eru sem verktakar í heimaþjónustu ákveðið að leggja niður störf. Þetta gera þær vegna þess að samningar við Sjúkratrygginar Íslands um störf þeirra hafa ekki verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og svo sérstaklega á meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans þar sem skortur á heimaþjónustuljósmæðrum mun leiða til þess að konur þurfa að dvelja á deildinni í fleiri daga. Það skal þó tekið fram að þeir foreldrar sem hafa fengið úthlutað heimaljósmóður nú þegar munu áfram njóta þeirrar þjónustu.Ellen Bára Valgerðardóttir er ein þeirra heimaþjónustuljósmæðra sem leggja niður störf í dag.Alvarleg staða „En þetta mun allt bitna á meðgöngu-og sængurlegudeild frá og með deginum í dag og skapa gríðarlegt álag á þeirri deild að reyna að útskrifa konur eins fljótt og hægt er því við höfum ekki pláss eða mannskap til þess að bjóða upp á það að konur liggi inni í þessa fjóra til fimm daga sem sængurlegan er skilgreind. Þannig að þetta er alvarleg staða,“ segir Ellen. Hún segir að þær ljósmæður sem sinni heimaþjónustu þurfi til þess sérstakt leyfi sem gefið er út af landlækni. „Við þurfum að vera með ákveðnar tryggingar fyrir þessari starfsemi og leyfi frá Sjúkratryggingum Íslands þannig að það eru engar aðrar ljósmæður sem þá hafa þessi leyfi sem geta þá gengið í þessi störf okkar,“ segir Ellen.Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Fundað verður um málið í ráðuneytinu í dag.Vísir/eyþórViðbrögð ráðherra komu á óvart Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Vísi í gær að það kæmi sér á óvart hversu bratt heimaþjónustuljósmæður færu í þessar aðgerðir en áætlað er að fundað verði um málið í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þá sagði hún jafnframt ástæðu þess að ekki væri búið að undirrita samninginn þá að komið hefði upp álitamál sem varða Landspítalann. Verði ráðuneytið að fá viðbrögð frá sjúkrahúsunum til þess að geta lokið málinu. Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður undrist viðbrögð ráðherra við aðgerðum þeirra. „Af því að við erum búnar að vera samningslausar síðan í febrúar og hún hefur alveg vitað það. Þannig að við erum búnar að vinna samningslausar frá því í febrúar á þessu. Þannig að þetta er ekkert nýtt og ætti ekki að koma henni á óvart og þar sem við erum sjálfstætt starfandi verktakar þá höfum við fullan rétt á því að hætta að vinna þegar okkur sýnist.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28
Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48