Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Sunna Sæmundsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 22. apríl 2018 12:54 Rannveig Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Eldingar. Vísir/Stefán Á þriðjudag var greint frá því að Hvalur hf. í eigu Kristjáns Loftssonar ætli að hefja hvalveiðar á ný. Framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar hefur áhyggjur af því hvaða áhrif veiðarnar munu hafa á orðspor Íslands í alþjóðasamfélaginu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona Íslandsstofu, að stofnuninni væru þegar farnar að berast fyrirspurnir frá ferðamönnum vegna fyrirhugaðra veiða Hvals hf. á langreyð í sumar. Hefur utanríkisráðuneytið séð um að svara þessum fyrirspurnum. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segist einnig hafa fengið fyrirspurnir. „Það að Kristján hafi ákveðið að fara í langreyðarnar aftur, eftir tveggja ára hlé, það voru mikil vonbrigði og við erum strax farin að fá tölvupósta, um leið og það fréttist að langreyðaveiðarnar væru byrjaðar aftur. Ég held að fyrst við erum hvalaskoðunarfyrirtæki þá beinist kastljósið á okkur varðandi þetta,“ segir Rannveig. Hún segir að fólk hafi sent þeim tölvupóst bæði til þess að tilkynna að það ætli ekki að koma til landsins, en einnig segja sumir að þau muni koma hingað til þess að mótmæla hvalveiðunum. Þá sé erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif þetta muni hafa. „Maður veit auðvitað ekki hvað verður“, segir Rannveig. Í gegnum tíðina hafa hvalaskoðunarfyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar mótmælt hvalveiðum vegna áhrifa þeirra á greinina. Rannveig telur óvíst hvaða áhrif þessar veiðar munu hafa. „Hrefnuveiðarnar hafa auðvitað bein áhrif á ferðirnar okkar því það er verið að skjóta hrefnurnar út í flóa en við langreyðaveiðarnar valda okkur meiri áhyggjum í alþjóðasamfélaginu. Ég held að þetta hafi áhrif á Ísland yfir höfuð, á alþjóðavettvangi.“ Rannveig segir að alþjóðasamfélagið eigi erfitt með að skilja af hverju Íslendingar haldi hvalveiðum áfram. „Þetta er eitthvað sem var bara gert í gamla daga. Það er ekki mikill áhugi á hvalaafurðum í heiminum, það einskorðast sennilega við þrjú lönd.“ Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Á þriðjudag var greint frá því að Hvalur hf. í eigu Kristjáns Loftssonar ætli að hefja hvalveiðar á ný. Framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar hefur áhyggjur af því hvaða áhrif veiðarnar munu hafa á orðspor Íslands í alþjóðasamfélaginu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona Íslandsstofu, að stofnuninni væru þegar farnar að berast fyrirspurnir frá ferðamönnum vegna fyrirhugaðra veiða Hvals hf. á langreyð í sumar. Hefur utanríkisráðuneytið séð um að svara þessum fyrirspurnum. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segist einnig hafa fengið fyrirspurnir. „Það að Kristján hafi ákveðið að fara í langreyðarnar aftur, eftir tveggja ára hlé, það voru mikil vonbrigði og við erum strax farin að fá tölvupósta, um leið og það fréttist að langreyðaveiðarnar væru byrjaðar aftur. Ég held að fyrst við erum hvalaskoðunarfyrirtæki þá beinist kastljósið á okkur varðandi þetta,“ segir Rannveig. Hún segir að fólk hafi sent þeim tölvupóst bæði til þess að tilkynna að það ætli ekki að koma til landsins, en einnig segja sumir að þau muni koma hingað til þess að mótmæla hvalveiðunum. Þá sé erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif þetta muni hafa. „Maður veit auðvitað ekki hvað verður“, segir Rannveig. Í gegnum tíðina hafa hvalaskoðunarfyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar mótmælt hvalveiðum vegna áhrifa þeirra á greinina. Rannveig telur óvíst hvaða áhrif þessar veiðar munu hafa. „Hrefnuveiðarnar hafa auðvitað bein áhrif á ferðirnar okkar því það er verið að skjóta hrefnurnar út í flóa en við langreyðaveiðarnar valda okkur meiri áhyggjum í alþjóðasamfélaginu. Ég held að þetta hafi áhrif á Ísland yfir höfuð, á alþjóðavettvangi.“ Rannveig segir að alþjóðasamfélagið eigi erfitt með að skilja af hverju Íslendingar haldi hvalveiðum áfram. „Þetta er eitthvað sem var bara gert í gamla daga. Það er ekki mikill áhugi á hvalaafurðum í heiminum, það einskorðast sennilega við þrjú lönd.“
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent