Klukkan gæti slegið sitt síðasta slag Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. apríl 2018 12:00 Klukkan telur hversu lengi HSV hefur verið í efstu deild. Vísir/Getty Fótbolti Hamburger Sport-Verein, HSV, berst fyrir lífi sínu í Bundesliga, efstu deild Þýskalands, þessa dagana en liðið þarf á kraftaverki að halda á lokametrum deildarinnar. Á hverjum heimaleik hangir það yfir leikmönnum að þeir séu að leika fyrir félag sem hefur aldrei fallið úr deild þeirra bestu. Stoltir stuðningsmenn liðsins vitna í það afrek þar sem árangurinn er lítill innan sem utan vallar undanfarin ár en að sama skapi leggst þetta þungt á leikmenn liðsins í fallbaráttunni. Stærsti minnisvarðinn er klukka í horni Volksparkstadion, heimavallar liðsins, þar sem talið er upp á sekúndu hversu lengi liðið hefur dvalið í deild þeirra bestu. Sama klukka sést einnig framan á liðsrútu liðsins til að minna á forna frægð. Er það heiður sem ekkert annað lið í Þýskalandi getur státað af, ekki einu sinni stórveldin tvö. Dortmund féll niður úr deild þeirra bestu árið 1972 og Bayern München var ekki eitt af stofnliðunum en Bæjarar hafa verið í deildinni frá því þeir komu inn í hana 1965, tveimur árum eftir stofnun hennar.Stutt gullöld HSV Bundesliga-deildin var stofnuð árið 1964 en hún tók við af Oberliga þar sem Hamburg hafði átt góðu gengi að fagna. Var það gert til að sameina eina sterka deild yfir allt Vestur-Þýskaland í stað þess að lið kepptu innan héraða og úrslitakeppni væri meðal bestu liða hvers landshluta. Með markahrókinn Uwe Seeler fremstan í flokki vann HSV norðurriðilinn fimmtán sinnum á sextán árum og þýska Oberliga-titilinn í fyrsta og eina sinn vorið 1960. Það tók HSV sextán ár í Bundesliga að vinna fyrsta þýska meistaratitil sinn, árið 1979, en þá hófst stutt gullöld liðsins. Þrír meistaratitlar á fimm árum ásamt því að verða annað þýska liðið til að vinna Evrópukeppni meistaraliða vorið 1983. Bikarmeistaratitill vannst fjórum árum síðar, sá þriðji í sögu félagsins, en síðan þá hefur ekkert unnist.Slær klukkan loksins 12? Um helgina fer fram 31. umferð þýsku deildarinnar af 34 og þegar þetta er skrifað er Hamburg átta stigum frá liðunum í 15. og 16. sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir. Tekur liðið á móti Freiburg í dag og allt annað en sigur þýðir að HSV er svo gott sem fallið úr efstu deild eftir 54 ára dvöl. Takist Freiburg og Mainz að ná þremur stigum um helgina verður munurinn orðinn ellefu stig þegar þrjár umferðir verða eftir og örlög þeirra ráðin. Spurningin er svo hvort félagið láti fjarlægja klukkuna ef HSV fellur úr deild þeirra bestu og veiti liðinu andrými til að byggja upp að nýju í stað þess að burðast með sögu félagsins á bakinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Fótbolti Hamburger Sport-Verein, HSV, berst fyrir lífi sínu í Bundesliga, efstu deild Þýskalands, þessa dagana en liðið þarf á kraftaverki að halda á lokametrum deildarinnar. Á hverjum heimaleik hangir það yfir leikmönnum að þeir séu að leika fyrir félag sem hefur aldrei fallið úr deild þeirra bestu. Stoltir stuðningsmenn liðsins vitna í það afrek þar sem árangurinn er lítill innan sem utan vallar undanfarin ár en að sama skapi leggst þetta þungt á leikmenn liðsins í fallbaráttunni. Stærsti minnisvarðinn er klukka í horni Volksparkstadion, heimavallar liðsins, þar sem talið er upp á sekúndu hversu lengi liðið hefur dvalið í deild þeirra bestu. Sama klukka sést einnig framan á liðsrútu liðsins til að minna á forna frægð. Er það heiður sem ekkert annað lið í Þýskalandi getur státað af, ekki einu sinni stórveldin tvö. Dortmund féll niður úr deild þeirra bestu árið 1972 og Bayern München var ekki eitt af stofnliðunum en Bæjarar hafa verið í deildinni frá því þeir komu inn í hana 1965, tveimur árum eftir stofnun hennar.Stutt gullöld HSV Bundesliga-deildin var stofnuð árið 1964 en hún tók við af Oberliga þar sem Hamburg hafði átt góðu gengi að fagna. Var það gert til að sameina eina sterka deild yfir allt Vestur-Þýskaland í stað þess að lið kepptu innan héraða og úrslitakeppni væri meðal bestu liða hvers landshluta. Með markahrókinn Uwe Seeler fremstan í flokki vann HSV norðurriðilinn fimmtán sinnum á sextán árum og þýska Oberliga-titilinn í fyrsta og eina sinn vorið 1960. Það tók HSV sextán ár í Bundesliga að vinna fyrsta þýska meistaratitil sinn, árið 1979, en þá hófst stutt gullöld liðsins. Þrír meistaratitlar á fimm árum ásamt því að verða annað þýska liðið til að vinna Evrópukeppni meistaraliða vorið 1983. Bikarmeistaratitill vannst fjórum árum síðar, sá þriðji í sögu félagsins, en síðan þá hefur ekkert unnist.Slær klukkan loksins 12? Um helgina fer fram 31. umferð þýsku deildarinnar af 34 og þegar þetta er skrifað er Hamburg átta stigum frá liðunum í 15. og 16. sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir. Tekur liðið á móti Freiburg í dag og allt annað en sigur þýðir að HSV er svo gott sem fallið úr efstu deild eftir 54 ára dvöl. Takist Freiburg og Mainz að ná þremur stigum um helgina verður munurinn orðinn ellefu stig þegar þrjár umferðir verða eftir og örlög þeirra ráðin. Spurningin er svo hvort félagið láti fjarlægja klukkuna ef HSV fellur úr deild þeirra bestu og veiti liðinu andrými til að byggja upp að nýju í stað þess að burðast með sögu félagsins á bakinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira