Hafa ekki upplýsingar um umfang skattaundanskota í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 20:21 Skattrannsóknarstjóri býr ekki yfir upplýsingum um umfang þeirra fjármuna sem ríkissjóður verður af vegna skattaundanskota í ferðaþjónustu í gegnum erlendar bókunarsíður. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar óttast um orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi vegna skattaundanskota.Fréttablaðið greindi frá því í gær að færst hafi í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður. Fyrirtækin fái greiðslur inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. Embætti skattrannsóknastjóra býr þó ekki yfir vitneskju um umfang mála af slíkum toga. „Við höfum það ekki og höfum ekki tekið það neitt sérstaklega saman,” segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. Slík mál hafi aftur á móti komið inn á borð embættisins. „Þetta er í sjálfu sér ekkert sem er nýtt fyrir skattayfirvöld eða neitt sem kemur á óvart. Og íslensk skattayfirvöld eru ágætlega sett með það hvernig þau geta brugðist við þessu,” segir Bryndís. Ísland sé aðili að mörgum samningum við önnur ríki sem veiti aðgang og aðstoð við upplýsingaöflun. Bryndís telur aftur á móti að viðurlög við skattalagabrotum vera allt of væg hér á landi.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/skjáskotHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að regluverk, eftirlit og viðurlög verði að taka mið af breytingum sem verði í samfélaginu, til að mynda hvað varðar net- og alþjóðavæðingu. „Það er auðvitað bara skýlaus krafa okkar og fyrirtækja í ferðaþjónustu, þeir sem eru með allt uppi á borðum, að það sitji allir við sama borð,” segir Helga. Sem betur fer séu flestir heiðarlegir í sinni starfsemi að sögn Helgu en mál sem þessi séu ferðaþjónustunni ekki til framdráttar. „Orðsporið skiptir gríðarlega miklu máli.” Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri býr ekki yfir upplýsingum um umfang þeirra fjármuna sem ríkissjóður verður af vegna skattaundanskota í ferðaþjónustu í gegnum erlendar bókunarsíður. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar óttast um orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi vegna skattaundanskota.Fréttablaðið greindi frá því í gær að færst hafi í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður. Fyrirtækin fái greiðslur inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. Embætti skattrannsóknastjóra býr þó ekki yfir vitneskju um umfang mála af slíkum toga. „Við höfum það ekki og höfum ekki tekið það neitt sérstaklega saman,” segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. Slík mál hafi aftur á móti komið inn á borð embættisins. „Þetta er í sjálfu sér ekkert sem er nýtt fyrir skattayfirvöld eða neitt sem kemur á óvart. Og íslensk skattayfirvöld eru ágætlega sett með það hvernig þau geta brugðist við þessu,” segir Bryndís. Ísland sé aðili að mörgum samningum við önnur ríki sem veiti aðgang og aðstoð við upplýsingaöflun. Bryndís telur aftur á móti að viðurlög við skattalagabrotum vera allt of væg hér á landi.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/skjáskotHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að regluverk, eftirlit og viðurlög verði að taka mið af breytingum sem verði í samfélaginu, til að mynda hvað varðar net- og alþjóðavæðingu. „Það er auðvitað bara skýlaus krafa okkar og fyrirtækja í ferðaþjónustu, þeir sem eru með allt uppi á borðum, að það sitji allir við sama borð,” segir Helga. Sem betur fer séu flestir heiðarlegir í sinni starfsemi að sögn Helgu en mál sem þessi séu ferðaþjónustunni ekki til framdráttar. „Orðsporið skiptir gríðarlega miklu máli.”
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00