Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 20. apríl 2018 12:00 Andri Rúnar Bjarnason raðaði inn mörkum fyrir Grindavík en hver tekur við? Mynd/Adidas Íþróttadeild Vísir og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Grindavík sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar sem er tveimur sætum neðar en í fyrra þegar að nýliðarnir komu upp með stæl og enduðu í fimmta sæti. Grindjánar áttu, eins og allir vita, markahæsta leikmann síðustu leiktíðar en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið með sínum 19 mörkum. Grindvíkingar þurfa að fá fleiri að markaskorun í sumar ef annars tímabils heilkennið á ekki að bíta þá of fast í rassinn. Sagan segir að gullskórinn komi aftur til Grindavíkur í ár en sumarið eftir að þrír síðustu 19 marka mennirnir jöfnuðu metið varð annar leikmaður liðsins sá markahæsti. Pétur Ormslev fékk gullskóinn hjá Fram 1987, ári eftir að Guðmundur Torfason jafnaði met Péturs Péturssonar, Mihajlo Bibercic tók gullskóinn 1994 eftir að Þórður Guðjónsson setti 19 mörk árið 1993 og Steingrímur Jóhannesson heitinn skoraði 16 mörk og fékk gullskóinn árið eftir að Tryggvi Guðmundsson skoraði sín 19 mörk árið 1997. Þjálfari Grindavíkur er Óli Stefán Flóventsson sem hefur gert frábæra hluti með Grindavíkurliðið. Honum hefur tekist að gefa því einkenni og gert það mun skipulagðra en áður. Hann vinnur mikið með andlega þáttinn utan vallar og virðist ná mjög vel til leikmanna sinna. Hann hefur líka mikið Grindavíkurhjarta en Óli Stefán er sá þjálfari í deildinni sem hefur spilað flesta leiki (194) og skorað flest mörk (32) fyrir liðið sem hann þjálfar. Óli Kristjáns (149-9) er næstur í röðinni.Svona munum við eftir GrindavíkSíðasta sumar hjá Grindavík snerist meira og minna um Andra Rúnar Bjarnason sem sneri lífi sínu við og um leið fótboltaferlinum. Hann var gjörsamlega óstöðvandi og skoraði ekki bara 19 mörk heldur mörg mikilvæg í erfiðum leikjum og tryggði Grindjánum mikið af stigum. Hann hefði getað bætt markametið en brenndi af nokkrum vítaspyrnum, meðal annars í síðustu umferðinni. Honum tókst samt sem áður að jafna metið með fallegu marki og kom sér á stall með fjórum af bestu leikmönnum efstu deildar frá upphafi. Liðið og leikmenngrafík/hlynurGrindavíkurliðið er ekki mikið breytt en fær leikmenn til baka sem voru svolítið meiddir á síðustu leiktíð. Það er með virkilega sterka vörn og góðan markvörð og breiddin í liðinu eru fín. Þarna eru bæði leikmenn sem voru góðir í fyrra, sumir sem eiga enn þá eitthvað inni og ungir menn sem gætu sprungið út.Þrír sem Grindavík treystir á:Kristijan Jajalo: Markvörðurinn magnaði átti marga frábæra leiki á síðustu leiktíð en þurfti samt að sækja boltann 39 sinnum í netið. Bosníumaðurinn er einn af bestu markvörðum deildarinnar og frábær í fótunum. Spyrnur hans geta búið til mjög hættulegar skyndisóknir. Jajalo hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu fyrir aftan sterka vörn og þannig þarf það að vera í sumar.Björn Berg Bryde: Þessi 26 ára gamli varnarmaður er búinn að spila með uppeldisfélaginu Grindavík síðan 2012 en aldrei þótt eitthvað stórt nafn í bransanum. Það gæti breyst í sumar því miðvörðurinn hávaxni var einn albesti leikmaður undirbúningstímabilsins og ein helsta ástæða þess að Grindavík fékk aðeins á sig tvö mörk í sex leikjum í Lengjubikarnum þar til að kom að úrslitaleiknum á móti Val. Frábær skallamaður með góðar staðsetningar í teignum.Alexander Veigar Þórarinsson: Miðjumaðurinn tekkníski gat leyft sér að vera aðeins undir pari á síðustu leiktíð þar sem að Andri Rúnar Bjarnason stal senunni. Alexander Veigar var besti leikmaður Inkasso-deildarinnar 2016 og skoraði þá fjórtán mörk en setti aðeins tvö á síðustu leiktíð. Hann verður að gera betur og skila fleiri mörkum á þessari leiktíð. Markaðurinn grafík/gvendurGrindvíkingar voru ekki stórtækir á félagaskiptamarkaðnum og það fór eins og flesta grunaði þegar að Andri Rúnar Bjarnason yfirgaf Suðurnesin og hélt í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Þar flugu yfir hafið 19 mörk sem erfitt verður að finna. Ekki bara fór hann heldur besti miðjumaður liðsins á síðustu leiktíð, Milos Zeravica, sem og Aron Freyr Róbertsson sem átti stórgott tímabil í hægri bakverðinum og nældi sér í sæti í U21 árs landsliðinu á síðustu leiktíð. Til að leysa Andra Rúnar af hólmi tók Óli Stefán sénsinn á Jóhanni Helga Hannessyni en Þórsarinn hefur verið nokkuð dapur í markaskorun á undirbúningstímabilinu og er búinn að missa sæti sitt í byrjunarliðinu. Aron Jóhannsson er spennandi leikmaður úr Hafnarfirði en algjörlega óskrifað blað í efstu deild.Einkunn: D+Hvað segir sérfræðingurinn?„Ég er rosalega hrifinn af Grindvíkingunum,“ segir Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Pepsi-markanna, um Grindavíkurliðið. „Mér fannst þeir skemmtilegir í fyrra. Grindavík er með flott lið sem einkennis af mikilli samheldni. Þeir samt missa auðvitað sinn allra hættulegasta leikmann en þeir virðast í vetur hafa þjappað liðsheildinni enn þá betur saman.“ „Þjálfararnir eru mjög færir og hafa sýnt að þeir geta búið til mikið úr ekkert svakalega miklu. Þeir þora að spila góðan og flottan fótbolta en augun í ár verða á nýju mönnunum eins og Jóhanni og hvernig honum tekst að fylla í skarðið sem Andri skildi eftir sig.“ „Ef að það tekst held ég að þeir gætu verið fyrir ofan miðja deild og fylgt eftir góðu síðasta sumri og náð að halda stöðugleika í efstu deild,“ segir Reynir Leósson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um Grindavík er ... að það mun eiga í vandræðum með að finna mörkin sem Andri kemur ekki með í ár. Liðið hefur ekki verið að raða inn mörkunum í vetur en aftur á móti tekið varnarleikinn alveg í gegn sem var mikill þurfi á eftir síðustu leiktíð. Grindavíkurliðið er mjög skipulagt og vinnusamt og verður erfitt að vinna það. Það hefur fastmótaða hugmynd um leikstíl og sitt einkenni og er með góðan þjálfara sem virðist alveg vita hvað hann vill með liðið.Spurningamerkin eru ... mjög augljóslega hver eða hverjir ætla að skora mörkin. Óli Stefán hefur sagt að á síðustu leiktíð breytti hann sóknarleik liðsins og byggði hann í kringum Andra Rúnar þar sem að hann var svo heitur en nú eiga fleiri að koma að markaskorun. Geta Grindvíkingar komið mikið til baka miðað við leikstílinn þar sem að það vill helst liggja svolítið til baka og sækja hratt? Svo er spurning hvernig menn ráða við annars tímabils heilkennið sem hefur reynst mörgum liðum erfitt.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Það hafa fleiri skorað mörk á Íslandi en Andri Rúnar Bjarnason. Það er alveg líf eftir Andra Rúnar. Við þurftum að skora svona mörk í fyrra því við fengum svo mikið á okkur en Óli Stefán, sem er besti þjálfarinn í deildinni, er búinn að græja þetta. Hann tók bara til í varnarleiknum. Áður en að við púpuðum aðeins í buxurnar á móti Val í úrslitum Lengjubikarsins unnum við fimm leiki og gerðum eitt jafntefli með markatölunni, 13-2. Það þarf ekkert að skora jafnmikið ef að maður fær ekki svo mikið á sig. Þetta veit Óli og því hef ég engar áhyggjur af einhverju heilkenni. Björn Berg Bryde er á leiðinni að verða ofurstjarna, við erum búnir að fá Mateo aftur á miðjuna, erum með besta markvörð deildarinnar og spennandi sóknarmenn í Alex og Aroni Jóhannssyni. Óli Stefán veit alveg hvað við verðum að gera. Evrópubarátta á okkur.Siggi: Þú áttar þig á að Andri Rúnar skoraði 19 af 31 marki okkar í fyrra. 19 af 31! Það er svo ekki eins og einhver annar framherji hafi komist í gang í vetur og nýtt tækifærið. Jóhann Helgi sem Óli Stefán er svo hrifinn af entist ekki út veturinn í byrjunarliðinu áður en að hann var kominn á bekkinn. Alexander Veigar virðist ekki ætla að stíga upp en Rene Joensen hefur eiginlega verið okkar hættulegasti maður. Varnarleikurinn hefur verið flottur en það er eitt að fá ekki mark á sig á undirbúningstímabilinu og svo í Pepsi-deildinni. Vörnin er eiginlega sú sama og fékk á sig 39 mörk í fyrra og svo er sami markvörður. Hann er alveg góður á milli stanganna en hann þurfti að ná ansi oft í boltann í netið síðasta sumar. Ég hef engar áhyggjur af falli eða neitt svoleiðis en er hræddur um of miklar væntingar eftir þetta fína gengi í Lengjubikarnum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íþróttadeild Vísir og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Grindavík sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar sem er tveimur sætum neðar en í fyrra þegar að nýliðarnir komu upp með stæl og enduðu í fimmta sæti. Grindjánar áttu, eins og allir vita, markahæsta leikmann síðustu leiktíðar en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið með sínum 19 mörkum. Grindvíkingar þurfa að fá fleiri að markaskorun í sumar ef annars tímabils heilkennið á ekki að bíta þá of fast í rassinn. Sagan segir að gullskórinn komi aftur til Grindavíkur í ár en sumarið eftir að þrír síðustu 19 marka mennirnir jöfnuðu metið varð annar leikmaður liðsins sá markahæsti. Pétur Ormslev fékk gullskóinn hjá Fram 1987, ári eftir að Guðmundur Torfason jafnaði met Péturs Péturssonar, Mihajlo Bibercic tók gullskóinn 1994 eftir að Þórður Guðjónsson setti 19 mörk árið 1993 og Steingrímur Jóhannesson heitinn skoraði 16 mörk og fékk gullskóinn árið eftir að Tryggvi Guðmundsson skoraði sín 19 mörk árið 1997. Þjálfari Grindavíkur er Óli Stefán Flóventsson sem hefur gert frábæra hluti með Grindavíkurliðið. Honum hefur tekist að gefa því einkenni og gert það mun skipulagðra en áður. Hann vinnur mikið með andlega þáttinn utan vallar og virðist ná mjög vel til leikmanna sinna. Hann hefur líka mikið Grindavíkurhjarta en Óli Stefán er sá þjálfari í deildinni sem hefur spilað flesta leiki (194) og skorað flest mörk (32) fyrir liðið sem hann þjálfar. Óli Kristjáns (149-9) er næstur í röðinni.Svona munum við eftir GrindavíkSíðasta sumar hjá Grindavík snerist meira og minna um Andra Rúnar Bjarnason sem sneri lífi sínu við og um leið fótboltaferlinum. Hann var gjörsamlega óstöðvandi og skoraði ekki bara 19 mörk heldur mörg mikilvæg í erfiðum leikjum og tryggði Grindjánum mikið af stigum. Hann hefði getað bætt markametið en brenndi af nokkrum vítaspyrnum, meðal annars í síðustu umferðinni. Honum tókst samt sem áður að jafna metið með fallegu marki og kom sér á stall með fjórum af bestu leikmönnum efstu deildar frá upphafi. Liðið og leikmenngrafík/hlynurGrindavíkurliðið er ekki mikið breytt en fær leikmenn til baka sem voru svolítið meiddir á síðustu leiktíð. Það er með virkilega sterka vörn og góðan markvörð og breiddin í liðinu eru fín. Þarna eru bæði leikmenn sem voru góðir í fyrra, sumir sem eiga enn þá eitthvað inni og ungir menn sem gætu sprungið út.Þrír sem Grindavík treystir á:Kristijan Jajalo: Markvörðurinn magnaði átti marga frábæra leiki á síðustu leiktíð en þurfti samt að sækja boltann 39 sinnum í netið. Bosníumaðurinn er einn af bestu markvörðum deildarinnar og frábær í fótunum. Spyrnur hans geta búið til mjög hættulegar skyndisóknir. Jajalo hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu fyrir aftan sterka vörn og þannig þarf það að vera í sumar.Björn Berg Bryde: Þessi 26 ára gamli varnarmaður er búinn að spila með uppeldisfélaginu Grindavík síðan 2012 en aldrei þótt eitthvað stórt nafn í bransanum. Það gæti breyst í sumar því miðvörðurinn hávaxni var einn albesti leikmaður undirbúningstímabilsins og ein helsta ástæða þess að Grindavík fékk aðeins á sig tvö mörk í sex leikjum í Lengjubikarnum þar til að kom að úrslitaleiknum á móti Val. Frábær skallamaður með góðar staðsetningar í teignum.Alexander Veigar Þórarinsson: Miðjumaðurinn tekkníski gat leyft sér að vera aðeins undir pari á síðustu leiktíð þar sem að Andri Rúnar Bjarnason stal senunni. Alexander Veigar var besti leikmaður Inkasso-deildarinnar 2016 og skoraði þá fjórtán mörk en setti aðeins tvö á síðustu leiktíð. Hann verður að gera betur og skila fleiri mörkum á þessari leiktíð. Markaðurinn grafík/gvendurGrindvíkingar voru ekki stórtækir á félagaskiptamarkaðnum og það fór eins og flesta grunaði þegar að Andri Rúnar Bjarnason yfirgaf Suðurnesin og hélt í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Þar flugu yfir hafið 19 mörk sem erfitt verður að finna. Ekki bara fór hann heldur besti miðjumaður liðsins á síðustu leiktíð, Milos Zeravica, sem og Aron Freyr Róbertsson sem átti stórgott tímabil í hægri bakverðinum og nældi sér í sæti í U21 árs landsliðinu á síðustu leiktíð. Til að leysa Andra Rúnar af hólmi tók Óli Stefán sénsinn á Jóhanni Helga Hannessyni en Þórsarinn hefur verið nokkuð dapur í markaskorun á undirbúningstímabilinu og er búinn að missa sæti sitt í byrjunarliðinu. Aron Jóhannsson er spennandi leikmaður úr Hafnarfirði en algjörlega óskrifað blað í efstu deild.Einkunn: D+Hvað segir sérfræðingurinn?„Ég er rosalega hrifinn af Grindvíkingunum,“ segir Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Pepsi-markanna, um Grindavíkurliðið. „Mér fannst þeir skemmtilegir í fyrra. Grindavík er með flott lið sem einkennis af mikilli samheldni. Þeir samt missa auðvitað sinn allra hættulegasta leikmann en þeir virðast í vetur hafa þjappað liðsheildinni enn þá betur saman.“ „Þjálfararnir eru mjög færir og hafa sýnt að þeir geta búið til mikið úr ekkert svakalega miklu. Þeir þora að spila góðan og flottan fótbolta en augun í ár verða á nýju mönnunum eins og Jóhanni og hvernig honum tekst að fylla í skarðið sem Andri skildi eftir sig.“ „Ef að það tekst held ég að þeir gætu verið fyrir ofan miðja deild og fylgt eftir góðu síðasta sumri og náð að halda stöðugleika í efstu deild,“ segir Reynir Leósson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um Grindavík er ... að það mun eiga í vandræðum með að finna mörkin sem Andri kemur ekki með í ár. Liðið hefur ekki verið að raða inn mörkunum í vetur en aftur á móti tekið varnarleikinn alveg í gegn sem var mikill þurfi á eftir síðustu leiktíð. Grindavíkurliðið er mjög skipulagt og vinnusamt og verður erfitt að vinna það. Það hefur fastmótaða hugmynd um leikstíl og sitt einkenni og er með góðan þjálfara sem virðist alveg vita hvað hann vill með liðið.Spurningamerkin eru ... mjög augljóslega hver eða hverjir ætla að skora mörkin. Óli Stefán hefur sagt að á síðustu leiktíð breytti hann sóknarleik liðsins og byggði hann í kringum Andra Rúnar þar sem að hann var svo heitur en nú eiga fleiri að koma að markaskorun. Geta Grindvíkingar komið mikið til baka miðað við leikstílinn þar sem að það vill helst liggja svolítið til baka og sækja hratt? Svo er spurning hvernig menn ráða við annars tímabils heilkennið sem hefur reynst mörgum liðum erfitt.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Það hafa fleiri skorað mörk á Íslandi en Andri Rúnar Bjarnason. Það er alveg líf eftir Andra Rúnar. Við þurftum að skora svona mörk í fyrra því við fengum svo mikið á okkur en Óli Stefán, sem er besti þjálfarinn í deildinni, er búinn að græja þetta. Hann tók bara til í varnarleiknum. Áður en að við púpuðum aðeins í buxurnar á móti Val í úrslitum Lengjubikarsins unnum við fimm leiki og gerðum eitt jafntefli með markatölunni, 13-2. Það þarf ekkert að skora jafnmikið ef að maður fær ekki svo mikið á sig. Þetta veit Óli og því hef ég engar áhyggjur af einhverju heilkenni. Björn Berg Bryde er á leiðinni að verða ofurstjarna, við erum búnir að fá Mateo aftur á miðjuna, erum með besta markvörð deildarinnar og spennandi sóknarmenn í Alex og Aroni Jóhannssyni. Óli Stefán veit alveg hvað við verðum að gera. Evrópubarátta á okkur.Siggi: Þú áttar þig á að Andri Rúnar skoraði 19 af 31 marki okkar í fyrra. 19 af 31! Það er svo ekki eins og einhver annar framherji hafi komist í gang í vetur og nýtt tækifærið. Jóhann Helgi sem Óli Stefán er svo hrifinn af entist ekki út veturinn í byrjunarliðinu áður en að hann var kominn á bekkinn. Alexander Veigar virðist ekki ætla að stíga upp en Rene Joensen hefur eiginlega verið okkar hættulegasti maður. Varnarleikurinn hefur verið flottur en það er eitt að fá ekki mark á sig á undirbúningstímabilinu og svo í Pepsi-deildinni. Vörnin er eiginlega sú sama og fékk á sig 39 mörk í fyrra og svo er sami markvörður. Hann er alveg góður á milli stanganna en hann þurfti að ná ansi oft í boltann í netið síðasta sumar. Ég hef engar áhyggjur af falli eða neitt svoleiðis en er hræddur um of miklar væntingar eftir þetta fína gengi í Lengjubikarnum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00
Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00