Tveir festust eftir hrakfarir Grímkels Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2018 06:05 Grímkell er köttur - rétt eins og þessi hér. Vísir/Getty Lögreglan þurfti að taka á honum stóra sínum í gærkvöldi þegar henni barst tilkynning um kött í sjálfheldu. Kötturinn Grímkell hafði þá einhvern veginn komið sér út á eyju í syðstu tjörninni í Hljómskálagarðinum og sögðu vegfarendur að hann vældi óstjórnlega. Þegar lögreglumenn komu á vettvang á tíunda tímanum í gærkvöldi sáu þeir að fátt annað var í stöðunni en að vaða út í tjörnina og reyna að bjarga kettinum. Það tókst þó ekki betur en svo að lögreglumaðurinn, sem greinilega hefur dregið stysta stráið, festi sig í mikilli drullu á leiðinni og varð því að snúa til baka. Ákváðu lögreglumennirnir því að kalla á slökkviliðið því að þeim reyndist gjörsamlega ógerlegt að ná til Grímkels. Að sögn lögreglunnar mættu fjórir slökkviliðsmenn á vettvang og fór einn út í tjörnina í vöðlum. Hann, rétt eins og lögreglumaðurinn, festi sig líka. Var þá settur stigi yfir á eyjuna til að þess að slökkviliðsmaðurinn gæti komist að kettinum en þá „var næstum í óefni komið þegar slökkviliðsmaðurinn komst að kettinum því hann festist í drullu en náði að lokum að losa sig og koma kettinum óhultum af eyjunni,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Grímkell er þó sagður hafa verið „mjög blíður“ en „vældi mikið.“ Tilkynnandi tók svo við kettinum og lofaði að fara með Grímkel að heimili hans. Lögreglumál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Lögreglan þurfti að taka á honum stóra sínum í gærkvöldi þegar henni barst tilkynning um kött í sjálfheldu. Kötturinn Grímkell hafði þá einhvern veginn komið sér út á eyju í syðstu tjörninni í Hljómskálagarðinum og sögðu vegfarendur að hann vældi óstjórnlega. Þegar lögreglumenn komu á vettvang á tíunda tímanum í gærkvöldi sáu þeir að fátt annað var í stöðunni en að vaða út í tjörnina og reyna að bjarga kettinum. Það tókst þó ekki betur en svo að lögreglumaðurinn, sem greinilega hefur dregið stysta stráið, festi sig í mikilli drullu á leiðinni og varð því að snúa til baka. Ákváðu lögreglumennirnir því að kalla á slökkviliðið því að þeim reyndist gjörsamlega ógerlegt að ná til Grímkels. Að sögn lögreglunnar mættu fjórir slökkviliðsmenn á vettvang og fór einn út í tjörnina í vöðlum. Hann, rétt eins og lögreglumaðurinn, festi sig líka. Var þá settur stigi yfir á eyjuna til að þess að slökkviliðsmaðurinn gæti komist að kettinum en þá „var næstum í óefni komið þegar slökkviliðsmaðurinn komst að kettinum því hann festist í drullu en náði að lokum að losa sig og koma kettinum óhultum af eyjunni,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Grímkell er þó sagður hafa verið „mjög blíður“ en „vældi mikið.“ Tilkynnandi tók svo við kettinum og lofaði að fara með Grímkel að heimili hans.
Lögreglumál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira