Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 21:27 Donald Trump og John Kelly. Vísir/GETTY John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, telur sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. Kelly mun hafa kallað Trump „fífl“ nokkrum sinnum svo starfsmenn Hvíta hússins hafa heyrt til. Þetta hefur NBC eftir átta núverandi og fyrrverandi embættismönnum sem starfa eða störfuðu innan veggja Hvíta hússins.Fjórir af heimildarmönnum NBC segjast hafa heyrt Kelly kalla Trump fífl nokkrum sinnum. „Hann veit ekki einu sinni hvað DACA er. Hann er fífl. Við þurfum að bjarga honum frá sjálfum sér,“ sögðust tveir heimildarmenn NBC hafa heyrt Kelly segja um Trump. Talsmenn Hvíta hússins draga þó í efa að hershöfðinn fyrrverandi hefði gert slíkt. Starfsmennirnir segja ólíklegt að Kelly muni endast lengi í starfi sínu. Hann sé bæði orðinn þreyttur á Trump og forsetinn orðinn þreyttur á honum. Starfsandi Hvíta húsins hefur versnað að undanförnu undir stjórn Kelly sem hefur þurft að horfa upp á áhrif sín minnka mikið. Kelly segir lítið til í þessum fregnum. „Ég ver meiri tíma með forsetanum en nokkur annar og samband okkar er hreinskilið og sterkt. Hann veit alltaf hvar ég stend og við vitum báðir að þessi frétt er kjaftæði,“ hafa blaðamenn Hvíta hússins eftir Kelly. Enn fremur sagði hann þetta vera enn eina aumkunarlega tilraun til að koma óorði á nánustu starfsmenn Trump. NBC sagði frá því í fyrra að Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði kallaði Trump „fávita“ í návist starfsmanna Hvíta hússins. Tillerson neitaði að ræða við blaðamenn um hvort hann hefði kallað forsetann fávita og sagði frekar að sá hluti fréttarinnar sem fjallaði um að hann væri að íhuga að segja af sér væri rangur. Trump skoraði á Tillerson í greindarvísitölupróf og rak hann svo með tísti fimm mánuðum seinna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, telur sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. Kelly mun hafa kallað Trump „fífl“ nokkrum sinnum svo starfsmenn Hvíta hússins hafa heyrt til. Þetta hefur NBC eftir átta núverandi og fyrrverandi embættismönnum sem starfa eða störfuðu innan veggja Hvíta hússins.Fjórir af heimildarmönnum NBC segjast hafa heyrt Kelly kalla Trump fífl nokkrum sinnum. „Hann veit ekki einu sinni hvað DACA er. Hann er fífl. Við þurfum að bjarga honum frá sjálfum sér,“ sögðust tveir heimildarmenn NBC hafa heyrt Kelly segja um Trump. Talsmenn Hvíta hússins draga þó í efa að hershöfðinn fyrrverandi hefði gert slíkt. Starfsmennirnir segja ólíklegt að Kelly muni endast lengi í starfi sínu. Hann sé bæði orðinn þreyttur á Trump og forsetinn orðinn þreyttur á honum. Starfsandi Hvíta húsins hefur versnað að undanförnu undir stjórn Kelly sem hefur þurft að horfa upp á áhrif sín minnka mikið. Kelly segir lítið til í þessum fregnum. „Ég ver meiri tíma með forsetanum en nokkur annar og samband okkar er hreinskilið og sterkt. Hann veit alltaf hvar ég stend og við vitum báðir að þessi frétt er kjaftæði,“ hafa blaðamenn Hvíta hússins eftir Kelly. Enn fremur sagði hann þetta vera enn eina aumkunarlega tilraun til að koma óorði á nánustu starfsmenn Trump. NBC sagði frá því í fyrra að Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði kallaði Trump „fávita“ í návist starfsmanna Hvíta hússins. Tillerson neitaði að ræða við blaðamenn um hvort hann hefði kallað forsetann fávita og sagði frekar að sá hluti fréttarinnar sem fjallaði um að hann væri að íhuga að segja af sér væri rangur. Trump skoraði á Tillerson í greindarvísitölupróf og rak hann svo með tísti fimm mánuðum seinna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira