Handarlausi varnarmaðurinn kominn í NFL-deildina | Spilar með tvíburabróður sínum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2018 13:00 Griffin fagnar eftir að hafa verið valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar. vísir/getty Fallegasta saga NFL-nýliðavalsins um helgina er um hinn handalausa Shaquem Griffin sem var valinn númer 141 þrátt fyrir fötlun. Það var lið Seattle Seahawks sem valdi hann og Griffin mun því spila í NFL-deildinni með tvíburabróður sínum, Shaquill, hjá Seahawks. Sá var valinn af Sjóhaukunum í nýliðavalinu í fyrra. Shaquill fékk að færa bróður sínum góðu tíðindin og það gerði hann að sjálfsögðu með því að tækla hann inn á baðherbergi. Annað hefði verið mjög óeðlilegt. Þeir bræðurnir fæddust með 60 sekúndna millibili og eru eins að öllu leyti fyrir utan einn galla á Shaquem. Þegar Shaquem var í maga móður sinnar flæktist vefur um vinstri hönd hans sem gerði það að verkum að fingurnir náðu aldrei að vaxa sökum skorts á blóðflæði. „Ég man þegar að ljósmóðirin kom með hann til mín og ég fjarlægði teppið sem huldi hann. Þá sá ég þetta,“ segir Tangie Griffin, móðir tvíburana, með tárin í augunum í viðtali við ESPN þar sem saga Shaquem er rakin.Griffin í leik í háskólaboltanum.vísir/gettyÞessi fæðingargalli átti eftir að hafa mikil áhrif á piltinn á fyrstu árum ævi hans er hann upplifði mikinn sársauka. Svæðið var svo viðkvæmt að hver einasta skráma varð til þess að Shaquem grét vegna ofsafengins sársauka. „Ég mun aldrei gleyma sársaukanum,“ segir Shaquem sem gafst upp á sársaukanum þegar að hann var fjögurra ára gamall. Þá var hann búinn að fá nóg. Hann fór fram í eldhús um miðja nótt þegar að sársaukinn var búinn að yfirbuga hann. Shaquem tók upp hníf og ætlaði að skera af sér höndina. „Ég man enn þá eftir hvernig hann grét og öskraði,“ segir bróðir hans, Shaquill, en Shaquem fékk ósk sína uppfyllta nokkrum dögum síðar þegar að höndin var fjarlægð af skurðlæknum. Móðir hans segir að hún vissi um leið að það var rétt ákvörðum því þar hófst líf Shaquem Griffin fyrir alvöru. Hér má lesa frábæra úttekt á Shaquem en hann er einstakur íþróttamaður sem gaman verður að fylgjast með í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Fallegasta saga NFL-nýliðavalsins um helgina er um hinn handalausa Shaquem Griffin sem var valinn númer 141 þrátt fyrir fötlun. Það var lið Seattle Seahawks sem valdi hann og Griffin mun því spila í NFL-deildinni með tvíburabróður sínum, Shaquill, hjá Seahawks. Sá var valinn af Sjóhaukunum í nýliðavalinu í fyrra. Shaquill fékk að færa bróður sínum góðu tíðindin og það gerði hann að sjálfsögðu með því að tækla hann inn á baðherbergi. Annað hefði verið mjög óeðlilegt. Þeir bræðurnir fæddust með 60 sekúndna millibili og eru eins að öllu leyti fyrir utan einn galla á Shaquem. Þegar Shaquem var í maga móður sinnar flæktist vefur um vinstri hönd hans sem gerði það að verkum að fingurnir náðu aldrei að vaxa sökum skorts á blóðflæði. „Ég man þegar að ljósmóðirin kom með hann til mín og ég fjarlægði teppið sem huldi hann. Þá sá ég þetta,“ segir Tangie Griffin, móðir tvíburana, með tárin í augunum í viðtali við ESPN þar sem saga Shaquem er rakin.Griffin í leik í háskólaboltanum.vísir/gettyÞessi fæðingargalli átti eftir að hafa mikil áhrif á piltinn á fyrstu árum ævi hans er hann upplifði mikinn sársauka. Svæðið var svo viðkvæmt að hver einasta skráma varð til þess að Shaquem grét vegna ofsafengins sársauka. „Ég mun aldrei gleyma sársaukanum,“ segir Shaquem sem gafst upp á sársaukanum þegar að hann var fjögurra ára gamall. Þá var hann búinn að fá nóg. Hann fór fram í eldhús um miðja nótt þegar að sársaukinn var búinn að yfirbuga hann. Shaquem tók upp hníf og ætlaði að skera af sér höndina. „Ég man enn þá eftir hvernig hann grét og öskraði,“ segir bróðir hans, Shaquill, en Shaquem fékk ósk sína uppfyllta nokkrum dögum síðar þegar að höndin var fjarlægð af skurðlæknum. Móðir hans segir að hún vissi um leið að það var rétt ákvörðum því þar hófst líf Shaquem Griffin fyrir alvöru. Hér má lesa frábæra úttekt á Shaquem en hann er einstakur íþróttamaður sem gaman verður að fylgjast með í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira