T-Mobile og Sprint í eina sæng Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2018 06:57 John Legere, forstjóri T-Mobile, er spenntur fyrir samrunanum. Vísir/getty Bandaríski fjarskiptarisinn T-Mobile hefur samþykkt að festa kaup á einum helsta keppinauti sínum, fjarskiptafyrirtækinu Sprint, fyrir um 26 milljarða bandaríkjadala. Upphæðin nemur um 2600 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða samruna þriðja og fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækis Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að samruninn muni auka samkeppnishæfni sameinaðs fyrirtækis og auðvelda því að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þeir eru um 130 milljónir talsins. Þó má ætla að eitthvað sé í það að samruninn gangi í gegn. Samkeppnisyfirvöld vestanhafs eiga eftir að gefa grænt ljós á samrunann, sem talinn er geta haft töluverð áhrif á verðlag á bandarískum fjarskiptamarkaði. Fyrirtækin tvö hafa rætt samruna frá árinu 2014 en ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, lagði stein í götu viðræðnanna til að sporna við auðhringamyndun í geiranum. Forstjóri T-Mobile, John Legere, er þó hvergi banginn og segir að hið sameinaða fyrirtæki muni verja 40 milljörðum dala, 4000 milljörðum króna, í þróun og uppsetningu nýs 5G fjarskiptanets. Hann segir afkastagetu slíks nets vera um 30-falt meiri en núverandi kerfis.With @Sprint's incredible 2.5 GHz spectrum, @TMobile's nationwide 600 MHz + our other combined assets… Together, we will build the highest-capacity mobile network in US history!! I'm talking 30X more capacity than T-Mobile today!! #5GForAll https://t.co/5eK0nITWKh— John Legere (@JohnLegere) April 29, 2018 Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríski fjarskiptarisinn T-Mobile hefur samþykkt að festa kaup á einum helsta keppinauti sínum, fjarskiptafyrirtækinu Sprint, fyrir um 26 milljarða bandaríkjadala. Upphæðin nemur um 2600 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða samruna þriðja og fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækis Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að samruninn muni auka samkeppnishæfni sameinaðs fyrirtækis og auðvelda því að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þeir eru um 130 milljónir talsins. Þó má ætla að eitthvað sé í það að samruninn gangi í gegn. Samkeppnisyfirvöld vestanhafs eiga eftir að gefa grænt ljós á samrunann, sem talinn er geta haft töluverð áhrif á verðlag á bandarískum fjarskiptamarkaði. Fyrirtækin tvö hafa rætt samruna frá árinu 2014 en ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, lagði stein í götu viðræðnanna til að sporna við auðhringamyndun í geiranum. Forstjóri T-Mobile, John Legere, er þó hvergi banginn og segir að hið sameinaða fyrirtæki muni verja 40 milljörðum dala, 4000 milljörðum króna, í þróun og uppsetningu nýs 5G fjarskiptanets. Hann segir afkastagetu slíks nets vera um 30-falt meiri en núverandi kerfis.With @Sprint's incredible 2.5 GHz spectrum, @TMobile's nationwide 600 MHz + our other combined assets… Together, we will build the highest-capacity mobile network in US history!! I'm talking 30X more capacity than T-Mobile today!! #5GForAll https://t.co/5eK0nITWKh— John Legere (@JohnLegere) April 29, 2018
Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira