Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2018 21:45 Hassan Rouhani, forseti Írans, segir leiðtoga ESB hafa takmörkuð tækifæri til að bjarga kjarnorkusamningnum. vísir/getty Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sagt að Evrópa hafi takmörkuð tækifæri til að bjarga samningnum. Trump tilkynnti um ákvörðun sína í gær og í dag hótaði hann því að láta evrópsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Íran finna fyrir því. Evrópusambandið hefur á móti heitið því að verja fyrirtækin fyrir hvers konar refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna vilja sannfæra Írani um að hægt sé að bjarga samningnum á fundi sem halda á í London á mánudag. Er búist við að Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, mæti á fundinn.Macron vill standa við samninginn í öllum atriðum Þeir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Rouhani ræddust við í síma í dag. Í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu vegna símtalsins sagði að Macron hefði lagt áherslu á að hann vilji standa við samninginn í öllum atriðum. Þá lagði hann jafnframt áherslu á að Íranir gerðu slíkt hið sama. Íranskir fjölmiðlar greindu svo frá því að Rouhani hafi sagt við Macron að við núverandi aðstæður hefði Evrópa ekki mörg tækifæri til þess að bjarga samningnum. Leiðtogar álfunnar yrðu að skýra afstöðu sína sem fyrst, útskýra og tilkynna hvað þeir hyggist gera varðandi skyldur sínar í samningnum. Ráðherrar ESB vonast til að geta kynnt fyrir Írönum trúverðuga lausn svo sefa megi ótta þeirra um þau áhrif sem ákvörðun Trump kann að hafa á viðskiptasamband ESB og Írans. „Samningurinn er ekki búinn að vera. Bandaríkjamenn hafa dregið sig út úr honum en samningurinn er þarna enn,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands í dag. Donald Trump Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sagt að Evrópa hafi takmörkuð tækifæri til að bjarga samningnum. Trump tilkynnti um ákvörðun sína í gær og í dag hótaði hann því að láta evrópsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Íran finna fyrir því. Evrópusambandið hefur á móti heitið því að verja fyrirtækin fyrir hvers konar refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna vilja sannfæra Írani um að hægt sé að bjarga samningnum á fundi sem halda á í London á mánudag. Er búist við að Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, mæti á fundinn.Macron vill standa við samninginn í öllum atriðum Þeir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Rouhani ræddust við í síma í dag. Í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu vegna símtalsins sagði að Macron hefði lagt áherslu á að hann vilji standa við samninginn í öllum atriðum. Þá lagði hann jafnframt áherslu á að Íranir gerðu slíkt hið sama. Íranskir fjölmiðlar greindu svo frá því að Rouhani hafi sagt við Macron að við núverandi aðstæður hefði Evrópa ekki mörg tækifæri til þess að bjarga samningnum. Leiðtogar álfunnar yrðu að skýra afstöðu sína sem fyrst, útskýra og tilkynna hvað þeir hyggist gera varðandi skyldur sínar í samningnum. Ráðherrar ESB vonast til að geta kynnt fyrir Írönum trúverðuga lausn svo sefa megi ótta þeirra um þau áhrif sem ákvörðun Trump kann að hafa á viðskiptasamband ESB og Írans. „Samningurinn er ekki búinn að vera. Bandaríkjamenn hafa dregið sig út úr honum en samningurinn er þarna enn,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands í dag.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15
Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51
Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19