Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2018 12:03 Haspel hefur unnið fyrir CIA frá árinu 1985. Hún yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni. Vísir/AFP Gina Haspel, frambjóðandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta til embættis forstjóra leyniþjónustunnar CIA, lofar því að svonefnd „yfirheyrsluáætlun“ stofnunarinnar verði aldrei endurvakin. Haspel hefur mætt andspyrnu þingmanna vegna aðkomu hennar að pyntingum CIA eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Tilnefning Haspel hefur reynst umdeild. Hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Hún tók einnig þátt í að eyða myndbandssönnunargögnum um pyntingarnar árið 2005. CIA hefur talað um pyntingarnar sem „auknar yfirheyrsluaðferðir“. Tengsl hennar við umdeildasta hluta síðari tíma sögu CIA reyndist Haspel fjötur um fót árið 2013 þegar stofnunin vildi fela henni að stýra leynilegum aðgerðum. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta tilnefningu Haspel vegna hennar.Yrði fyrst kvenna til að stýra CIA Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Haspel hefði boðist til að draga sig í hlé á föstudag til þess að hún þurfi ekki að ræða pyntingarnar opinberlega fyrir þingnefnd sem fjallar um tilnefningu hennar. Trump forseti lýsti engu að síður stuðning við hana og gaf í skyn að demókratar væru á móti Haspel vegna þess að hún tæki „hart“ á hryðjuverkum. Haspel kemur fyrir leyniþjónustunefndina í dag en fulltrúar hennar þurfa að staðfesta tilnefningu hennar sem forstjóri CIA. Í skriflegum framburði sem Haspel sendi nefndinni kemur fram að hún ætli sér afdráttarlaust ekki að endurvekja yfirheyrsluáætlunina og fangelsanir í leynifangelsum á erlendri grundu. Búist er við því að demókratar í nefndinni gangi hart að henni í dag, að sögn Washington Post. Repúblikanar hafa aftur á móti lofað feril hennar hjá CIA og bent á að hún yrði fyrsta konan til að gegna embætti forstjóra CIA. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30 Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Gina Haspel, frambjóðandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta til embættis forstjóra leyniþjónustunnar CIA, lofar því að svonefnd „yfirheyrsluáætlun“ stofnunarinnar verði aldrei endurvakin. Haspel hefur mætt andspyrnu þingmanna vegna aðkomu hennar að pyntingum CIA eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Tilnefning Haspel hefur reynst umdeild. Hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Hún tók einnig þátt í að eyða myndbandssönnunargögnum um pyntingarnar árið 2005. CIA hefur talað um pyntingarnar sem „auknar yfirheyrsluaðferðir“. Tengsl hennar við umdeildasta hluta síðari tíma sögu CIA reyndist Haspel fjötur um fót árið 2013 þegar stofnunin vildi fela henni að stýra leynilegum aðgerðum. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta tilnefningu Haspel vegna hennar.Yrði fyrst kvenna til að stýra CIA Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Haspel hefði boðist til að draga sig í hlé á föstudag til þess að hún þurfi ekki að ræða pyntingarnar opinberlega fyrir þingnefnd sem fjallar um tilnefningu hennar. Trump forseti lýsti engu að síður stuðning við hana og gaf í skyn að demókratar væru á móti Haspel vegna þess að hún tæki „hart“ á hryðjuverkum. Haspel kemur fyrir leyniþjónustunefndina í dag en fulltrúar hennar þurfa að staðfesta tilnefningu hennar sem forstjóri CIA. Í skriflegum framburði sem Haspel sendi nefndinni kemur fram að hún ætli sér afdráttarlaust ekki að endurvekja yfirheyrsluáætlunina og fangelsanir í leynifangelsum á erlendri grundu. Búist er við því að demókratar í nefndinni gangi hart að henni í dag, að sögn Washington Post. Repúblikanar hafa aftur á móti lofað feril hennar hjá CIA og bent á að hún yrði fyrsta konan til að gegna embætti forstjóra CIA.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30 Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30
Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30