Bestur í 5. flokki, fór í franskarnar í menntó en er nú skærasta stjarna Blika Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2018 19:15 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta, er búinn að skora tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Blika og ætlar sér stærri hluti. Markið sem hann skoraði á móti FH í gær var einkar glæsilegt. „Markið kom mér eiginlega á óvart því ég var í „blackbout-i“ þegar að ég komst í þessa stöðu. Það var fínt að fá ekki tíma til þess að hugsa hvað ég var að gera. Þetta gerðist bara,“ segir Gísli. Gísli og félagar hafa mætt af krafti til leiks í fyrstu leikjum tímabilsins. Þeir spila beinskeyttan og líflegan bolta og skora mörk. Það er eitthvað annað en depurðin yfir þeim grænu í fyrra. Hvað breyttist? „Þetta er svolítið frjálst núna. Maður fær mikið frelsi og Gústi er bara topp gaur. Öllum líður vel í sínu skinni og það er ekkert verið að flækja hlutina,“ segir hann. „Ef maður pælir aðeins í síðasta tímabili þá var allt í rugli. Við byrjuðum með Adda og vorum með hann í tveimur leikjum en svo fáum við þjálfara úr 2. flokki til að stýra leikjunum og eftir það kemur Milos en það var svaka drama í kringum það. Sjálfur spilaði ég allar stöðurnar nema vinstri bakvörð og mark. Það var allt í rugli og að enda í sjötta sæti miðað við það sem að gekk á var það allt í lagi.“ Gísli er fæddur árið 1994 og sló fyrst almennilega í gegn í fyrra. Það tók hann lengri tíma en aðrir ungir Blikar að festa sér sæti í liðinu en það var eitthvða sem hann gaf næstum því upp á bátinn. „Ég var langbestur í fimmta flokki. Árni, Höskuldur og Oliver áttu ekki séns í mig. Maður stríddi líka Sverri Inga stundum þegar ég var að spila up fyrir mig. En þegar að við fórum í ellefu manna bolta gekk þetta ekki alveg nógu vel. Ég var miklu minni en allir og meiðist svo í þriðja flokki og missi áhugann á þessu,“ segir Gísli. „Þegar að Einar Ólafsson tók við öðrum flokki reif hann mig upp og ég hætti í fröllunum í MK og þá byrjaði maður að hafa aftur gaman að þessu og gerði þetta almennilega. Ég gerði mér aldrei vonir um að spila hérna fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli. En svo var maður þolinmóður og gerði sitt á hverjum degi og þá kom þetta,“ segir Gísli Eyjólfsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta, er búinn að skora tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Blika og ætlar sér stærri hluti. Markið sem hann skoraði á móti FH í gær var einkar glæsilegt. „Markið kom mér eiginlega á óvart því ég var í „blackbout-i“ þegar að ég komst í þessa stöðu. Það var fínt að fá ekki tíma til þess að hugsa hvað ég var að gera. Þetta gerðist bara,“ segir Gísli. Gísli og félagar hafa mætt af krafti til leiks í fyrstu leikjum tímabilsins. Þeir spila beinskeyttan og líflegan bolta og skora mörk. Það er eitthvað annað en depurðin yfir þeim grænu í fyrra. Hvað breyttist? „Þetta er svolítið frjálst núna. Maður fær mikið frelsi og Gústi er bara topp gaur. Öllum líður vel í sínu skinni og það er ekkert verið að flækja hlutina,“ segir hann. „Ef maður pælir aðeins í síðasta tímabili þá var allt í rugli. Við byrjuðum með Adda og vorum með hann í tveimur leikjum en svo fáum við þjálfara úr 2. flokki til að stýra leikjunum og eftir það kemur Milos en það var svaka drama í kringum það. Sjálfur spilaði ég allar stöðurnar nema vinstri bakvörð og mark. Það var allt í rugli og að enda í sjötta sæti miðað við það sem að gekk á var það allt í lagi.“ Gísli er fæddur árið 1994 og sló fyrst almennilega í gegn í fyrra. Það tók hann lengri tíma en aðrir ungir Blikar að festa sér sæti í liðinu en það var eitthvða sem hann gaf næstum því upp á bátinn. „Ég var langbestur í fimmta flokki. Árni, Höskuldur og Oliver áttu ekki séns í mig. Maður stríddi líka Sverri Inga stundum þegar ég var að spila up fyrir mig. En þegar að við fórum í ellefu manna bolta gekk þetta ekki alveg nógu vel. Ég var miklu minni en allir og meiðist svo í þriðja flokki og missi áhugann á þessu,“ segir Gísli. „Þegar að Einar Ólafsson tók við öðrum flokki reif hann mig upp og ég hætti í fröllunum í MK og þá byrjaði maður að hafa aftur gaman að þessu og gerði þetta almennilega. Ég gerði mér aldrei vonir um að spila hérna fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli. En svo var maður þolinmóður og gerði sitt á hverjum degi og þá kom þetta,“ segir Gísli Eyjólfsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn