Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2018 06:00 Gestir freistuðu þess að ná mynd af leiðtoganum þegar hann gekk inn í hallarsalinn í gær. Fréttablaðið/EPA Vladímír Pútín var í gær settur inn í embætti Rússlandsforseta. Athöfnin fór fram með miklum glæsibrag í Kreml. Um fimm þúsund sóttu forsetann heim, meðal annars Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands og nú lykilmaður hjá rússneska gasfyrirtækinu Gazprom, og fyrrverandi Hollywood-stjarnan og rússneski ríkisborgarinn Steven Seagal. Athöfnin var svo sem ekki ný fyrir forsetanum en þetta var í fjórða skipti sem hann er settur í embætti. Það gerðist fyrst árið 2000, svo 2004 og því næst 2012. Valdatíð Pútíns er löng, lengri en nokkurs í Rússlandi frá því Stalín var við völd. Hún spannar samtals fjórtán ár á forsetastóli auk fjögurra í forsætisráðuneytinu. Þegar næstu forsetakosningar fara fram munu árin á forsetastóli verða tuttugu, enda var kjörtímabil forseta lengt úr fjórum árum í sex árið 2008. Samkvæmt stjórnarskránni ætti þetta kjörtímabil að verða Pútíns síðasta. Ekkert er þó öruggt í þeim málum, enda komst Pútín áður framhjá stjórnarskránni með því að sitja eitt kjörtímabil á stóli forsætisráðherra, frá 2008 til 2012. Pútín fór um víðan völl í innsetningarræðu sinni. „Við höfum endurvakið stolt þjóðarinnar á föðurlandinu. Sem þjóðhöfðingi mun ég gera allt sem í valdi mínu stendur til að margfalda styrk Rússlands og velsæld Rússa,“ sagði forsetinn. Sem þjóðhöfðingi vill Pútín stuðla að hagkvæmri samvinnu við öll önnur ríki og vinna að friði og stöðugleika á jörðu. „Rússland er sterkur og áhrifaríkur leikmaður á sviði alþjóðastjórnmálanna. Þjóðaröryggi er tryggt og varnarmöguleikar okkar miklir. Við munum halda áfram að einbeita okkur að þessum málaflokkum.“Pútín verður að óbreyttu forseti Rússlands til 2024.Vísir/ApÞótt Pútín verði 71 árs þegar kjörtímabilinu lýkur og þótt hann eigi ekki möguleika á að bjóða sig aftur fram til forseta strax samkvæmt stjórnarskránni þykir ekki öruggt að þessi fyrrverandi KGB-liði hverfi frá völdum árið 2024. Undanfarna mánuði, sér í lagi í kringum forsetakosningar marsmánaðar, hefur því verið haldið fram að Pútín muni annaðhvort breyta stjórnarskránni svo hann geti boðið sig fram aftur eða að hann muni koma á fót ríkisráði þar sem hann taki sjálfur stöðu leiðtoga. Yrði staða Pútíns sem leiðtoga einhvers konar ríkisráðs þá sambærileg stöðu Ali Khamenei, æðstaklerks Írans. The Washington Post tók í mars saman ummæli fjölmargra bandamanna Pútíns sem þykja benda til að eitthvað þessu líkt sé í pípunum hjá Rússlandsforseta. Konstantín Gaaze, sjálfstæður stjórnmálaskýrandi, sagði til að mynda að með kosningasigrinum hefði leið opnast fyrir Pútín að því að koma á fót einhvers konar ævilangri stöðu þjóðhöfðingja. Alexeí Tjesnakov, áður ráðgjafi í Kreml og nú sjónvarpsmaður, sagði eftir kosningarnar í mars að hann væri nokkuð viss um að Pútín myndi ekki fara neitt árið 2024. „Það er of snemmt að segja til um hvernig það verður. Ég veit ekki hvort hann hætti sem forseti eða hvort hann framlengi valdatíð sína einhvern veginn.“ Þá vitnaði The Washington Post einnig í Vladímír Sjírínovskí, bandamann Pútíns og ævarandi forsetaframbjóðanda. Sjírínovskí sagði í aðdraganda forsetakosninganna að fólk hefði einfaldlega ekki áhuga á að velja annan leiðtoga en Pútín. „Þessar kosningar verða þær síðustu. Þú ættir að skilja það. Komið verður á fót ríkisráði sem forsetinn mun stýra.“ Setti Sjírínovskí framtíð Pútíns í samhengi við Xi Jinping, forseta Kína. Benti á að Xi hefði nýverið afnumið reglur um hversu mörg kjörtímabil forseti Kína má sitja. Sjálfur hefur Pútín ekki viljað tala mikið um hvað framtíðin ber í skauti sér. Þegar hann var spurður um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram aftur, stuttu eftir kosningarnar í mars, sagði hann spurninguna nokkuð fáránlega. „Á ég að vera forseti þangað til ég verð hundrað ára gamall? Nei,“ svaraði Pútín svo.Andstaðan við Pútín Ljóst er að ekki eru allir sáttir við Pútín í Rússlandi þótt hann sé að hefja sitt fjórða kjörtímabil. Það sást bersýnilega um helgina þegar þúsundir mótmæltu í níutíu borgum og bæjum víðs vegar um Rússland. Alexeí Navalní, stjórnarandstæðingur og aktívisti, var handtekinn við mótmælin ásamt um 1.600 öðrum mótmælendum. Navalní var þó sleppt úr haldi síðar um helgina. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Navalní kemst í kast við lögin. Þegar ljóst var að hann ætlaði í forsetaframboð var hann til að mynda sakfelldur fyrir fjárdrátt. Navalní hefur sjálfur sagt þær sakir upplognar, hann hafi einungis verið sakfelldur svo hann gæti ekki boðið sig fram. Á mótmælum laugardagsins mátti heyra mótmælendur hrópa: „Niður með keisarann!“ Navalní sagði á mótmælunum að Moskva tilheyrði Pútín ekki. Engin þörf væri á keisara. Eftir að honum var sleppt úr haldi sagði hann svo: „Það kom greinilega tilskipun frá Kreml um að fangelsa mig ekki fyrir innsetningarathöfnina!“ En Navalní hefur ekki tekist að steypa Pútín af stóli, hvergi nærri. Og þótt Vesturlönd einblíni á utanríkismálastefnu Rússa virðist hún ekki vera Rússum til armæðu. Það eru efnahagsmálin sem reynast Pútín erfiðust. Samkvæmt skoðanakönnun Levada hafa Rússar einna helst verið ósáttir við að ekki hafi tekist að draga úr ójöfnuði í rússnesku samfélagi. Næstflestir sögðu að Pútín hefði helst átt að tryggja að Rússar fengju aftur það sparifé sem tapaðist í efnahagsaðgerðum yfirvalda. Lækkandi olíuverð, verðminni rúbla, verðbólga og slæm áhrif viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið hafa leitt til þess að virði rússneskra meðallauna hefur minnkað um fjörutíu prósent samanborið við bandarísk meðallaun á undanförnu ári. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Navalny hefur verið sleppt úr haldi Meira en 1.600 mótmælendur voru handteknir víðs vegar um Rússland í gær. 6. maí 2018 10:13 Víða boðað til mótmæla í Rússlandi Mótmæli hafa verið boðuð víða í Rússlandi í dag í tilefni þess að Vladimír Pútín verður settur í embætti forseta í fjórða sinn á morgun. 5. maí 2018 11:27 Telur líkur á stjórnarfars- og efnahagslegu hruni í Rússlandi Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. 4. maí 2018 20:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Vladímír Pútín var í gær settur inn í embætti Rússlandsforseta. Athöfnin fór fram með miklum glæsibrag í Kreml. Um fimm þúsund sóttu forsetann heim, meðal annars Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands og nú lykilmaður hjá rússneska gasfyrirtækinu Gazprom, og fyrrverandi Hollywood-stjarnan og rússneski ríkisborgarinn Steven Seagal. Athöfnin var svo sem ekki ný fyrir forsetanum en þetta var í fjórða skipti sem hann er settur í embætti. Það gerðist fyrst árið 2000, svo 2004 og því næst 2012. Valdatíð Pútíns er löng, lengri en nokkurs í Rússlandi frá því Stalín var við völd. Hún spannar samtals fjórtán ár á forsetastóli auk fjögurra í forsætisráðuneytinu. Þegar næstu forsetakosningar fara fram munu árin á forsetastóli verða tuttugu, enda var kjörtímabil forseta lengt úr fjórum árum í sex árið 2008. Samkvæmt stjórnarskránni ætti þetta kjörtímabil að verða Pútíns síðasta. Ekkert er þó öruggt í þeim málum, enda komst Pútín áður framhjá stjórnarskránni með því að sitja eitt kjörtímabil á stóli forsætisráðherra, frá 2008 til 2012. Pútín fór um víðan völl í innsetningarræðu sinni. „Við höfum endurvakið stolt þjóðarinnar á föðurlandinu. Sem þjóðhöfðingi mun ég gera allt sem í valdi mínu stendur til að margfalda styrk Rússlands og velsæld Rússa,“ sagði forsetinn. Sem þjóðhöfðingi vill Pútín stuðla að hagkvæmri samvinnu við öll önnur ríki og vinna að friði og stöðugleika á jörðu. „Rússland er sterkur og áhrifaríkur leikmaður á sviði alþjóðastjórnmálanna. Þjóðaröryggi er tryggt og varnarmöguleikar okkar miklir. Við munum halda áfram að einbeita okkur að þessum málaflokkum.“Pútín verður að óbreyttu forseti Rússlands til 2024.Vísir/ApÞótt Pútín verði 71 árs þegar kjörtímabilinu lýkur og þótt hann eigi ekki möguleika á að bjóða sig aftur fram til forseta strax samkvæmt stjórnarskránni þykir ekki öruggt að þessi fyrrverandi KGB-liði hverfi frá völdum árið 2024. Undanfarna mánuði, sér í lagi í kringum forsetakosningar marsmánaðar, hefur því verið haldið fram að Pútín muni annaðhvort breyta stjórnarskránni svo hann geti boðið sig fram aftur eða að hann muni koma á fót ríkisráði þar sem hann taki sjálfur stöðu leiðtoga. Yrði staða Pútíns sem leiðtoga einhvers konar ríkisráðs þá sambærileg stöðu Ali Khamenei, æðstaklerks Írans. The Washington Post tók í mars saman ummæli fjölmargra bandamanna Pútíns sem þykja benda til að eitthvað þessu líkt sé í pípunum hjá Rússlandsforseta. Konstantín Gaaze, sjálfstæður stjórnmálaskýrandi, sagði til að mynda að með kosningasigrinum hefði leið opnast fyrir Pútín að því að koma á fót einhvers konar ævilangri stöðu þjóðhöfðingja. Alexeí Tjesnakov, áður ráðgjafi í Kreml og nú sjónvarpsmaður, sagði eftir kosningarnar í mars að hann væri nokkuð viss um að Pútín myndi ekki fara neitt árið 2024. „Það er of snemmt að segja til um hvernig það verður. Ég veit ekki hvort hann hætti sem forseti eða hvort hann framlengi valdatíð sína einhvern veginn.“ Þá vitnaði The Washington Post einnig í Vladímír Sjírínovskí, bandamann Pútíns og ævarandi forsetaframbjóðanda. Sjírínovskí sagði í aðdraganda forsetakosninganna að fólk hefði einfaldlega ekki áhuga á að velja annan leiðtoga en Pútín. „Þessar kosningar verða þær síðustu. Þú ættir að skilja það. Komið verður á fót ríkisráði sem forsetinn mun stýra.“ Setti Sjírínovskí framtíð Pútíns í samhengi við Xi Jinping, forseta Kína. Benti á að Xi hefði nýverið afnumið reglur um hversu mörg kjörtímabil forseti Kína má sitja. Sjálfur hefur Pútín ekki viljað tala mikið um hvað framtíðin ber í skauti sér. Þegar hann var spurður um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram aftur, stuttu eftir kosningarnar í mars, sagði hann spurninguna nokkuð fáránlega. „Á ég að vera forseti þangað til ég verð hundrað ára gamall? Nei,“ svaraði Pútín svo.Andstaðan við Pútín Ljóst er að ekki eru allir sáttir við Pútín í Rússlandi þótt hann sé að hefja sitt fjórða kjörtímabil. Það sást bersýnilega um helgina þegar þúsundir mótmæltu í níutíu borgum og bæjum víðs vegar um Rússland. Alexeí Navalní, stjórnarandstæðingur og aktívisti, var handtekinn við mótmælin ásamt um 1.600 öðrum mótmælendum. Navalní var þó sleppt úr haldi síðar um helgina. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Navalní kemst í kast við lögin. Þegar ljóst var að hann ætlaði í forsetaframboð var hann til að mynda sakfelldur fyrir fjárdrátt. Navalní hefur sjálfur sagt þær sakir upplognar, hann hafi einungis verið sakfelldur svo hann gæti ekki boðið sig fram. Á mótmælum laugardagsins mátti heyra mótmælendur hrópa: „Niður með keisarann!“ Navalní sagði á mótmælunum að Moskva tilheyrði Pútín ekki. Engin þörf væri á keisara. Eftir að honum var sleppt úr haldi sagði hann svo: „Það kom greinilega tilskipun frá Kreml um að fangelsa mig ekki fyrir innsetningarathöfnina!“ En Navalní hefur ekki tekist að steypa Pútín af stóli, hvergi nærri. Og þótt Vesturlönd einblíni á utanríkismálastefnu Rússa virðist hún ekki vera Rússum til armæðu. Það eru efnahagsmálin sem reynast Pútín erfiðust. Samkvæmt skoðanakönnun Levada hafa Rússar einna helst verið ósáttir við að ekki hafi tekist að draga úr ójöfnuði í rússnesku samfélagi. Næstflestir sögðu að Pútín hefði helst átt að tryggja að Rússar fengju aftur það sparifé sem tapaðist í efnahagsaðgerðum yfirvalda. Lækkandi olíuverð, verðminni rúbla, verðbólga og slæm áhrif viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið hafa leitt til þess að virði rússneskra meðallauna hefur minnkað um fjörutíu prósent samanborið við bandarísk meðallaun á undanförnu ári.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Navalny hefur verið sleppt úr haldi Meira en 1.600 mótmælendur voru handteknir víðs vegar um Rússland í gær. 6. maí 2018 10:13 Víða boðað til mótmæla í Rússlandi Mótmæli hafa verið boðuð víða í Rússlandi í dag í tilefni þess að Vladimír Pútín verður settur í embætti forseta í fjórða sinn á morgun. 5. maí 2018 11:27 Telur líkur á stjórnarfars- og efnahagslegu hruni í Rússlandi Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. 4. maí 2018 20:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Navalny hefur verið sleppt úr haldi Meira en 1.600 mótmælendur voru handteknir víðs vegar um Rússland í gær. 6. maí 2018 10:13
Víða boðað til mótmæla í Rússlandi Mótmæli hafa verið boðuð víða í Rússlandi í dag í tilefni þess að Vladimír Pútín verður settur í embætti forseta í fjórða sinn á morgun. 5. maí 2018 11:27
Telur líkur á stjórnarfars- og efnahagslegu hruni í Rússlandi Rússneskur stjórnmálafræðingur segir töluverðar líkur á stjórnarfarslegu og efnahagslegu hruni í Rússlandi á næstu árum en Rússland standi nú þegar höllum fæti efnahagslega. 4. maí 2018 20:00