Líklegt að endurkoma hins níræða dugi ekki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2018 06:00 Hinn 92 ára gamli Mahathir Mohamad vill aftur í forsætisráðuneytið. Hann býður sig fram gegn sínum gömlu félögum. Hann mælist vinsælli en ríkisstjórnarflokkarnir en kosningakerfið er óhagstætt. Nordicphotos/AFP Kosið verður til þings í Malasíu á morgun. Kosningabaráttan hefur verið afar hörð og samkvæmt skoðanakönnunum er líklegt að lítill munur verði á fylgi stærstu flokka. Samkvæmt könnun Merdeka Center frá því í apríl eru tveir turnar í malasískum stjórnmálum um þessar mundir. Annars vegar ríkisstjórnarflokkurinn, Þjóðfylkingin (BN), bandalag hægriflokka undir forystu UMNO-flokksins, og hins vegar Vonarbandalagið (PH). Í könnuninni mældist BN með 40,3 prósenta fylgi, PH með 43,7 prósent. Alveg þangað til í janúar leit hins vegar út fyrir að BN myndi vinna öruggan sigur og að Najib Razak, forsætisráðherra og leiðtogi BN, myndi halda velli. Þá tilkynnti Mahathir Mohamad, 92 ára og forsætisráðherra fyrir hönd UMNO frá 1981 til 2003, um að hann ætlaði aftur í framboð. Mahathir endurvakti bandalag stjórnarandstöðuflokkanna í því skyni að koma sínum gömlu samflokksmönnum frá völdum. Hann fékk til liðs við sig Anwar Ibrahim, áður varaforsætisráðherra Mohamads. Þessi nýja vinátta Anwars og Mahathirs var óvænt í ljósi þess að árið 1999 lét Mahathir henda Ibrahim í fangelsi fyrir sódómsku, þar sem hann mátti dúsa í fimm ár. Málflutningur Mahathirs og Anwars hefur mikið til byggst á því að nauðsynlegt sé að koma Najib og UMNO frá völdum vegna spillingar. Og í ljósi fortíðar sinnar sem forsætisráðherra fyrir hönd UMNO hefur Mahathir beðist afsökunar. „Ég vil biðja alla afsökunar. Ég kom Najib í þessa stöðu. Það voru mestu mistök lífs míns. Ég vil leiðrétta þau mistök,“ sagði hinn rúmlega níræði Mohamad á baráttufundi sem blaðamaður BBC fylgdist með.Meirihluti með fimmtung atkvæða Spillingarmálið sem Mahathir hefur keyrt á er kallað 1MDB-málið. Najib hefur verið sakaður um að draga sér rúmlega sjötíu milljarða úr svokölluðum 1MDB-sjóði, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Því hefur Najib alla tíð neitað. En þrátt fyrir þennan tiltölulega litla mun á fylgi þykir nær ólíklegt annað en að ríkisstjórnin haldi velli. Einmenningskjördæmi eru í Malasíu og hafa stjórnarandstöðuflokkarnir kvartað sáran yfir kjördæmabreytingum BN. Dreifbýliskjördæmi, sem falla flest BN-megin, eru sum svo fámenn að sex þyrfti til að jafnast á við eitt þéttbýliskjördæmi. Þetta þýðir að BN getur í raun fengið hreinan meirihluta á þingi með einungis fimmtung atkvæða á bakinu. Þá hefur hlutleysi kjörstjórnar verið dregið í efa. Sex frambjóðendum stjórnarandstöðunnar hefur verið vísað úr framboði af „vafasömum, tæknilegum ástæðum“ að því er BBC greinir frá. Aukinheldur hefur verið bent á að kjörskrá sé gölluð og þá þykir ákvörðun stjórnarinnar um að kjördagur sé í miðri viku en ekki um helgi óásættanleg. Það sé einungis gert til að lágmarka kjörsókn. Það komi sér vel fyrir BN. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Kosið verður til þings í Malasíu á morgun. Kosningabaráttan hefur verið afar hörð og samkvæmt skoðanakönnunum er líklegt að lítill munur verði á fylgi stærstu flokka. Samkvæmt könnun Merdeka Center frá því í apríl eru tveir turnar í malasískum stjórnmálum um þessar mundir. Annars vegar ríkisstjórnarflokkurinn, Þjóðfylkingin (BN), bandalag hægriflokka undir forystu UMNO-flokksins, og hins vegar Vonarbandalagið (PH). Í könnuninni mældist BN með 40,3 prósenta fylgi, PH með 43,7 prósent. Alveg þangað til í janúar leit hins vegar út fyrir að BN myndi vinna öruggan sigur og að Najib Razak, forsætisráðherra og leiðtogi BN, myndi halda velli. Þá tilkynnti Mahathir Mohamad, 92 ára og forsætisráðherra fyrir hönd UMNO frá 1981 til 2003, um að hann ætlaði aftur í framboð. Mahathir endurvakti bandalag stjórnarandstöðuflokkanna í því skyni að koma sínum gömlu samflokksmönnum frá völdum. Hann fékk til liðs við sig Anwar Ibrahim, áður varaforsætisráðherra Mohamads. Þessi nýja vinátta Anwars og Mahathirs var óvænt í ljósi þess að árið 1999 lét Mahathir henda Ibrahim í fangelsi fyrir sódómsku, þar sem hann mátti dúsa í fimm ár. Málflutningur Mahathirs og Anwars hefur mikið til byggst á því að nauðsynlegt sé að koma Najib og UMNO frá völdum vegna spillingar. Og í ljósi fortíðar sinnar sem forsætisráðherra fyrir hönd UMNO hefur Mahathir beðist afsökunar. „Ég vil biðja alla afsökunar. Ég kom Najib í þessa stöðu. Það voru mestu mistök lífs míns. Ég vil leiðrétta þau mistök,“ sagði hinn rúmlega níræði Mohamad á baráttufundi sem blaðamaður BBC fylgdist með.Meirihluti með fimmtung atkvæða Spillingarmálið sem Mahathir hefur keyrt á er kallað 1MDB-málið. Najib hefur verið sakaður um að draga sér rúmlega sjötíu milljarða úr svokölluðum 1MDB-sjóði, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Því hefur Najib alla tíð neitað. En þrátt fyrir þennan tiltölulega litla mun á fylgi þykir nær ólíklegt annað en að ríkisstjórnin haldi velli. Einmenningskjördæmi eru í Malasíu og hafa stjórnarandstöðuflokkarnir kvartað sáran yfir kjördæmabreytingum BN. Dreifbýliskjördæmi, sem falla flest BN-megin, eru sum svo fámenn að sex þyrfti til að jafnast á við eitt þéttbýliskjördæmi. Þetta þýðir að BN getur í raun fengið hreinan meirihluta á þingi með einungis fimmtung atkvæða á bakinu. Þá hefur hlutleysi kjörstjórnar verið dregið í efa. Sex frambjóðendum stjórnarandstöðunnar hefur verið vísað úr framboði af „vafasömum, tæknilegum ástæðum“ að því er BBC greinir frá. Aukinheldur hefur verið bent á að kjörskrá sé gölluð og þá þykir ákvörðun stjórnarinnar um að kjördagur sé í miðri viku en ekki um helgi óásættanleg. Það sé einungis gert til að lágmarka kjörsókn. Það komi sér vel fyrir BN.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira