Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2018 19:17 Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. Annað hvert umgengnisforeldri sé á vanskilaskrá og félagsþjónustan líti ekki á þennan hóp sem oft glími við fátækt sem foreldra. Efst á málefnaskrá stjórnmálasamtakanna Karlalistans er að auka barnavernd og að hætt verði að skipa pólitískt í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Mikilvægt sé að stöður í nefndinni verði auglýstar og hæfasta fólkið ráðið. Karlalistinn telur að málefni umgengnisfeðra séu almennt fyrir borð borinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þörf sé að taka á í þeim efnum en það hafi aðrir flokkar ekki gert hingað til. Gunnar Kristinn Þórðarson sem skipar fyrsta sæti Karlalistans segir að barnavernd Reykjavíkur eigi að beita heimildum sínum til íhlutunar þegar umgengni við börn sé tálmuð með óréttmætum hætti. „Réttindi barna og réttindi umgengnisforeldra tengjast því umgengnisrétturinn er gagnkvæmur. Það eru hagsmunir barns að fá að umgangast foreldra sína eftir skilnað,“ segir Gunnar Kristinn. Það hafi verið tekin nokkur hænuskref í þessum efnum í gegnum tíðina en lítið hafi gerst í þeim efnum bæði hjá borg og Alþingi.Hér má sjá framboðslista Karlalistans sem býður fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.grafík/stöð 2„Hvort sem það heitir lífskjaramál eða tálmunar og umgengnismál. Þannig að við sjáum ekki flöt á öðru en að taka okkur stöðu á sviði stjórnmálanna og beita okkur í jafnréttisbaráttunni frá sjónarhóli og reynslu karlmanna,“ segir oddvitinn. Karlalistinn sé jafnréttisflokkur og styðji því jafnréttisbaráttu kvenna og að fólk njóti almennt sömu kjara og réttinda. Hins begar sé andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn körlum inni á heimilinu stórt og falið vandamál og þeir þurfi þjónustu og athvarf eins og konur í sömu stöðu. Þá sé fátækt meðal umgengnisfeðra algeng. Helmingur þeirra sé á vanskilaskrá þar af stór hluti að kröfu innheimtustofnunar. „Umgengnisforeldrar hafa ekki stöðu foreldris gagnvart velferðarkerfinu heldur sem barnlausir einstaklingar. En velferðarbætur til handa barnafjölskyldum skapa ansi stóran hluta ráðstöfunartekna þeirra,“ segir Gunnar Kristinn. Þrjár konur eru á listanum en Dagbjört Edda Bárðardóttir sem er í sjötta sætinu segir enga tala fyrir hagsmunum þessa hóps. „Það er ekkert talað um það og ef þeir tjá sig er ráðist á þá í rauninni. Þannig að þessu þarf að breyta,“ segir Dagbjört Edda.Hér má sjá málefnaskrá Karlalistans eins og hún var kynnt í dag. Kosningar 2018 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. Annað hvert umgengnisforeldri sé á vanskilaskrá og félagsþjónustan líti ekki á þennan hóp sem oft glími við fátækt sem foreldra. Efst á málefnaskrá stjórnmálasamtakanna Karlalistans er að auka barnavernd og að hætt verði að skipa pólitískt í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Mikilvægt sé að stöður í nefndinni verði auglýstar og hæfasta fólkið ráðið. Karlalistinn telur að málefni umgengnisfeðra séu almennt fyrir borð borinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þörf sé að taka á í þeim efnum en það hafi aðrir flokkar ekki gert hingað til. Gunnar Kristinn Þórðarson sem skipar fyrsta sæti Karlalistans segir að barnavernd Reykjavíkur eigi að beita heimildum sínum til íhlutunar þegar umgengni við börn sé tálmuð með óréttmætum hætti. „Réttindi barna og réttindi umgengnisforeldra tengjast því umgengnisrétturinn er gagnkvæmur. Það eru hagsmunir barns að fá að umgangast foreldra sína eftir skilnað,“ segir Gunnar Kristinn. Það hafi verið tekin nokkur hænuskref í þessum efnum í gegnum tíðina en lítið hafi gerst í þeim efnum bæði hjá borg og Alþingi.Hér má sjá framboðslista Karlalistans sem býður fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.grafík/stöð 2„Hvort sem það heitir lífskjaramál eða tálmunar og umgengnismál. Þannig að við sjáum ekki flöt á öðru en að taka okkur stöðu á sviði stjórnmálanna og beita okkur í jafnréttisbaráttunni frá sjónarhóli og reynslu karlmanna,“ segir oddvitinn. Karlalistinn sé jafnréttisflokkur og styðji því jafnréttisbaráttu kvenna og að fólk njóti almennt sömu kjara og réttinda. Hins begar sé andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn körlum inni á heimilinu stórt og falið vandamál og þeir þurfi þjónustu og athvarf eins og konur í sömu stöðu. Þá sé fátækt meðal umgengnisfeðra algeng. Helmingur þeirra sé á vanskilaskrá þar af stór hluti að kröfu innheimtustofnunar. „Umgengnisforeldrar hafa ekki stöðu foreldris gagnvart velferðarkerfinu heldur sem barnlausir einstaklingar. En velferðarbætur til handa barnafjölskyldum skapa ansi stóran hluta ráðstöfunartekna þeirra,“ segir Gunnar Kristinn. Þrjár konur eru á listanum en Dagbjört Edda Bárðardóttir sem er í sjötta sætinu segir enga tala fyrir hagsmunum þessa hóps. „Það er ekkert talað um það og ef þeir tjá sig er ráðist á þá í rauninni. Þannig að þessu þarf að breyta,“ segir Dagbjört Edda.Hér má sjá málefnaskrá Karlalistans eins og hún var kynnt í dag.
Kosningar 2018 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira