Hvað viljum við í VG í skipulagsmálum? Torfi Hjartarson skrifar 7. maí 2018 11:14 Við viljum skipulag og þróun sem byggir á virðingu fyrir náttúru, umhverfi og sögu, traustri þekkingu og stöðugri þekkingarleit, dirfsku og framsýni. Við áttum þátt í því fyrir rúmum áratug þegar fólk í borgarstjórn og skipulagsmálum steig upp úr áratugagömlum skotgröfum og fór að tala saman um framtíðina þvert á stjórnmálaflokka. Það hóf nýja vegferð, lagði drög að nýju aðalskipulagi og vann að því árum saman af opnum og góðum hug. Öllum sem þekkja til skipulagsmála ber saman um að þar hafi orðið þáttaskil og kveðið við alveg nýjan tón. Afraksturinn birtist með ýmsum hætti en ekki síst í nýju, framúrskarandi vönduðu og byltingarkenndu aðalskipulagi með áherslu á þétta og lífvæna byggð, borgarhverfi með öflug almannarými og nútímalega samgöngumáta, fallega og sjálfbæra borgarhluta í sem mestri sátt við náttúrulegt umhverfi og fjölbreytilega útivist. Hann birtist í nýrri áherslu á þróun kjarna um allt borgarlandið, rýni og verndun, vandað skipulag hverfa og hnitmiðaða uppbyggingu við lykilstöðvar nýrrar borgarlínu. Borgarlínan snýst ekki bara um vagna og biðstöðvar heldur betra skipulag og uppbyggingu um alla borg, íbúðabyggð og þjónustu í nánd við nýtt æðakerfi, eftirsóknarverð svæði sem fá lykilstöðu og bjóða upp á nýjar og spennandi íbúðir, stundum í bland við gamalt og alltaf í frábærum tengslum við aðra hluta borgarinnar. Við höfum staðið að því með félagshyggju- og framfaraöflunum í borginni að stefna nýrri byggð inn á við á allar eyðimerkurnar og skallablettina vítt og breitt um miðborgina, auðnarlega fláka og illa nýtt land sem hafði verið óáreitt svo lengi að allir voru hættir að taka eftir því. Götur eins og Hverfisgata, Tryggvagata, Geirsgata, Mýrargata, Seljavegur og Ánanaust hálfbyggðar og varla það í hjarta Reykjavíkur en líka Sölvhólsgata, Skúlagata og Bríetartún, svæði eins og Kirkjusandur, Heklureitur við Laugaveg, móarnir á Rauðarárholti þar sem standa skólastofnanir fyrir sjómenn og kennara, Efstaleitið með Ríkisútvarpinu, Valssvæðið, strandsvæði við flugbrautarenda og Skerjafjörð með dásamlega möguleika, blettirnir í skjólinu við rætur Öskjuhlíðar frá Hlíðum að Háskólanum í Reykjavík, Landspítalalóðin ægistóra og landið þar í kring, þekkingarspildurnar sem nú eru að byggjast upp við Háskóla Íslands uppi við Suðurgötu og niðri í mýrinni þar niður af, að ekki sé minnst á skröltandi tóman Alþingisreitinn eða holan hljóminn í gamla Landsímahúsinu við sjálfan Austurvöll. Við erum tala um hálfbyggða, gisna og tætingslega borg sem þrátt fyrir mörg gróin hverfi, gömul og ný, hafði aldrei náð því máli að verða borg meðal borga. Við erum líka að tala um einu borgina sem við eigum í okkar stóra og fallega landi. Hún var ekki í lagi og hana þurfti svo sannarlega að laga. Við höfum líka sagt allan þennan tíma og stutt það af heilum hug í skipulagi að flugvöllurinn verði að fara og það fyrr en seinna svo borgin fái að blómstra, ekki til að eyðileggja innanlandsflug eða skutla því til Keflavíkur heldur til að efla það á nýjum og betri stað í hæfilegri fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðinu en líka alþjóðafluginu í Keflavík. Lausn sem kostar lítið þegar allt er lagt saman og tryggir að allir vinna. Við viljum iðandi mannlíf í Vatnsmýri og göngubrú yfir Fossvog þar sem hjólreiðafólk, almenningsvagnar og sjúkrabifreiðar geta líka farið um. Við sjáum í henni alls konar tækifæri, göngutúra í kringum Fossvoginn, stúdentaíbúðir í Kársnesi, menningar- og viðskiptatengsl á milli bæjarfélaganna, minni umferð bíla, hjólreiðakeppnir og víðavangshlaup, rómantískar stundir og vinafundi á brúarsporðum og þannig mætti lengi telja. Brýr hafa búið til borgir og þessari brú fylgja ótal tækifæri stór og smá. Við höfum beitt okkur fyrir húsvernd og friðun náttúrusvæða á borð við Akurey, viljum efla mengunarvarnir og endurvinnslu og leggjum mikla áherslu á líffræðilegan fjölbreytileika í borgarumhverfinu. Við viljum stíga fast til jarðar í almenningssamgöngum en varlega þegar kemur að stórum og feiknadýrum mannvirkjum fyrir bíla. Að setja Miklubraut í stokk er ekkert áhlaupaverk og verður ekkert ákveðið yfir nótt, það mál þarf að skoða bæði vel og vandlega. Má byggja að brautinni án þess að setja hana í stokk og hægja á umferðinni um leið og borgarlína er efld? Hverju breytir stokkur fyrir hverfin sem næst liggja? Væri betra að setja hluta Kringlumýrarbrautar í stokk? Hvað verður um bifreiðaflauminn sem streymir út um stokksendann við Snorrabraut og hvar eiga að vera munnarnir fyrir bílaflotana að og frá Kringlumýrarbraut? Og erum við ekki að hvetja til bílferða, aksturs og mengunar með því að fjölga akreinum og hola þeim jörð? Þetta þarf allt að skoða og umræðan varla farin af stað. Það er þetta með þekkinguna sem alltaf þarf að liggja til grundvallar góðu skipulagi og má ekki gleyma. Ferðamenn streyma til borgarinnar og hafa fyllt hana lífi en skapa líka vanda, við þurfum í samstarfi við ríki, verkalýðshreyfingu, stúdenta, aldraða og öryrkja að byggja af krafti húsnæði sem vegur á móti eftirspurn og háu íbúðaverði sem þessir góðu gestir okkar skapa að ekki sé minnst á leigufélögin sem sitja um almenning. Byggingariðnaðurinn flúði land, fasteignamarkaður var í frosti, stofnframlög frá ríkinu komu allt of seint fram, verkalýðshreyfingin var sein til og borgin átti fullt í fangi en nú er landið að rísa, byggingarframkvæmdir hafa aldrei verið meiri, ríkið er komið til leiks þó gera verði betur og verkalýðshreyfingin líka. Félagslegt húsnæði hefur alltaf verið baráttumál VG og verður eitt af stóru verkefnunum næstu ár ef þess er gætt að hleypa ekki afturhaldinu til valda. Við þurfum breytt viðhorf í þessum efnum og eigum að sjá til þess nágrannasveitarfélögin taki sér líka tak og leggi sitt af mörkum með því að byggja félagslegt húsnæði fyrir sig og sína til jafns við okkur í Reykjavík. Svo getum við rætt um Örfirisey. Hún á eftir að byggjast upp með tíð og tíma en þar er líka að mörgu að hyggja og langt í land. Olíugeymarnir yst í eynni skapa stórkostlega hættu ef í þeim kviknar og skárri staður fyrir þá með tilliti til umferðar og öryggis er ekki auðfundinn. Hvassir vindar leika um svæðið, umferð á ekki greiða leið að því og hafnsækin starfsemi þarf sitt pláss. Önnur uppbyggingarsvæði liggja beinna við í bili og þar er af nógu taka, á Héðinsreit er byggð í deiglu, vestur af Slippnum rís frábært hverfi með þröngar götur og lífleg torg, ný og fjölmenn hverfi eru í uppsiglingu beggja megin Elliðaárósa þar sem við reistum svo fallega göngu- og hjólabrú fyrir nokkrum árum síðan, Bryggjuhverfið á eftir að springa út, Vatnsmýrin er öll að opnast, glæstur Landspítali og fjöldi bygginga þar í kring spretta upp innan tíðar, Tún og Teigar, Holt, Múlar og Hlíðar eru að eflast af nýrri byggð og eiga greiðar leiðir að sælunni í Laugardal, á holtinu við Veðurstofuna, upp með Hraunbæ og niður af Mjódd á að byggja, upp af Laugarnesi verða íbúðir og þjónusta, Úlfarsárdalur er að taka á sig frábæra mynd, við Stekkjarbakka verða gróðurstöðvar í góðum tengslum við Elliðaárdal og í Gufunesi er að kvikna kvikmyndaþorp. Kringlureitur stefnir í stórfellda uppbyggingu og farið er að huga að ríkulegum þróunarmöguleikum við Grensáveg og í Skeifunni. Það er allt í gangi og allt að gerast. Skipulagið góða er að sanna sig. Framtíðin barði dyra og fólk fór að tala saman. Það vildi borg fyrir börn, borg fyrir fólk, göngugötur og menningu, leikvelli, sundlaugar og hjólastíga, kaupmann á hornið og blómstur í tún. Ekki bara vestur í bæ eða niðri í Kvos heldur um alla borg. Við í VG höfum verið þarna allan tímann, full af stolti alveg frá byrjun, í þrjú kjörtímabil, jafnt í minnihluta og meirihluta, veitt aðhald, bent á lausnir, tekið þátt og hvatt til dáða. Við höfum mannlega þáttinn og almannahag alltaf í fyrirrúmi en gætum þess líka að missa aldrei sjónar á stóru myndinni til langrar framtíðar, hagsmunum barnanna okkar og komandi kynslóða. Borgin er að taka stakkaskiptum og því þarf að fylgja eftir. Við erum á þeirri leið, þangað sem framtíðin á heima.Torfi Hjartarson er fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur og skipar 11. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við viljum skipulag og þróun sem byggir á virðingu fyrir náttúru, umhverfi og sögu, traustri þekkingu og stöðugri þekkingarleit, dirfsku og framsýni. Við áttum þátt í því fyrir rúmum áratug þegar fólk í borgarstjórn og skipulagsmálum steig upp úr áratugagömlum skotgröfum og fór að tala saman um framtíðina þvert á stjórnmálaflokka. Það hóf nýja vegferð, lagði drög að nýju aðalskipulagi og vann að því árum saman af opnum og góðum hug. Öllum sem þekkja til skipulagsmála ber saman um að þar hafi orðið þáttaskil og kveðið við alveg nýjan tón. Afraksturinn birtist með ýmsum hætti en ekki síst í nýju, framúrskarandi vönduðu og byltingarkenndu aðalskipulagi með áherslu á þétta og lífvæna byggð, borgarhverfi með öflug almannarými og nútímalega samgöngumáta, fallega og sjálfbæra borgarhluta í sem mestri sátt við náttúrulegt umhverfi og fjölbreytilega útivist. Hann birtist í nýrri áherslu á þróun kjarna um allt borgarlandið, rýni og verndun, vandað skipulag hverfa og hnitmiðaða uppbyggingu við lykilstöðvar nýrrar borgarlínu. Borgarlínan snýst ekki bara um vagna og biðstöðvar heldur betra skipulag og uppbyggingu um alla borg, íbúðabyggð og þjónustu í nánd við nýtt æðakerfi, eftirsóknarverð svæði sem fá lykilstöðu og bjóða upp á nýjar og spennandi íbúðir, stundum í bland við gamalt og alltaf í frábærum tengslum við aðra hluta borgarinnar. Við höfum staðið að því með félagshyggju- og framfaraöflunum í borginni að stefna nýrri byggð inn á við á allar eyðimerkurnar og skallablettina vítt og breitt um miðborgina, auðnarlega fláka og illa nýtt land sem hafði verið óáreitt svo lengi að allir voru hættir að taka eftir því. Götur eins og Hverfisgata, Tryggvagata, Geirsgata, Mýrargata, Seljavegur og Ánanaust hálfbyggðar og varla það í hjarta Reykjavíkur en líka Sölvhólsgata, Skúlagata og Bríetartún, svæði eins og Kirkjusandur, Heklureitur við Laugaveg, móarnir á Rauðarárholti þar sem standa skólastofnanir fyrir sjómenn og kennara, Efstaleitið með Ríkisútvarpinu, Valssvæðið, strandsvæði við flugbrautarenda og Skerjafjörð með dásamlega möguleika, blettirnir í skjólinu við rætur Öskjuhlíðar frá Hlíðum að Háskólanum í Reykjavík, Landspítalalóðin ægistóra og landið þar í kring, þekkingarspildurnar sem nú eru að byggjast upp við Háskóla Íslands uppi við Suðurgötu og niðri í mýrinni þar niður af, að ekki sé minnst á skröltandi tóman Alþingisreitinn eða holan hljóminn í gamla Landsímahúsinu við sjálfan Austurvöll. Við erum tala um hálfbyggða, gisna og tætingslega borg sem þrátt fyrir mörg gróin hverfi, gömul og ný, hafði aldrei náð því máli að verða borg meðal borga. Við erum líka að tala um einu borgina sem við eigum í okkar stóra og fallega landi. Hún var ekki í lagi og hana þurfti svo sannarlega að laga. Við höfum líka sagt allan þennan tíma og stutt það af heilum hug í skipulagi að flugvöllurinn verði að fara og það fyrr en seinna svo borgin fái að blómstra, ekki til að eyðileggja innanlandsflug eða skutla því til Keflavíkur heldur til að efla það á nýjum og betri stað í hæfilegri fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðinu en líka alþjóðafluginu í Keflavík. Lausn sem kostar lítið þegar allt er lagt saman og tryggir að allir vinna. Við viljum iðandi mannlíf í Vatnsmýri og göngubrú yfir Fossvog þar sem hjólreiðafólk, almenningsvagnar og sjúkrabifreiðar geta líka farið um. Við sjáum í henni alls konar tækifæri, göngutúra í kringum Fossvoginn, stúdentaíbúðir í Kársnesi, menningar- og viðskiptatengsl á milli bæjarfélaganna, minni umferð bíla, hjólreiðakeppnir og víðavangshlaup, rómantískar stundir og vinafundi á brúarsporðum og þannig mætti lengi telja. Brýr hafa búið til borgir og þessari brú fylgja ótal tækifæri stór og smá. Við höfum beitt okkur fyrir húsvernd og friðun náttúrusvæða á borð við Akurey, viljum efla mengunarvarnir og endurvinnslu og leggjum mikla áherslu á líffræðilegan fjölbreytileika í borgarumhverfinu. Við viljum stíga fast til jarðar í almenningssamgöngum en varlega þegar kemur að stórum og feiknadýrum mannvirkjum fyrir bíla. Að setja Miklubraut í stokk er ekkert áhlaupaverk og verður ekkert ákveðið yfir nótt, það mál þarf að skoða bæði vel og vandlega. Má byggja að brautinni án þess að setja hana í stokk og hægja á umferðinni um leið og borgarlína er efld? Hverju breytir stokkur fyrir hverfin sem næst liggja? Væri betra að setja hluta Kringlumýrarbrautar í stokk? Hvað verður um bifreiðaflauminn sem streymir út um stokksendann við Snorrabraut og hvar eiga að vera munnarnir fyrir bílaflotana að og frá Kringlumýrarbraut? Og erum við ekki að hvetja til bílferða, aksturs og mengunar með því að fjölga akreinum og hola þeim jörð? Þetta þarf allt að skoða og umræðan varla farin af stað. Það er þetta með þekkinguna sem alltaf þarf að liggja til grundvallar góðu skipulagi og má ekki gleyma. Ferðamenn streyma til borgarinnar og hafa fyllt hana lífi en skapa líka vanda, við þurfum í samstarfi við ríki, verkalýðshreyfingu, stúdenta, aldraða og öryrkja að byggja af krafti húsnæði sem vegur á móti eftirspurn og háu íbúðaverði sem þessir góðu gestir okkar skapa að ekki sé minnst á leigufélögin sem sitja um almenning. Byggingariðnaðurinn flúði land, fasteignamarkaður var í frosti, stofnframlög frá ríkinu komu allt of seint fram, verkalýðshreyfingin var sein til og borgin átti fullt í fangi en nú er landið að rísa, byggingarframkvæmdir hafa aldrei verið meiri, ríkið er komið til leiks þó gera verði betur og verkalýðshreyfingin líka. Félagslegt húsnæði hefur alltaf verið baráttumál VG og verður eitt af stóru verkefnunum næstu ár ef þess er gætt að hleypa ekki afturhaldinu til valda. Við þurfum breytt viðhorf í þessum efnum og eigum að sjá til þess nágrannasveitarfélögin taki sér líka tak og leggi sitt af mörkum með því að byggja félagslegt húsnæði fyrir sig og sína til jafns við okkur í Reykjavík. Svo getum við rætt um Örfirisey. Hún á eftir að byggjast upp með tíð og tíma en þar er líka að mörgu að hyggja og langt í land. Olíugeymarnir yst í eynni skapa stórkostlega hættu ef í þeim kviknar og skárri staður fyrir þá með tilliti til umferðar og öryggis er ekki auðfundinn. Hvassir vindar leika um svæðið, umferð á ekki greiða leið að því og hafnsækin starfsemi þarf sitt pláss. Önnur uppbyggingarsvæði liggja beinna við í bili og þar er af nógu taka, á Héðinsreit er byggð í deiglu, vestur af Slippnum rís frábært hverfi með þröngar götur og lífleg torg, ný og fjölmenn hverfi eru í uppsiglingu beggja megin Elliðaárósa þar sem við reistum svo fallega göngu- og hjólabrú fyrir nokkrum árum síðan, Bryggjuhverfið á eftir að springa út, Vatnsmýrin er öll að opnast, glæstur Landspítali og fjöldi bygginga þar í kring spretta upp innan tíðar, Tún og Teigar, Holt, Múlar og Hlíðar eru að eflast af nýrri byggð og eiga greiðar leiðir að sælunni í Laugardal, á holtinu við Veðurstofuna, upp með Hraunbæ og niður af Mjódd á að byggja, upp af Laugarnesi verða íbúðir og þjónusta, Úlfarsárdalur er að taka á sig frábæra mynd, við Stekkjarbakka verða gróðurstöðvar í góðum tengslum við Elliðaárdal og í Gufunesi er að kvikna kvikmyndaþorp. Kringlureitur stefnir í stórfellda uppbyggingu og farið er að huga að ríkulegum þróunarmöguleikum við Grensáveg og í Skeifunni. Það er allt í gangi og allt að gerast. Skipulagið góða er að sanna sig. Framtíðin barði dyra og fólk fór að tala saman. Það vildi borg fyrir börn, borg fyrir fólk, göngugötur og menningu, leikvelli, sundlaugar og hjólastíga, kaupmann á hornið og blómstur í tún. Ekki bara vestur í bæ eða niðri í Kvos heldur um alla borg. Við í VG höfum verið þarna allan tímann, full af stolti alveg frá byrjun, í þrjú kjörtímabil, jafnt í minnihluta og meirihluta, veitt aðhald, bent á lausnir, tekið þátt og hvatt til dáða. Við höfum mannlega þáttinn og almannahag alltaf í fyrirrúmi en gætum þess líka að missa aldrei sjónar á stóru myndinni til langrar framtíðar, hagsmunum barnanna okkar og komandi kynslóða. Borgin er að taka stakkaskiptum og því þarf að fylgja eftir. Við erum á þeirri leið, þangað sem framtíðin á heima.Torfi Hjartarson er fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur og skipar 11. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun