Sannfærður um að Trump segi af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2018 07:47 Michael Avenatti ásamt skjólstæðingi sínum, Stormy Daniels. Vísir/ap Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. „Hann mun að lokum verða neyddur til að segja af sér,“ segir Michael Avenatti í samtali við Guardian. Avenatti ver hagsmuni Daniels en hún segist hafa sængað hjá Trump árið 2006. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, greiddi Daniels síðan 130 þúsund dali til að þegja um málið. „Ég veit ekki hvernig hann mun spila brotthvarfið, en ég trúi því innilega að það muni koma fram of mörg sönnunargögn um syndir hans, sem og þeirra í kringum hann, og það verði til þess að hann muni ekki þrauka allt kjörtímabilið,“ segir Avenatti. Hann telur þó ekki að bandaríska þingið muni víkja Trump úr embætti. Annars konar þrýstingur muni leiða til þess að hann hrökklist úr embætti fyrir árið 2021, þegar kjörtímabilinu lýkur. Cohen, lögmaður forsetans, sætir nú rannsókn vegna fyrrnefndrar greiðslu til Daniels. Greiðslan átti sér stað skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og telja gagnrýnendur að þögn Daniels kunni að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Það teljist til óeðlilegrar íhlutunar og er ólöglegt.Rudy Giuliani: #Trump repaid Cohen for Stormy Daniels payment https://t.co/C8jTlglAFv pic.twitter.com/1lsjXJSm52— Fox News (@FoxNews) May 3, 2018 Daniels hefur jafnframt kært Cohen og Trump fyrir meiðyrði. Þá er hún jafnframt að reyna að komast undan fyrrnefndu þagnarsamkomulagi á þeim forsendum að Trump skrifaði sjálfur aldrei undir það. „Við erum rétt aðeins búinn að snerta toppinn á ísjakanum í þessu máli,“ segir Avenatti. „Ég er handviss um það. Það mun koma fram heill haugur af sönnunargögnum og þegar þau hafa verið lögð fyrir bandarísku þjóðina mun hún fyllast ógeði vegna gjörða Trump og Cohen. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar.“Trump hefur ætíð neitað að hafa haft samræði við Daniels. Um borð í forsetaflugvélinni í apríl síðastliðnum neitaði hann einnig að hafa vitað af greiðslunni til leikkonunnar. Það fór hins vegar allt til fjandans á miðvikudaginn síðastliðinn þegar Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, sagði að Trump hafi ekki aðeins vitað af greiðslunni heldur jafnframt endurgreitt Cohen kostnaðinn.Á tveimur sólarhringum fór forsetann frá því að taka undir með Giuliani en skipti svo um skoðun og sagði lögmanni sínum að kynna sér gögn málsins betur. Á sama tíma hafa ráðgjafar forsetans haldið því statt og stöðugt fram að Daniels og Trump hafi aldrei sofið saman. Avenatti setur spurningarmerki við ákvörðun Trump um að fá Giuliani með sér í lið. „Rudy var einu sinni frábær lögmaður en hann er kominn af léttasta skeiði - eins og yfirlýsingar hans fyrir helgi bera með sér. Hann hlýtur að vera ringlaður.“Viðtal Guardian við Avenatti má nálgast í heild sinni hér. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. „Hann mun að lokum verða neyddur til að segja af sér,“ segir Michael Avenatti í samtali við Guardian. Avenatti ver hagsmuni Daniels en hún segist hafa sængað hjá Trump árið 2006. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, greiddi Daniels síðan 130 þúsund dali til að þegja um málið. „Ég veit ekki hvernig hann mun spila brotthvarfið, en ég trúi því innilega að það muni koma fram of mörg sönnunargögn um syndir hans, sem og þeirra í kringum hann, og það verði til þess að hann muni ekki þrauka allt kjörtímabilið,“ segir Avenatti. Hann telur þó ekki að bandaríska þingið muni víkja Trump úr embætti. Annars konar þrýstingur muni leiða til þess að hann hrökklist úr embætti fyrir árið 2021, þegar kjörtímabilinu lýkur. Cohen, lögmaður forsetans, sætir nú rannsókn vegna fyrrnefndrar greiðslu til Daniels. Greiðslan átti sér stað skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og telja gagnrýnendur að þögn Daniels kunni að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Það teljist til óeðlilegrar íhlutunar og er ólöglegt.Rudy Giuliani: #Trump repaid Cohen for Stormy Daniels payment https://t.co/C8jTlglAFv pic.twitter.com/1lsjXJSm52— Fox News (@FoxNews) May 3, 2018 Daniels hefur jafnframt kært Cohen og Trump fyrir meiðyrði. Þá er hún jafnframt að reyna að komast undan fyrrnefndu þagnarsamkomulagi á þeim forsendum að Trump skrifaði sjálfur aldrei undir það. „Við erum rétt aðeins búinn að snerta toppinn á ísjakanum í þessu máli,“ segir Avenatti. „Ég er handviss um það. Það mun koma fram heill haugur af sönnunargögnum og þegar þau hafa verið lögð fyrir bandarísku þjóðina mun hún fyllast ógeði vegna gjörða Trump og Cohen. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar.“Trump hefur ætíð neitað að hafa haft samræði við Daniels. Um borð í forsetaflugvélinni í apríl síðastliðnum neitaði hann einnig að hafa vitað af greiðslunni til leikkonunnar. Það fór hins vegar allt til fjandans á miðvikudaginn síðastliðinn þegar Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, sagði að Trump hafi ekki aðeins vitað af greiðslunni heldur jafnframt endurgreitt Cohen kostnaðinn.Á tveimur sólarhringum fór forsetann frá því að taka undir með Giuliani en skipti svo um skoðun og sagði lögmanni sínum að kynna sér gögn málsins betur. Á sama tíma hafa ráðgjafar forsetans haldið því statt og stöðugt fram að Daniels og Trump hafi aldrei sofið saman. Avenatti setur spurningarmerki við ákvörðun Trump um að fá Giuliani með sér í lið. „Rudy var einu sinni frábær lögmaður en hann er kominn af léttasta skeiði - eins og yfirlýsingar hans fyrir helgi bera með sér. Hann hlýtur að vera ringlaður.“Viðtal Guardian við Avenatti má nálgast í heild sinni hér.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48