Rúnar Kristinsson: Þetta gefur okkur sjálfstraust Einar Sigurvinsson skrifar 6. maí 2018 22:54 Rúnar Kristinsson. „Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum að hafa komið til baka. Það var erfitt að spila gegn vindinum. Við stjórnuðum fyrri hálfleik og þeir stjórnuðu seinni hálfleiknum aðeins betur. En mér fannst þetta bara sanngjarn sigur, mér fannst við vera betra liðið heilt yfir,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem var að vonum sáttur eftir 3-2 sigur sinna manna á Stjörnunni. „Við vorum að spila fínan fótbolta, það var mikil barátta í liðinu og við gáfumst aldrei upp. Auðvitað er margt sem við getum lagað en gott að fá þrjú stig á Stjörnuvelli. Þetta gefur okkur smá sjálfstraust inn í næstu verkefni.“ KR-ingar fengu á sig tvö mörk í kvöld, rétt eins og í síðustu umferð gegn Val. Rúnar segir varnarleikurinn þó ekkert til að hafa áhyggjur af enn. „Nei, fyrsta markið er bara klafs. Boltinn dettur bara fyrir þá eftir aukaspyrnu inn á teiginn. Þeir voru grimmari þar og ég var ósáttur við okkar varnarleik í því marki. En þetta er bara hörkulið sem við erum að spila við. Þú færð oft á þig mörk, það er alltaf eitthvað sem gerist.“ Bæði KR og Stjarnan stefna á að berjast á toppi deildarinnar í sumar og viðurkennir Rúnar að stigin þrjú gætu reynst dýrmæt. „Hvert einasta stig skiptir máli og telur. Við misstum af einu í síðustu viku og núna fengum við þrjú. Eftir tvo leiki á erfiðum útvöllum með þrjú stig, við erum þokkalega sáttir. Þó svo að við séum aldrei sáttir með að tapa fótboltaleikjum. Núna erum við með einn sigur og eitt tap.“ „Núna er bara næsta verkefni eftir viku í Grindavík. Við þurfum að mæta þar jafn einbeittir og jafn góðir til þess að eiga möguleika. Þeir eru hörkugóðir,“ sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 2-3 | Atli hetjan með þrumufleyg KR sigraði Stjörnuna í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Atli Sigurjónsson skoraði sigurmark KR-inga þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 6. maí 2018 21:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum að hafa komið til baka. Það var erfitt að spila gegn vindinum. Við stjórnuðum fyrri hálfleik og þeir stjórnuðu seinni hálfleiknum aðeins betur. En mér fannst þetta bara sanngjarn sigur, mér fannst við vera betra liðið heilt yfir,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem var að vonum sáttur eftir 3-2 sigur sinna manna á Stjörnunni. „Við vorum að spila fínan fótbolta, það var mikil barátta í liðinu og við gáfumst aldrei upp. Auðvitað er margt sem við getum lagað en gott að fá þrjú stig á Stjörnuvelli. Þetta gefur okkur smá sjálfstraust inn í næstu verkefni.“ KR-ingar fengu á sig tvö mörk í kvöld, rétt eins og í síðustu umferð gegn Val. Rúnar segir varnarleikurinn þó ekkert til að hafa áhyggjur af enn. „Nei, fyrsta markið er bara klafs. Boltinn dettur bara fyrir þá eftir aukaspyrnu inn á teiginn. Þeir voru grimmari þar og ég var ósáttur við okkar varnarleik í því marki. En þetta er bara hörkulið sem við erum að spila við. Þú færð oft á þig mörk, það er alltaf eitthvað sem gerist.“ Bæði KR og Stjarnan stefna á að berjast á toppi deildarinnar í sumar og viðurkennir Rúnar að stigin þrjú gætu reynst dýrmæt. „Hvert einasta stig skiptir máli og telur. Við misstum af einu í síðustu viku og núna fengum við þrjú. Eftir tvo leiki á erfiðum útvöllum með þrjú stig, við erum þokkalega sáttir. Þó svo að við séum aldrei sáttir með að tapa fótboltaleikjum. Núna erum við með einn sigur og eitt tap.“ „Núna er bara næsta verkefni eftir viku í Grindavík. Við þurfum að mæta þar jafn einbeittir og jafn góðir til þess að eiga möguleika. Þeir eru hörkugóðir,“ sagði Rúnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 2-3 | Atli hetjan með þrumufleyg KR sigraði Stjörnuna í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Atli Sigurjónsson skoraði sigurmark KR-inga þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 6. maí 2018 21:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 2-3 | Atli hetjan með þrumufleyg KR sigraði Stjörnuna í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Atli Sigurjónsson skoraði sigurmark KR-inga þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 6. maí 2018 21:00