Skuld til staðar við uppbyggingu Landspítalans sem bæta þurfi úr Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2018 19:30 Í umsögninni segir að strax á næsta ári vanti átta milljarða aukalega "en alls um 53 milljarða yfir tímabilið í heild.“ Vísir Ef Landspítalanum á að takast að framfylgja stefnu ríkistjórnarinnar í heilbrigðismálum þarf að setja um áttatíu milljarða króna umfram það fjármagn sem gert er ráð fyrir í fjárlaganefnd. Þetta er mat forstjóra spítalans. Nefndarmaður Pírata í fjárlaganefnd telur ríkistjórnina hafa vanmetið fjárþörfina. Rík áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmálanum og kveðið á um aukningu framlaga í þeim málaflokki. Í þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2019 til 2023 kemur fram að framlög til heilbrigðismála verði aukin um nítján present til ársins 2023. Landspítalinn hefur skilað umsögn um málið og þar kemur fram að 80 milljarða króna beri á milli fjárþarfar spítalans og fyrirliggjandi tillögu. Forstjóri Landspítalans segir að þremur árum eftir hrun hafi rekstrarfé spítalans verið dregið saman um tutttugu prósent og því þurfi mun meira fé til. „Það sem við erum að tala um er að það vanti tæplega tuttugu present í rekstur Landspítalans og við höfum fimm ár til að bæta það upp. Þannig að ég tel að þetta sé mikilvægt verkefni, þarna er skuld við uppbyggingu og rekstrarfé til Landspítala sem enn þarf að bæta úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Í umsögninni kemur fram að fjárframlög til rekstrar Landspítala árið 2018 séu ríflega 2 milljörðum lægri en árið 2008 á föstu verðlagi. Páll segir að ef áætlandir ríkistjórnarinnar um heilbrigðiskerfið eigi að ganga eftir vanti 20 prósent meira fjármagn en komi í tillögunni. „Það sem við teljum vanta til þess að geta framfylgt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar sem er mjög metnaðarfull í heilbrigðismálum og það kostar pening, þannig að við gerum þá ráð fyrir því að hægt sé að verða við stefnu sem þar kemur fram. Auðvitað ef að fé vantar þá verðum við að rífa seglin og gera minna,“ segir Páll. Nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis telur mikilvægt að taka tillit til umsagnarinnar í áframhaldinu. „Þetta álit bendir á mjög alvarlega galla í fjármálaáætluninni og þá sérstaklega varðandi mannfjöldaspánna þar sem að stærsti liðurinn í þessu mati hjá Landspítalanum virðist beinast að mannfjöldaþróuninni á næstu árum. Við erum að sjá þetta í öðrum málefnasviðum, aldraðra til dæmis. Þetta er alvarlegt innleg í þá umræðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Heilbrigðismál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Ef Landspítalanum á að takast að framfylgja stefnu ríkistjórnarinnar í heilbrigðismálum þarf að setja um áttatíu milljarða króna umfram það fjármagn sem gert er ráð fyrir í fjárlaganefnd. Þetta er mat forstjóra spítalans. Nefndarmaður Pírata í fjárlaganefnd telur ríkistjórnina hafa vanmetið fjárþörfina. Rík áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmálanum og kveðið á um aukningu framlaga í þeim málaflokki. Í þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2019 til 2023 kemur fram að framlög til heilbrigðismála verði aukin um nítján present til ársins 2023. Landspítalinn hefur skilað umsögn um málið og þar kemur fram að 80 milljarða króna beri á milli fjárþarfar spítalans og fyrirliggjandi tillögu. Forstjóri Landspítalans segir að þremur árum eftir hrun hafi rekstrarfé spítalans verið dregið saman um tutttugu prósent og því þurfi mun meira fé til. „Það sem við erum að tala um er að það vanti tæplega tuttugu present í rekstur Landspítalans og við höfum fimm ár til að bæta það upp. Þannig að ég tel að þetta sé mikilvægt verkefni, þarna er skuld við uppbyggingu og rekstrarfé til Landspítala sem enn þarf að bæta úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Í umsögninni kemur fram að fjárframlög til rekstrar Landspítala árið 2018 séu ríflega 2 milljörðum lægri en árið 2008 á föstu verðlagi. Páll segir að ef áætlandir ríkistjórnarinnar um heilbrigðiskerfið eigi að ganga eftir vanti 20 prósent meira fjármagn en komi í tillögunni. „Það sem við teljum vanta til þess að geta framfylgt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar sem er mjög metnaðarfull í heilbrigðismálum og það kostar pening, þannig að við gerum þá ráð fyrir því að hægt sé að verða við stefnu sem þar kemur fram. Auðvitað ef að fé vantar þá verðum við að rífa seglin og gera minna,“ segir Páll. Nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis telur mikilvægt að taka tillit til umsagnarinnar í áframhaldinu. „Þetta álit bendir á mjög alvarlega galla í fjármálaáætluninni og þá sérstaklega varðandi mannfjöldaspánna þar sem að stærsti liðurinn í þessu mati hjá Landspítalanum virðist beinast að mannfjöldaþróuninni á næstu árum. Við erum að sjá þetta í öðrum málefnasviðum, aldraðra til dæmis. Þetta er alvarlegt innleg í þá umræðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson.
Heilbrigðismál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira