Flytja? Aftur? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. maí 2018 13:56 Einstætt foreldri með 300.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur sem leigir íbúð á 200.000 kr. líður skort á öllum öðrum sviðum. Fjölskyldan á oft ekki fyrir mat. Að koma húsnæðismálum í eðlilegt horf er forgangsmál hjá Flokki fólksins. Við viljum ganga til samstarfs við ríkið og lífeyrissjóðina og byggja íbúðir víða um borgina. Þetta þarf að gerast hratt. Því fyrr sem framboð eykst því fyrr kemst húsnæðismarkaðurinn í eðlilegt horf. Byggja þarf hagkvæmt en vandað húsnæði og tryggja að það sem er byggt sé á færi efnaminni fólks, eldri borgara og öryrkja að leigja eða kaupa. Það ófremdarástand sem ríkt hefur í húsnæðismálum hefur komið illilega niður á börnunum. Fjárhagslega aðþrengdir foreldrar þurfa að velta fyrir sér hverri krónu. Þeir þurfa eðli málsins samkvæmt að forgangsraða ef endar ná ekki saman. Að borga himinháa leigu verður að vera efst á forgangslistanum. Næst kemur matur á borðið. Annað, skemmtun, afþreying, er einfaldlega ekki í boði. Ég hef á ferli mínum sem sálfræðingur talað við tugi barna sem líða vegna fátæktar foreldra sinna. Þau finna áþreifanlega fyrir því að sitja ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Þau fá ekki sömu tækifæri og þau, ekki sömu upplifun og reynslu af ýmsu sem kostar peninga. Sjálfsmat þeirra er oft neikvætt og baráttan fyrir að vera samþykktur meðal jafningja er hörð. Vanmáttur og minnimáttarkennd þjaka mörg þessara barna. Í þessum tilfellum er það algengt að fjölskyldurnar hafi flutt oft og börnin hafa gengið í fjóra jafnvel fimm grunnskóla. Hér koma tvær frásagnir barna sem búa við erfið kjör.Stúlka: „Við mamma búum í einu litlu herbergi. Mamma og pabbi misstu allt í Hruninu. Við áttum fyrirtæki. Ég veit ekki hvenær við fáum íbúð. Ég hlakka mest til að fá íbúð þar sem ég get farið í sturtu. Við höfum ekkert svoleiðis núna. Ég fer í sturtu í sundi þegar ég þarf að fara í bað. Ég veit það þýðir ekki að kvarta. Það er bara engin peningur til. Ef ég eignaðist pening myndi ég kaupa mér föndurdót. Mér finnst allt í lagi að vera í gömlum fötum úr Rauða Kross búðunum á meðan mér er ekki strítt.“Drengur: „Ég er oft leiður því ég get sjaldnast fengið það sama og vinir mínir. Ekki til peningur segir mamma þegar ég spyr hana hvort ég geti t.d. fengið tölvuleik. Kannski í afmælis eða jólagjöf segir pabbi. Það þýðir lítið að tala um þetta. Verst þykir mér að geta ekki boðið vinum mínum heim. Ég vil ekki að þeir sjái hvað er þröngt hjá okkur. Svo ef einhver vinur minn yrði svangur þá er oft ekki mikið til í ísskápnum.“ Liður í að útrýma fátækt er að koma húsnæðismálunum í fullnægjandi horf svo lunginn af tekjum láglaunafólks fari ekki í leigu. Það verður að ganga rösklega til verks í að bæta húsnæðisöryggi efnalítilla fjölskyldna, öryrkja, eldri borgara, einstaklinga og ungs fólks. Flokkur fólksins vill stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjanda. Krafan er skýr og hún er að allir geti haft öruggt húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Einstætt foreldri með 300.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur sem leigir íbúð á 200.000 kr. líður skort á öllum öðrum sviðum. Fjölskyldan á oft ekki fyrir mat. Að koma húsnæðismálum í eðlilegt horf er forgangsmál hjá Flokki fólksins. Við viljum ganga til samstarfs við ríkið og lífeyrissjóðina og byggja íbúðir víða um borgina. Þetta þarf að gerast hratt. Því fyrr sem framboð eykst því fyrr kemst húsnæðismarkaðurinn í eðlilegt horf. Byggja þarf hagkvæmt en vandað húsnæði og tryggja að það sem er byggt sé á færi efnaminni fólks, eldri borgara og öryrkja að leigja eða kaupa. Það ófremdarástand sem ríkt hefur í húsnæðismálum hefur komið illilega niður á börnunum. Fjárhagslega aðþrengdir foreldrar þurfa að velta fyrir sér hverri krónu. Þeir þurfa eðli málsins samkvæmt að forgangsraða ef endar ná ekki saman. Að borga himinháa leigu verður að vera efst á forgangslistanum. Næst kemur matur á borðið. Annað, skemmtun, afþreying, er einfaldlega ekki í boði. Ég hef á ferli mínum sem sálfræðingur talað við tugi barna sem líða vegna fátæktar foreldra sinna. Þau finna áþreifanlega fyrir því að sitja ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Þau fá ekki sömu tækifæri og þau, ekki sömu upplifun og reynslu af ýmsu sem kostar peninga. Sjálfsmat þeirra er oft neikvætt og baráttan fyrir að vera samþykktur meðal jafningja er hörð. Vanmáttur og minnimáttarkennd þjaka mörg þessara barna. Í þessum tilfellum er það algengt að fjölskyldurnar hafi flutt oft og börnin hafa gengið í fjóra jafnvel fimm grunnskóla. Hér koma tvær frásagnir barna sem búa við erfið kjör.Stúlka: „Við mamma búum í einu litlu herbergi. Mamma og pabbi misstu allt í Hruninu. Við áttum fyrirtæki. Ég veit ekki hvenær við fáum íbúð. Ég hlakka mest til að fá íbúð þar sem ég get farið í sturtu. Við höfum ekkert svoleiðis núna. Ég fer í sturtu í sundi þegar ég þarf að fara í bað. Ég veit það þýðir ekki að kvarta. Það er bara engin peningur til. Ef ég eignaðist pening myndi ég kaupa mér föndurdót. Mér finnst allt í lagi að vera í gömlum fötum úr Rauða Kross búðunum á meðan mér er ekki strítt.“Drengur: „Ég er oft leiður því ég get sjaldnast fengið það sama og vinir mínir. Ekki til peningur segir mamma þegar ég spyr hana hvort ég geti t.d. fengið tölvuleik. Kannski í afmælis eða jólagjöf segir pabbi. Það þýðir lítið að tala um þetta. Verst þykir mér að geta ekki boðið vinum mínum heim. Ég vil ekki að þeir sjái hvað er þröngt hjá okkur. Svo ef einhver vinur minn yrði svangur þá er oft ekki mikið til í ísskápnum.“ Liður í að útrýma fátækt er að koma húsnæðismálunum í fullnægjandi horf svo lunginn af tekjum láglaunafólks fari ekki í leigu. Það verður að ganga rösklega til verks í að bæta húsnæðisöryggi efnalítilla fjölskyldna, öryrkja, eldri borgara, einstaklinga og ungs fólks. Flokkur fólksins vill stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjanda. Krafan er skýr og hún er að allir geti haft öruggt húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar