Stungu af frá ógreiddum reikningi á veitingastað og skildu eftir meint fíkniefni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. maí 2018 14:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Hún þurfti margsinnis að stöðva ökumenn sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Vísir/Vilhelm Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einkenndust af ölvun og líkamsárásum. Margir ökumenn voru líka stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Ölvaður maður sofnaði með andlitið ofan á pizzu, karlmaður kastaði stein í gegnum rúðu og einn ökumaður neitaði að gefa upp hver hann væri. Klukkan 19:24 í gærkvöldi var tilkynnt um tilraun til innbrots inn í heimahús í hverfi 104 en skemmdir voru unnar á tveimur gluggum hússins. Einnig bárust tilkynningar um innbrot á leikskóla í hverfi 111. Einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnað á hóteli í Mosfellsbæ en skömmu síðar voru karlmaður og kvenmaður handtekin vegna gruns um aðild að því máli. Voru þau bæði í annarlegu ástandi og því vistuð í fangaklefa vegna málsins. Rétt fyrir níu í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem væri að henda til glösum og með ógnandi framkomu í garð gesta á bar í miðborginni. Var hann í talsvert annarlegu ástandi og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa þangað til að áfengisvíman rynni af honum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Klukkutíma síðar voru tveir karlmenn handteknir í verslunarmiðstöð í Kópavogi þar sem þeir stungu frá ógreiddum reikningi á veitingastað verslunarmiðstöðinni auk þess sem þeir skildu eftir meint fíkniefni. Reyndu þeir að stinga lögreglu af á hlaupum en voru handteknir fljótlega. Voru þeir í talsvert annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangageymslu þangað til að víman rynni af þeim.Sofnaði með andlitið á pizzunni Klukkan 01:19 var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála á milli tveggja karlmanna inni á veitingastað í Hafnarfirði. Hlaut annar karlmaðurinn skurð á augabrún og var fluttur á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar. Tíu mínútum síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem var til vandræða inn í afgreiðslu hótels í hverfi 105. Skömmu áður en lögreglan kom á vettvang var tilkynnt að karlmaðurinn hefði tekið ófrjálsri hendi vínflösku sem var á bar hótelsins og gengið með hana út. Karlmaðurinn var handtekinn skömmu síðar en hann var í talsvert annarlegu ástandi vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu. Var hann vistaður í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Klukkutíma síðar var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna karlmanns sem var í annarlegu ástandi sökum ölvunar inni á skyndibitastað í hverfi 108. Þegar lögreglan kom á vettvang var karlmaðurinn sofandi með andlitið ofan á pizzu sem hann hafði pantað sér. Karlmaðurinn var vakinn og var gert að halda sína leið enda ekki frekari kröfur á hendur honum. Snemma í morgun kom svo tilkynning vegna tveggja karlmanna sem svæfu ölvunarsvefni í anddyri fjölbýlishúss í miðborginni. Voru þeir vaktir og fengu að halda sína leið enda engar frekari kröfur á hendur þeim.Veitti mótspyrnu við handtöku Um klukkan hálf fjögur var tilkynnt um karlmann sem hafi kastað stól í rúðu á veitingastað í miðborginni. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við gerandann. Var hann frjáls ferða sinna eftir skýrslutöku á vettvangi. Á sjöunda tímanum í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna líkamsárásar en þar hafði karlmaður veist að öðrum karlmanni með því að taka hann meðal annars kverkataki. Gerandinn var mjög æstur og í annarlegu ástandi þegar lögreglan hugðist ræða við hann og var hann því handtekinn. Veitti hann mikla mótspyrnu við handtöku auk þess sem hann neitaði að gefa upp persónuupplýsingar um sig en hann var ekki með skilríki meðferðis. Var hann vistaðir í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Hann var ekki sá eini sem neitaði að gefa upp hver hann væri. Í Garðabæ hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar í nótt vegna gruns um ölvun við akstur og að hafa meðferðis fölsuð skilríki. Hann var með tvenn skilríki með sitthvoru nafninu og ríkisfangi. Lá því ekki hver maðurinn væri í raun og var hann því vistaður í fangaklefa á meðan hægt væri að staðfesta hver hann væri í raun. Lögreglumál Tengdar fréttir Sumarhús brann til grunna við Elliðavatn Húsið er gjörónýtt en vel gekk að vernda gróðurinn. 6. maí 2018 07:50 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einkenndust af ölvun og líkamsárásum. Margir ökumenn voru líka stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Ölvaður maður sofnaði með andlitið ofan á pizzu, karlmaður kastaði stein í gegnum rúðu og einn ökumaður neitaði að gefa upp hver hann væri. Klukkan 19:24 í gærkvöldi var tilkynnt um tilraun til innbrots inn í heimahús í hverfi 104 en skemmdir voru unnar á tveimur gluggum hússins. Einnig bárust tilkynningar um innbrot á leikskóla í hverfi 111. Einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnað á hóteli í Mosfellsbæ en skömmu síðar voru karlmaður og kvenmaður handtekin vegna gruns um aðild að því máli. Voru þau bæði í annarlegu ástandi og því vistuð í fangaklefa vegna málsins. Rétt fyrir níu í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem væri að henda til glösum og með ógnandi framkomu í garð gesta á bar í miðborginni. Var hann í talsvert annarlegu ástandi og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa þangað til að áfengisvíman rynni af honum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Klukkutíma síðar voru tveir karlmenn handteknir í verslunarmiðstöð í Kópavogi þar sem þeir stungu frá ógreiddum reikningi á veitingastað verslunarmiðstöðinni auk þess sem þeir skildu eftir meint fíkniefni. Reyndu þeir að stinga lögreglu af á hlaupum en voru handteknir fljótlega. Voru þeir í talsvert annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangageymslu þangað til að víman rynni af þeim.Sofnaði með andlitið á pizzunni Klukkan 01:19 var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála á milli tveggja karlmanna inni á veitingastað í Hafnarfirði. Hlaut annar karlmaðurinn skurð á augabrún og var fluttur á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar. Tíu mínútum síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem var til vandræða inn í afgreiðslu hótels í hverfi 105. Skömmu áður en lögreglan kom á vettvang var tilkynnt að karlmaðurinn hefði tekið ófrjálsri hendi vínflösku sem var á bar hótelsins og gengið með hana út. Karlmaðurinn var handtekinn skömmu síðar en hann var í talsvert annarlegu ástandi vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu. Var hann vistaður í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Klukkutíma síðar var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna karlmanns sem var í annarlegu ástandi sökum ölvunar inni á skyndibitastað í hverfi 108. Þegar lögreglan kom á vettvang var karlmaðurinn sofandi með andlitið ofan á pizzu sem hann hafði pantað sér. Karlmaðurinn var vakinn og var gert að halda sína leið enda ekki frekari kröfur á hendur honum. Snemma í morgun kom svo tilkynning vegna tveggja karlmanna sem svæfu ölvunarsvefni í anddyri fjölbýlishúss í miðborginni. Voru þeir vaktir og fengu að halda sína leið enda engar frekari kröfur á hendur þeim.Veitti mótspyrnu við handtöku Um klukkan hálf fjögur var tilkynnt um karlmann sem hafi kastað stól í rúðu á veitingastað í miðborginni. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við gerandann. Var hann frjáls ferða sinna eftir skýrslutöku á vettvangi. Á sjöunda tímanum í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna líkamsárásar en þar hafði karlmaður veist að öðrum karlmanni með því að taka hann meðal annars kverkataki. Gerandinn var mjög æstur og í annarlegu ástandi þegar lögreglan hugðist ræða við hann og var hann því handtekinn. Veitti hann mikla mótspyrnu við handtöku auk þess sem hann neitaði að gefa upp persónuupplýsingar um sig en hann var ekki með skilríki meðferðis. Var hann vistaðir í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Hann var ekki sá eini sem neitaði að gefa upp hver hann væri. Í Garðabæ hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar í nótt vegna gruns um ölvun við akstur og að hafa meðferðis fölsuð skilríki. Hann var með tvenn skilríki með sitthvoru nafninu og ríkisfangi. Lá því ekki hver maðurinn væri í raun og var hann því vistaður í fangaklefa á meðan hægt væri að staðfesta hver hann væri í raun.
Lögreglumál Tengdar fréttir Sumarhús brann til grunna við Elliðavatn Húsið er gjörónýtt en vel gekk að vernda gróðurinn. 6. maí 2018 07:50 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Sumarhús brann til grunna við Elliðavatn Húsið er gjörónýtt en vel gekk að vernda gróðurinn. 6. maí 2018 07:50