Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Sveinn Arnarsson skrifar 5. maí 2018 07:00 Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar að hafa brotið lög. Fréttablaðið/Anton Brink Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisrannsókn á því að Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hundruð blaðsíðna um barnaverndarmál á höfuðborgarsvæðinu. Málið er litið alvarlegum augum og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig að skoða það. Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hafi verið afmáð úr gögnunum er mögulegt að finna út hvaða einstaklinga er um að ræða. Þetta ætlar Persónuvernd að rannsaka. „Gögn sem þessi eru líkast til viðkvæmustu upplýsingarnar sem hægt er að komast í. Það er því mikilvægt að skoða hvernig vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga var háttað í þessu tilviki. Við höfum skoðað málið eins og það liggur fyrir núna og teljum ástæðu til að hefja frumkvæðisathugun,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd. Ekki er nóg samkvæmt persónuverndarlögum að afmá nöfn og kennitölur. Ef hægt er að rekja upplýsingar til tiltekinna einstaklinga eigi þær að fara leynt. Afhending gagnanna gæti einnig varðað við almenn hegningarlög. Þar segir að opinber starfsmaður gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi segi hann frá einhverju er leynt á að fara sem hann hefur vitneskju um í starfi sínu eða embætti.Alþingi Þing 2013 alþingismaður Ásmundur Einar DaðasonHeiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar því að hafa brotið lög. „Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar.“ Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra og æðsti yfirmaður barnaverndarmála, segir málið alvarlegt og til skoðunar. „Við erum búin að kalla til okkar forsvarsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu á fund í næstu viku til að fara yfir þessi mál,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikils titrings innan barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna afhendingar gagnanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði málið á borði ákærusviðs. Anna Eygló Karlsdóttir, yfirmaður barnaverndar Kópavogs, segir að mögulega hafi mál úr Kópavogi verið í gagnapakkanum. „Bæjarlögmaður og lögfræðingur barnaverndarnefndar Kópavogs eru að skoða þetta mál. Við viljum auðvitað ekki að upplýsingar sem þessar rati til annarra en þeirra sem málið varðar,“ segir Anna Eygló. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Ásmundur bað þingið velvirðingar Vissi ekki að fundi hefði verið frestað. 2. maí 2018 16:51 Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisrannsókn á því að Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hundruð blaðsíðna um barnaverndarmál á höfuðborgarsvæðinu. Málið er litið alvarlegum augum og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig að skoða það. Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hafi verið afmáð úr gögnunum er mögulegt að finna út hvaða einstaklinga er um að ræða. Þetta ætlar Persónuvernd að rannsaka. „Gögn sem þessi eru líkast til viðkvæmustu upplýsingarnar sem hægt er að komast í. Það er því mikilvægt að skoða hvernig vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga var háttað í þessu tilviki. Við höfum skoðað málið eins og það liggur fyrir núna og teljum ástæðu til að hefja frumkvæðisathugun,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd. Ekki er nóg samkvæmt persónuverndarlögum að afmá nöfn og kennitölur. Ef hægt er að rekja upplýsingar til tiltekinna einstaklinga eigi þær að fara leynt. Afhending gagnanna gæti einnig varðað við almenn hegningarlög. Þar segir að opinber starfsmaður gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi segi hann frá einhverju er leynt á að fara sem hann hefur vitneskju um í starfi sínu eða embætti.Alþingi Þing 2013 alþingismaður Ásmundur Einar DaðasonHeiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar því að hafa brotið lög. „Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar.“ Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra og æðsti yfirmaður barnaverndarmála, segir málið alvarlegt og til skoðunar. „Við erum búin að kalla til okkar forsvarsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu á fund í næstu viku til að fara yfir þessi mál,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikils titrings innan barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna afhendingar gagnanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði málið á borði ákærusviðs. Anna Eygló Karlsdóttir, yfirmaður barnaverndar Kópavogs, segir að mögulega hafi mál úr Kópavogi verið í gagnapakkanum. „Bæjarlögmaður og lögfræðingur barnaverndarnefndar Kópavogs eru að skoða þetta mál. Við viljum auðvitað ekki að upplýsingar sem þessar rati til annarra en þeirra sem málið varðar,“ segir Anna Eygló.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Ásmundur bað þingið velvirðingar Vissi ekki að fundi hefði verið frestað. 2. maí 2018 16:51 Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26
Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57