Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2018 14:30 Skarphéðinn Berg Steinarrson tók nýlega við starfi ferðamálastjóra. vísir/gva Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira.Greint var frá því nýlega að bandaríska fyrirtækið Tripadvisor hefði keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun. Þar með eru ítarlegar upplýsingar um bókanir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja nokkur ár aftur í tímann komnar í hendur Tripadvisor sem er risi á bókunarmarkaði á netinu.Íslenska fyrirtækið Bókun ehf. var stofnað árið 2012samsettÞróun sem þurfi að snúa við Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Og þetta er þróun sem við verðum að snúa við. Við heyrum þóknunartölur upp á allt að 35 prósent. Það sér hver maður að það er ekki hægt að greiða það af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Það sem ég hef áhyggjur af er að þarna er ein af þessum stóru alþjóðlegu bókunarsíðum að kaupa bókunarkerfi sem hefur verið allsráðandi í íslenskri ferðaþjónustu og í því bókunarkerfi er að finna mjög nákvæmar upplýsingar um sölu þessara fyrirtækja nokkur ár aftur í tímann,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann telji ekki gott að fyrirtæki eins og Tripadvisor búi yfir svo nákvæmum og viðkvæmum upplýsingum mjög stórs hluta allra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki liggi fyrir hvort íslensku fyrirtækin geti farið fram á að fá þessar upplýsingar til baka og þeim verði eytt í gagnagrunnum Tripadvisor.Hverasvæðið í Haukadal er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna.Vísir/ErnirÆtti að vera forgangsmál „En það finnst mér full ástæða til að kanna því þarna inni eru upplýsingar um hver einasta viðskiptavin undanfarin ár. Hvernig hann keypti, hvar hann keypti, borgaði fyrir og hver voru afsláttarkjörin og með hverjum hann ferðaðist. Þetta eru nokkuð nákvæmar upplýsingar sem ég held að sé óheppilegt að séu hjá svona aðila þegar kemur að því að vinna í að lækka söluþóknun til erlendra bókunarsíðna. En það hlýtur að vera eitt af forgangsmálum í ferðaþjónustu,“ segir ferðamálastjóri. Eðlilegt sé að erlendar ferðaskriftstofur hafi tekjur af því að selja ferðir til Íslands eins og íslenskrar ferðaskrifstofur til annarra landa. Hins vegar séu þóknanir hjá svona stórum aðilum orðnar allt of háar og veiti Tripadvisor einstakan og víðtækan aðgang að viðskiptasögu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er ekkert ósvipað og ef heildsalar eða þeir sem flyttu inn vörur væru með samtengt birgðakerfi og síðan kæmi ráðandi aðili á smásölumarkaði og keypti þetta birgðakerfi. Það sér hver maður að það er ekki eðlilegt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira.Greint var frá því nýlega að bandaríska fyrirtækið Tripadvisor hefði keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun. Þar með eru ítarlegar upplýsingar um bókanir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja nokkur ár aftur í tímann komnar í hendur Tripadvisor sem er risi á bókunarmarkaði á netinu.Íslenska fyrirtækið Bókun ehf. var stofnað árið 2012samsettÞróun sem þurfi að snúa við Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Og þetta er þróun sem við verðum að snúa við. Við heyrum þóknunartölur upp á allt að 35 prósent. Það sér hver maður að það er ekki hægt að greiða það af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Það sem ég hef áhyggjur af er að þarna er ein af þessum stóru alþjóðlegu bókunarsíðum að kaupa bókunarkerfi sem hefur verið allsráðandi í íslenskri ferðaþjónustu og í því bókunarkerfi er að finna mjög nákvæmar upplýsingar um sölu þessara fyrirtækja nokkur ár aftur í tímann,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann telji ekki gott að fyrirtæki eins og Tripadvisor búi yfir svo nákvæmum og viðkvæmum upplýsingum mjög stórs hluta allra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki liggi fyrir hvort íslensku fyrirtækin geti farið fram á að fá þessar upplýsingar til baka og þeim verði eytt í gagnagrunnum Tripadvisor.Hverasvæðið í Haukadal er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna.Vísir/ErnirÆtti að vera forgangsmál „En það finnst mér full ástæða til að kanna því þarna inni eru upplýsingar um hver einasta viðskiptavin undanfarin ár. Hvernig hann keypti, hvar hann keypti, borgaði fyrir og hver voru afsláttarkjörin og með hverjum hann ferðaðist. Þetta eru nokkuð nákvæmar upplýsingar sem ég held að sé óheppilegt að séu hjá svona aðila þegar kemur að því að vinna í að lækka söluþóknun til erlendra bókunarsíðna. En það hlýtur að vera eitt af forgangsmálum í ferðaþjónustu,“ segir ferðamálastjóri. Eðlilegt sé að erlendar ferðaskriftstofur hafi tekjur af því að selja ferðir til Íslands eins og íslenskrar ferðaskrifstofur til annarra landa. Hins vegar séu þóknanir hjá svona stórum aðilum orðnar allt of háar og veiti Tripadvisor einstakan og víðtækan aðgang að viðskiptasögu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er ekkert ósvipað og ef heildsalar eða þeir sem flyttu inn vörur væru með samtengt birgðakerfi og síðan kæmi ráðandi aðili á smásölumarkaði og keypti þetta birgðakerfi. Það sér hver maður að það er ekki eðlilegt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira